Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 67
1997
AUKA-KIRKJUÞING
2. mál
Greinargerð.
Árið 1992, þann 25. febrúar var viðræðunefnd kirkjunnar um kirkjueignir þannig
skipuð: Séra Þórhallur Höskuldsson, formaður, séra Jón Einarsson, séra Þorbjörn
Hlynur Árnason og séra Þórir Stephensen. Haustið 1995, við fráfall séra Þórhalls
Höskuldssonar, og séra Jóns Einarssonar, var séra Halldór Gunnarsson skipaður í
nefndina og séra Þorbjörn Hlynur Árnason tók við sæti formanns . í viðræðunefnd
ríkisins hafa starfað ráðuneytisstjórarnir Þorsteinn Geirsson, formaður, Magnús
Þétursson og Sveinbjörn Dagfinnsson. í byrjun þessa máls verður gerð nokkur grein
fyrir starfi viðræðunefnda ríkis og kirkju, frá haustþingi 1995.
Séra Þórhallur Höskuldsson hafði unnið drög að frumvarpi til laga um
kirkjueignir og launasjóð þjóðkirkjunnar. Meginatriði frumvarpsins var, að stofnaður
yrði launasjóður þjóðkirkjunnar. Launasjóðurinn átti að njóta framlaga úr ríkissjóði,
kristnisjóði, kirkjugarðasjóði og prestssetrasjóði. Gert var ráð fyrir því, að á bak við
framlag ríkisins, sem trygging og endurgjald, stæði arður af kirkjujörðum og andvirði
óseldra og seldra kirkjujarða og ítaka eftir gildistöku laga nr. 46/1907. Þetta
meginatriði var samþykkt afstaða kirkjueignanefndarinnar.
Frumvörp og greinargerðir þær er séra Þórhallur lét eftir sig eru merk og
mikilsverð vinna í þágu þeirra viðræðna er stofnað var til árið 1992. Hér er um að
ræða tugi blaðsíðna í formi frumvarpa og greinargerða, er taka til prestslauna,
kirkjujarða, prestssetursjarða, Kristsfjárjarða og annarra kirkjueigna. Séra Þórhallur
vann að þessu verki fram á síðasta dag ævi sinnar.
Eftir andlát séra Þórhalls ákvað kirkjueignanefndin að leggja fyrir viðræðunefnd
ríkisins tillögu að bókun, eða sameiginlegri niðurstöðu. Segja má, að bókunin hafi
geymt öll þau efnisatriði er lágu fyrir í verki séra Þórhalls. Tillagan var lögð fyrir
Þorstein Geirsson, formann viðræðunefndar ríkisins þann 12. október 1995 og var
þannig:
„Viðræðunefnd kirkjunnar hefur lagt fram tillögu í formi frumvarps til laga um
kirkjueignir og launasjóð þjóðkirkjunnar.
Frumvarpið felur í sér, að stofnaður verði launasjóður þjóðkirkjunnar, er standi
straum af launum þeirra embætta þjóðkirkjunnar er lög nr. 62/1990 mæla fyrir um.
Gert er ráð fyrir því, að kirkjujarðir og þær jarðir, ásamt ftökum og öðrum eignum
tengdum þeim, sem seldar hafa verið eftir gildistöku laga um sölu kirkjujarða nr.
46/1907, standi sem höfuðstóll á bak við launasjóðinn.
Staða kristnisjóðs verði tryggð með ákveðnu framlagi. Gert er ráð fyrir því, að
prestssetur verði í umsjá prestssetrasjóðs og að ákveðnar kirkjujarðir verði ekki seldar
nema að fengnu samþykki kirkjuþings og héraðsfunda.
Efni frumvarpsins er í samræmi við þá meginniðurstöðu er kirkjueignanefnd
kynnti á kirkjuþingi 1994 og fjárhagsnefnd þingsins tók undir.“
61