Gerðir kirkjuþings - 1997, Blaðsíða 68
1997
AUKA-KIRKJUÞING
2. mál
Kirkjueignanefndin óskaði eftir viðbrögðum eða gagntillögum viðræðunefndar
ríkisins sem fyrst. Leið nú og beið, og ekki reyndist unnt að halda fund nefndanna
fyrr en þann 29. febrúar. Á þeim fundi var farið yfir tillögurnar og þær ræddar fram og til
baka. Viðræðunefnd kirkjunnar gerði viðræðunefnd ríkisins það Ijóst, að niðurstaða í
þessar viðræður yrði að fást sem fyrst. Það viðhorf var einnig kynnt dóms- og
kirkjumálaráðherra. Viðræðunefnd ríkisins óskaði eftir fresti til að móta viðbrögð sín og
gagntillögur; á það var fallist og var fundur ákveðinn 10. apríl. Þegar nær dró óskaði
formaður viðræðunefndar ríkisins eftir fresti, þar sem ekki hefði verið unnt að vinna í
málinu. Það var svo ekki fyrr en þann 20. september síðastliðinn, að sameiginlegur
fundur var haldinn. Þá kom á daginn, að viðræðunefnd ríkisins hafði ekki enn mótað
skýrar gagntillögur. Enn var því fjallað um tillögu viðræðunefndar kirkjunnar; við hana
gerði viðræðunefnd ríkisins margvíslegar athugasemdir. í fundarlok var óskað eftir því,
að viðræðunefnd ríkisins kæmi nú fram með áþreifanlegar gagntillögur á grundvelli
þeirrar forsendu, að prestlaun verði í framtíðinni tengd með einhverjum hætti þeim
höfuðstól sem kirkjujarðirnar eru og voru, sbr. löggjöfina frá 1907. Á fundinum var því
heitið að ríkisnefndin legði fram tillögur á sameiginlegum fundi sem ákveðinn var
þann lO.október. Lögð var á það áhersla af hálfu viðræðunefndar kirkjunnar, að brýnt
væri að nefndirnar næðu saman um bókun, sem hægt væri að leggja fyrir kirkjuþing í
október, og þá einnig hlutaðeigandi ráðherra. í framhaldi af því væri hugsanlegt að
leggja í þá vinnu, að útfæra hugmyndirnar í formi lagafrumvarpa.
Á fundi þann 10. október sl. lagði viðræðunefnd rfkisins fram drög að
samkomulagi um launagreiðslur presta, starfsmenn biskupsembættisins og
kirkjujarðir. Á fundinum var fjallað um þessi drög og var þegar ákveðið, að funda aftur
þann 8. nóvember næstkomandi. Segja má, að tillaga ríkisnefndarinnar hafi að miklu
leyti verið í samhljóðan við við þá bókun eða tillögu er viðræðunefnd kirkjunnar hafði
áður lagt fram (12.okt 95, sbr. hér að ofan). Gert var ráð fyrir að kirkjujarðir yrðu eign
íslenska ríkisins og í staðinn skuldbindi ríkið sig til að standa skil á launum presta
þjóðkirkjunnar, prófasta, vígslubiskupa, biskups og starfsmanna biskupsembættisins.
Samkomulagið átti að gilda í ákveðinn árafjölda (áratugi) og skyldi þá koma til
endurskoðunar. Þetta var meginefni tillögu ríkisnefndarinnar.
Samkomulag frá 10. janúar 1997
Samningaviðræðum lyktaði með niðurstöðu er undirrituð var þann 10. þessa
mánaðar. í þessari greinargerð verður ekki rakin frekar atburðarás
samningaviðræðnanna. Formaður kirkjueignanefndar er hins vegar reiðubúinn að
skýra gang viðræðnanna frekar, á fundum með nefndum þingsins, svo og einstök atriði
samkomulagsins, sem ekki er unnt að fjalla um ítarlegar í greinargerð þessari.
Verður nú vikið að meginatriðum samkomulagsins.
í fyrstu og annarri grein koma fram meginatriði samkomulagsins. íslenska ríkið
verður eigandi kirkjujarðanna. Eignaafhendingin undaskilur prestsetursjarðir, og það
sem þeim fylgir. Kristfjárjarðir og jarðir í fátækra eigu eru einnig undanskildar í þessu
62