Gerðir kirkjuþings - 1997, Qupperneq 72

Gerðir kirkjuþings - 1997, Qupperneq 72
1997 AUKA-KIRK JUÞIN G 2. mál Það samkomulag sem nú hefur verið gert varðar stórt atriði í samskiptum ríkis og kirkju. Lög um sölu kirkjujarða og laun sóknarpresta frá 1907 mörkuðu skil í samskiptum ríkis og kirkju á sínum tíma, og eru sennilega ein afdrifaríkasta lagasetning um málefni kirkjunnar á þessari öld. Með nokkurri einföldun er hægt að segja, að lagasetningin hafi falið í sér samkomulag milli ríkis og kirkju um ákveðið fyrirkomulag á launagreiðslum til presta og kirkjan féllst á tiltekna ráðstöfun á jarðeignum kirknanna í landinu. Með lögunum var stofnaður prestlaunasjóður er átti að greiða til einstakra embætta þá upphæð er á vantaði til að ákveðinni launaupphæð væri náð. Áfram var gert ráð fyrir því, að einhvern hluta prestslaunanna tækju prestar undir sjálfum sér, sbr. 21. gr. laga um laun sóknarpresta. Þar segir: „Þar sem tekjur þær, sem prestur tekur undir sjálfum sjer samkv.5.gr. hrökkva eigi fyrir launum hans, ávísar prófastur honum af sóknartekjum í prestakalli hans eða af niðurjöfnunargjaldi svo miklu sem hann þarf. Hrökkvi sóknartekjurnar eða niðurjöfnunargjaldið eigi, greiðir prófastur presti það sem á vantar, af þeirri fjárhæð er hann fær úr prestslaunasjóði samkvæmt 22.grein. “ Prestlaunasjóðurinn átti að fá tekjur sínar af fasteignum prestakallana, sóknartekjum (preststíund,offur, lausamannsgjald, lambsfóður, dagsverk), vöxtum og framlögum úr landssjóði. Kirkjujarðasjóðurinn, sem kveðið er á um í lögum um sölu kirkjujarða, tengist prestlaunasjóðnum með skýrum hætti. í 15. grein laganna segir: „Andvirði seldra kirkjujarða og ítaka skal leggja í sjerstakan sjóð, er nefnist kirkjujarðasjóður, og stendur beint undir landsstjórninniEnnfremur segir í 16. grein: „Eign kirkjujarðasjóðsins skal ávaxta sem óskerðanlegan höfuðstól, og skal árlega leggja við innstæðuna 5% af árstekjunum, en að öðru leyti ganga vextirnir í prestlaunasjóð, til að launa sóknarpresta þjóðkirkjunnar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá þessum tíma. Óhætt er að segja að það hafi runnið sérstaklega hratt í byrjun, því það fyrirkomulag prestslauna sem löggjafinn hugðist grundvalla, raskaðist fáeinum árum síðar. Nefndir sjóðir rýrnuðu alvarlega vegna efnahagsþrenginga, þannig að verðmæti sjóðanna fylgdi ekki verðlagsþróun í landinu, og svo fór, að prestlaunasjóður var afnuminn með lögum 1921. Áður hafði það gerst, með launalögum árið 1919, að prestar voru settir á föst laun úr ríkissjóði, ásamt öðrum embættismönnum. Áfram voru þó í gildi lög um sölu kirkjujarða og kirkjujarðasjóð. Kirkjujarðasjóður lifði allt fram til 1970, óvarinn, óverðtryggður og peningalítill, er sett voru lög um kristnisjóð. Þá rann kirkjujarðasjóður í kristnisjóð, ásamt prestakallasjóði. Þessa atburðarás má túlka á ýmsa vegu. Til dæmis hafa verið uppi þau viðhorf, að með lögunum frá 1907, hafi kirkjujarðirnar gengið undan kirkjunni, og hún eigi ekkert tilkall til þeirra lengur. Því sé ekki rétt, að tengja nú saman prestlaun og kirkjujarðir. Þessa afstöðu má ef til vill kalla „ástandskröfu", sbr. viðureign Jóns Sigurðssonar og danskra embættismanna í svokölluðu fjárhagsmáli á sínum tíma. Ríkið greiði því nú laun sóknarpresta, annað hvort af góðvild (sbr. stjórnarskrárákvæðið um vernd og stuðning ríkis við þjóðkirkju) eða gömlum vana. Kirkjan eigi þess vegna enga kröfu um greiðslu prestlauna á hendur ríki, byggða á seldum eða óseldum kirkjujörðum. 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.