Gerðir kirkjuþings - 1997, Page 75

Gerðir kirkjuþings - 1997, Page 75
1997 AUKA-KIRKJUÞING 2. mál kristnisjóð og er ráðstafað af kirkjuráði til almennra þarfa og starfs þjóðkirkjunnar. Samkomulagið sem nú hefur verið gert, hvílir á þessum skilningi, að kirkjujörðunum verði ráðstafað í þágu kirkjuheildarinnar og eignir einstakra kirkjuléna gagnist kirkjunni allri. Um sölu kirkjujarða á starfstíma viðræðunefnda ríkis og kirkju. Viðræðunefnd kirkjunnar hefur frá upphafi lagst gegn því, að landbúnaðarráðuneytið, sem nú fer með málefni kirkjujarða, heimilaði sölu jarðanna á meðan viðræðurnar sem dóms- og kirkjumálaráðherra kallaði til, stæðu yfir. Nú ertil langur listi yfir kirkjujarðir sem ábúendur óska eftir að fá keyptar. Óskum þeirra hefur ekki verið fullnægt vegna þess, að biskup, kirkjuráð og viðræðunefndin hafa lagst gegn því, að fram færi ráðstöfun eigna á sama tíma og verið er að semja um framtíðarráðstöfun þeirra. Þó hafa fáeinar jarðir verið seldar, en að undangenginni umfjöllun samkvæmt vinnureglum settum fyrir tveimur árum síðan. Yfirlit yfir seldar jarðir og hlut kristnisjóðs í andvirði þeirra, má sjá í reikningum kristnisjóðs. Þess má geta, að mikil óánægja ríkir með þessa stöðu mála í landbúnaðarráðuneytinu. Þar vísa menn til þess, að gildandi lög (jarðalög) heimili ábúendum kirkjujarða, sem kallast í þeim lögum „jarðir í eigu opinberra stofnana“ að fá ábúðarjarðir sínar keyptar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Því má segja, að yfirstandandi viðræður um kirkjueignir hafi tafið fyrir sölu kirkjujarða. Annað varðandi starf viðræðunefndanna. í viðbótum með samkomulaginu kemur fram, að viðræðunefnd kirkjunnar óskar eftir því, að fjallað verði síðar um eignarréttarstöðu prestssetranna, vegna þess, að gildandi lög um prestssetur eru óskýr hvað það varðar. Þá áréttar viðræðunefnd kirkjunnar, að fjalla þurfi almennt um eignastöðu þjóðkirkjunnar og einstakra stofnana hennar. Nauðsynlegt er að taka þetta mál upp í heild sinni. í því sambandi má vísa til samþykktar prestastefnu 1995 um eigna- og réttarstöðu kirkjunnar. 69

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.