Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Blaðsíða 7
V Fréttir lilisfl MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 7 KCU£ RBaM3VÖH .S í RUÐAQUHÁM d Mikiö gekk á í flugi Icelandair á mánudaginn fyrir viku. Einn farþeginn lét mjög ófriðlega og var handtekinn við komuna til Orlando. Tveir farþegar þurftu á súrefni að halda í hinu átakanlega flugi yfir hafið. FLUGDÓLGUR f VÉLICELANDAIR Flugdólgur Guöjón Arngrímsson staðfestir að einn farþeganna hafi látið mjög ófriðlega ífluginu. Guðjón en hann getur ekki sagt til um menn oft kærðir fyrir að stofna öryggi hvemigverðurtekiðámálimannsins. annarra farþega í hættu og ölvun á Þegar sambærileg mál koma upp eru almannafæri. EINAR ÞÓR SIGURÐSSON bladamadur skrifar „Það var einn farþeganna með ítrekuð ólæti og lögreglan í Orlando handtók hann svo þegar vélin lenti" segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Mikið gekk á í flugi Icelandair til Orlando á mánudaginn fyrir viku en einn farþeganna lét mjög ófriðlega í fluginu. Samkvæmt upplýsingum frá farþega sem var í fluginu þurftu auk þess tveir H •* Hann sat aftarlega í vélinni og áreitti bæði farþega sem sátu í kringum hann og flug- freyjur. að aðstoða farþega eins mikið og við getum," segir Guðjón. Flugið til Orlando tók átta klukkustundir og var í lengra lagi vegna sterks mótvinds. Margir farþegar að fá súrefni á meðan á fluginu stóð. Guðjón Arngrímsson staðfestir að einn farþeganna hafi þurft að fá súrefni í tvígang vegna slappleika. Um borð í vélinni voru þrír læknar sem gátu aðstoðað farþegann en hann reyndist ekki alvarlega veikur. „Þetta kemur fyrir og þegar slíkt gerist reynum við farþeganna vom því fegnir þegar flugvélin lenti á alþjóðlega flugvellinum í Orlando. Mjög drukkinn Maðurinn sem var handteldnn á mánudaginn drakk mikið áfengi á meðan á fluginu stóð. Hann sat aftarlega í vélinni og áreitti bæði farþega sem sátu í kringum hann og flugfreyjur. Hann var með hávaða og læti meðan á fluginu stóð. Samkvæmt heimildum DV gekk lítið sem ekkert að róa manninn niður og virtist sem tilraunir fólks til þess gerðu illt verra. Hann var með mikinn dónaskap við farþega og flugfreyjur sem reyndu að róa hann niður. Áfengisdrykkja hans varð þó þess valdandi að hann sofnaði áfengisdauða nokkru áður en flugvélin lenti, farþegum vélarinnar til ómældrar gleði. Þegar vélin lenti loks, átta klukkustundum eftir flugtak, var farþegum vélarinnar gert að sitja kyrrir á meðan bandarískir lögregluþjónar handtóku manninn. Þeir fóm með hann frá borði og leyfðu honum að sofa úr sér. Tekin afstaða innanhúss Guðjón segir að ekki liggi fýrir hvenær farþeginn sé væntanlegur aftur til fslands. Aðspurður hvort menn, sem hafi hagað sér illa á meðan á flugi stendur, séu hafði undir eftirliti á leiðinni til baka segir Guðjón að það sé metið í hvert skipti. „Það fer allt eftir alvarleika brotsins og er metið í hvert sldpti. Áhöfnin gefur skýrslu að loknu hverju flugi ef einhver frávik hafa komið upp á meðan á flugi stendur. Það fer síðan í feril héma innanhúss hjá okkur. Þegar svona uppákomur verða er svo tekin afstaða í kjölfarið," segir Fernur Rafhlöður Málmar Dagblöð/ tímarit Plast- umbúðir Að flokka er einfalt, ódýrt og þægilegt. Hringdu í síma 535 2510 og pantaðu Endurvinnslutunnuna! Gámaþjónustan ábyrgist góða þjónustu og örugga endurvinnslu. 0G £í/r\p£ CD GAMAÞJONUSTAN HF. BÆTT UMHVERFI - BETRIFRAMTÍÐ Súðarvogi 2 • 104 Reykjavík Sfmi: 535 2500 • gamar@gamar.is • www.gamar.is Við spörum þér sporin með Endurvinnslutunnunni! Taktu þátt í leik á www.endurvinnslutunnan.is og þú gætir unnið jólahlaðborð og gistingu fyrir tvo á Grand Hótel

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.