Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Blaðsíða 9
DV Umræöa MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 9 ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: ReynirTraustason og Sigurjón M. Egilsson ábm. FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viötöl blaðsins eru hljóðrituð. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSlMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 7040. SWÐKOKX ■ Mikið líf er í menningar- málum í Árneshreppi þar sem Elín Agla Briem er skólastjóri á Finnbogastöð- um. Hún og maður hennar, Hrafn Jökulsson, halda uppi öflugum netfréttum þar sem fréttir eru vinklaðar með sérstæðum hætti. Þar er meðal annars sagt frá því að enga fressketti er að finna í Árneshreppi samkvæmt niðurstöðum rannsókn- ar tveggja stúlkna. Á dv.is var fréttin sögð undir fyrir- sögninni „Skírlífar læður á Ströndum". ■ Fréttablaðið með þá Jón Kaldal og Þorstein Pálsson á ritstjórastólum má fara að vara sig í samkepn- inni við 24 stund- ir sem er á hraðri sigl- ingu upp á við og um það bil að éta Mogg- ann upp til agna. Ritstjórn 24 er ekki með eins mikla yfir- byggingu og Fréttablaðið sem er hrjáð af innanfitu þar sem hver silkihúfan trónir upp af annarri og færri eru á gólfinu en í brúnni. ■ Sálfræðingurinn skeleggi Hafrún ICristjánsdóttir stendur ekki síður dyggan vörð um athafnafrelsi einstaklinganna en stóri bróðir hennar, alþingis- maðurinn Sigurður Kári Kristjáns- son. Á meðan stóri bróðir berst á Alþingi fyrir greiðara aðgengi fólks að áfengi sendir Hafrún nýjum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur tóninn í pistli í nýjasta hefti Mannlífs. Ástæðan er að meirihlutinn hefur nýlega komið í veg fyrir að Hafrún og hver annar sem kærir sig um geti drýgt tekjur sínar með því að fækka fötum í súludansi. „Það mun því ekki nokkur sála lauma 500 króna seðli í g-strenginn minn á meðan Dagur, Svandís og Sóley Tómasar eru við stjórn," segir Hafrún í Mannlífi. ■ Útvarpsmaðurinn Hall- grímur Thorsteinsson sem vann sér hylli í árdaga á Bylgjunni fór þaðan á Sögu en það- an á NFS áður en leið hans lá á Eyjuna til Péturs Gunnars- sonar. Nú er hann enn að söðla um og að þessu sinni liggur leið hans á RÚV þar sem hann mun stýra þættinum í viku- lokin. Það má því segja að hann hafi lokað hringnum. Kyndarar LEIÐARI SIGURJÓN M. EGILSS0N RITSTJORISKRIFAR. Davíð Oddsson, formælandi Seðlabankans, á það sameiginlegt með Árna M. Mathiesen fjármála- ráðherra og Geir H. Haarde efnahagsmálaráðherra að kynda undir verðbólgubálinu. Allir hafa þeir tök á að draga úr verðbólgunni, en nota samt tækifærið til að kynda undir henni. Halda má að það sé eindreginn vilji þeirra að hafa verðbólgu. Þar með aukast skuldir borgaranna óheyrilega, dag eftir dag. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti. Helstu áhrifin eru þau að vextir hækka á aðeins um tíunda hluta útlána bankanna og vextir í vöruskiptum milli framleiðenda og innflytjenda og þeirra sem eiga viðskipti við þá hækka. Þar með hækkar vöruverð í landinu. Varan kostar meira og hefur þar með áhrif til hækkunar á verðbólgu og skuldaáþján fólks eykst. Þannig er Seðlabankinn búinn að ná góðu gripi á eigin rófu og neitar að sleppa. Það væri í lagi ef vitleysan hefði ekki eins vond áhrif á fólk og raun er. Fjármálaráðherra sýnir engan vilja til að draga úr álögum ríkisins á olíu þrátt fyrir að verð á heimsmarkaði hækld og hækki. Álögurnar eru sennilega hvergi meiri en hér á landi. Fastatök fjármálaráðherra á bensínsköttum auka verðbólguna. Vísitalan hækkar, lánin hækka, afborganir aukast, fólk sligast Kyndararnir keppast vid og bdlid vex. undan en á sama tíma er ríkissjóður við það að springa undan peningum. Það flóir út úr. Kyndararnir nota allir hvert tækifæri til að benda hver á annan. Ef farið væri að ráði flestra þjóða og húsnæðiskostnaður væri ekki reiknaður í vísitöluna væri hér viðráðanleg verðbólga. Svo ekki sé talað um ef orkuverðið væri utan vísitölu, eins og þekkist annars staðar. Þá væri hér lítil verðbólga. En svo er ekki. Kyndararnir keppast við og bálið vex. Hvernig má það vera að þjóðinni sé boðið upp á þessi ósköp ár eftir ár? Það er sama hvað Seðiabankinn gerir, aðrir gagnrýna hann og spara sig hvergi. Þegar formælandi bankans talar setur hann út á allt og alla. Það er ætlast til þess af þeim sem stjórna peningamálum þjóðarinnar að þeir vinni saman og leysi þann vanda sem hér er. Sem virðist að mestu heimatilbúinn þar sem helstu gerendur tala í austur og vestur og haga sér samkvæmt því. Með stórkostlegum afleiðingum fyrir þjóðina. Með háttalagi sínu sjá kyndararnir til þess að vöruverð hækkar, greiðslubyrði eykst, lán fólks hækka og hækka og allur ávinningur af kjarabótum brennur upp. Það er mál að linni. Getí þeir eldd, sem hafa fengið verkefnið, lagað það sem þeir hafa skemmt verða aðrir að taka við. Önnur leið er ekki fær. DAVIÐISV0RTUL0FTUM Innan Sjálfstæðisflokksins ríkir eindrægni og samhugur sem aldrei fyrr. í gegnum erfiða tíma hafa flokksmenn þjappað sér saman um leiðtoga sinn Geir H. Haarde og allir leggjast á eitt um að ná sátt við umhverfi sem er mótað af hamförum undanfarinna vikna. Svarthöfði þekkir vel til innviða Sjálfstæðisflokksins sem óbreyttur liðsmaður með þó þeirri upphefð að hafa eitt sinn náð kjöri í ftilltrúa- ráð flokksins. Aróðursmenn á borð við Guð- mund Ólafsson hagfræðing halda því ff am að flokkur Svarthöfða sé klofinn og sá sem leiðir uppreisnarmenn sé Davíð Oddsson, seðlabankastjóri í Svörtu- loftum. Guðmundur hefur grunsam- lega lítið vit á efnahags- málum og hann benti á það í Silfri Egils í gær að verðbólgan væri eng- inn draugur eins og Davíð heldur fram. Hann segir að hækkun stýrivaxta sem skellur á almenningi af fullum þunga sé einung- is gerð til að koma höggi á Geir Haarde forsætisráðherra og Árna Mathiesen fjármála- ráðherra. Davíð í Svörtuloftum noti þannig stýrivexti sem tæki til að pönkast á valdaklíku Sjálfstæðis- flokksins. Þetta er auðvitað fráleitt því í Sjálfstæðisflokknum ríkir ein- ing og það er illgirnislegur áróð- ur að halda öðru fram. Þótt Davíð Oddsson geri opinberlega gys að ríkisstjórninni er það aðeins arfur frá þeim tíma að hann starfaði sem grínisti og alls ekki illa meint. Hver man ekki brandarann um Berm- údaskálina? Sumir halda því fram að Björn Bjarnason dóms- málaráðherra hræri í pottunum til að valda ólgu í flokknum og noti lærisvein sinn Gísla Martein Baldursson til að kynda eldana. Og því er staðfastlega haldið fram að arm- ur ráðherrans og Davíðs í Svörtu- loftum hafi viljað henda Fram- sóknarflokknum út úr borgarstjórn og ganga til liðs við vinstri græna. Þetta er auðvitað hrein firra því allir vita að Björn dómsmálaráðherra er sérstakur aðdáandi Framsókn- arflokksins og sérstaklega Björns Inga Hrafnssonar, leiðtoga í borg- arstjórn. Sami armur er sagður hafa viljað stofna til ríkisstjórnar með vinstri grænum. Aft- ur kemur að þversögn því Björn og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, leiðtogi Sam- fylkingar, eru einstaklega náin í pólitískum skilningi. Svarthöfði íhugar að boða til morgunverðarfundar í Valhöll og ræða þar þessa stöðu sem upp er komin þar sem heilsteyptur flokkur er borinn þeim óhróðri að vera klofinn. Vandinn er nefnilega sá að ekkert er að í flokknum en málefnaþurrð andstæðinganna er slík að þeir halda úti grófu klofningstali. Meira að segja hefur því verið haldið fram að Sjálfstæðisflokknum hafi verið fleygt út úr meirihluta borgarstjórnar. Þetta er auðvitað alrangt. Borgarstjórnarflokkurinn var einfaldlega orðinn þreyttur á því að stjórna og tók þá ákvörðun að axla lýðræðislega ábyrgð með því að setjast í minnihluta. Og það voru aldrei send nein SMS þar sem stóð „Til í allt, án Villa". Ef einhver trúir öðru ber hann einfaldlega ekkert skynbragð á pólitík. Loks má nefna að Davíð Oddsson var ráðinn faglega til að gegna stöðu seðlabankastjóra. Sá sem heldur öðru fram er fífl. SVARTHÖFÐI DÓMSTÓLL GÖTUNIVAR EIGA AFNOTAGIÖLD RÚV RÉTT A SÉR? „Nei, mér finnst að það ætti að afnema þau. Mér finnst þau ósanngjörn gagnvart neytendum og það ætti frekar að rukka þau sem hluta af almennum skatti." Hildur Hinriksdóttir, 36 ára, hönnuður „Já, mér finnst það alveg tvímælalaust. Það mætti jafnvel hækka þau til að fá betra innlent efni." Steinunn Pálsdóttir, 62 ára, kennari „Nei, af því að fólk á að geta haft val. Sumir vilja bara sjá Stöð 2 en ekki Stöð 1. Fólk á að geta valið um það en ekki borga fyrir það sem það vill ekki." Fannar Eyfjörð, 49 ára, leigubíl- stjóri „Já, mér finnst það. Ég hlusta og horfi á RÚV og mér finnst alveg sjálfsagt að borga fyrir það. Maður borgar hvort sem er alltaf fyrir það á endanum." Hreinn Óskarsson, 36 ára, skógarvörður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.