Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Blaðsíða 19
DV Sport MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 19 ---fT---------------------- Leikmenn West Ham slátruðu slökum nýliðum Derby á laugardaginn. Lee Bowyer var potturinn og pannan í leik West Ham og skoraði hann tvö mörk liðsins í leiknum. Leikmenn West Ham sóttu stíft að marki Derby í leiknum og var Nolberto Solano nálægt því að skora fyrsta mark leiksins þegar aukaspyrna hans fór í tréverkið. Fyrsta mark leiksins kom á 42. mínútu þegar Lee Bowyer skoraði, Carlton Cole skallaði boltann á Bowyer sem skoraði fyrsta mark leiksins og það eina í fyrri hálfleiknum. Þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom annað mark West Ham.n Matthew EtheringtonogBowyertókuþríhyrn- ingsspil og sá fyrrnefndi setti bolt- ann í mark Fulham. Fjórum mín- útum síðar slökktu leikmenn West Ham endanlega í Derby þegar Nolberto Solano tók hornspyrnu og eftir klaps í teignum barst boltinn til Jonathans Specto sem skaut að marki og boltinn fór á milli lappa Eddies Lewis og þaðan í markið. Þegarfjórtánmínúturvorubúnar af síðari hálfleiknum skoraði Lee Bowyer sitt annað mark í leiknum. Nolberto Solano gaf boltann á Carlt- on Cole sem var úti á hægri kanti, Cole átti góða fyrirgjöf inn í teiginn þar sem Bowyer kom á siglingu og setti boltann í netið. Þrjú mörk frá West Ham á átta mínútna kafla í síðari hálfleik. Á 69. mínútu rak Nolberto Sol- ano síðasta naglann í kistu Derby A,r Bowyer42.,59.,Etherington UtJ 51.,Lewissm.55.,Solano69. 46% MES BOLTANN 54% DERBY 8 SKOTAÐ MARKI SKOTÁMARK 16 Bywater,Mears,Moore, Edworthy, Griffin, Bames, Oaldey, 1 8 Pearson, Teale (Howard 52.), Mill- 1 RANGSTÖÐUR 0 er (Fagan 75.), Lewis (Eamshaw 58.). 4 HORNSPYRNUR 5 15 AUKASPYRNUR 10 WESTHAM 2 GUL SPJÖLD 2 Green, Neill, Gabbidon, Upson, McCartney (Pantsil 14.), Solano, 0 RAUÐSPJÖLD 0 Spector,Bowyer(Collins72.), ÁH0RFENDUR:32.44O Etherington, Cole, Boa Morte. MAÐUR LEIKSINS Lee Bowyer, West Ham þegar hann skoraði beint úr auka- spyrnu. Solano tók aukaspyrnu af 30 metra færi og setti boltann í fjærhornið, óverjandi fyrir Stephen Bywater, markvörð Derby, sem er ekki í öfundsverðu hlutverki að verja markið hjá arfaslöku Derby- liði. Stórsigur West Ham staðreynd en arfaslakt Derby-lið virðist vera dæmt til að falla en liðið hefur fengið á sig 31 mark en skorað að- eins fimm. Leikmenn West Ham áttu skínandi góðan dag en liðið er án 11 leikmanna. Curbishley ánægður með sína menn Alan Curbishley, stjóri West Ham, var vissulega ánægður með sína menn efdr að þeir höfðu slátrað slöku liði Derby. „Ég verð að hrósa öllum leikmönnunum sem hafa komið inn í liðið og ég er ánægður með þá. Við vorum með menn sem spiluðu í stöðum sem þeir eru ekki vanir að gera en þeir hafa unnið sína vinnu þar. Þegar hinir leikmennimir verða tilbúnir verður það vandamál af því að það verður samkeppni um stöður," sagði Curbishley eftir leikinn. Bowyer þarf að fara í aðgerð LeeBowyerhefurspilaðkviðslitinn að undanförnu en hann þarf nú að gangast undir aðgerð. Meiðslalisti West Ham er því ennþá að lengjast en í gær vantaði 11 leikmenn. „Því miður er hann einn af þeim sem hafa spilað meiddir. Hann fer í aðgerð á þriðjudaginn og verður því frá í einhvern tíma," sagði Curbishley, stjóri West Ham. Enginn áhugi hjá Derby Lið Derby er með þeim slökustu sem sést hafa í ensku úrvaldsdeildinni. Billy Davies, stjóri liðsins, var ekki ánægður með sína menn eftir leikinn á laugardag. „Á fyrstu tuttugu mínútunum áttum við Kóngurinn á vellinum Lee Bowyer fagnarmarki. nokkrar góðar skyndisóknir en sfðasta sendingin klikkaði og við náðum ekki að skora fyrsta markið. Eftir fyrsta markið var þetta leikur á milli stráka og karlmanna og við fengum ekkert úr leiknum og við áttum ekkert skilið. Við börðumst ekki og það er svekkjandi. Viðbrögð okkar eftír fyrsta markið voru hræðileg og við sýndum engan áhuga á því að komast aftur inn í leikinn," sagði Billy Davies eftir leikinn. hsj Tottenham tók Wigan í kennslustund með íjögurra marka sigri: Slátrun á White Hart Lane Nánari upplýsingar: www.icelandair.is/ithrottaferdir WWW.ICELANDAIR.IS Tottenham vann Wigan örugg- lega á White Hart Lane í Lundúnum í gær. Handbragð Juandes Ramos sást á liðinu sem lék frábærlega. Það var Jermaine Jenas sem skoraði fyrsta mark leiksins á 13. mínútu. Robbie Keane sendi á Jenas sem sendi bolt- ann ffamhjá Chris Kirldand, mark- verði Wigan. Á 26. mínútu skoraði Jerma- ine Jenas sitt annað mark í leikn- um. Búlgarinn Dimitar Berbatov átti góða sendingu inn fyrir vöm Wigan þar sem Jermaine Jenas kom á sígl- ingu og skoraði örugglega. Átta mín- útum síðar skoraði Aaron Lennon þriðja mark Tottenham í leiknum. Berbatov gaf á Lennon sem tvínón- aði ekki við hlutína og skaut góðu skotí í vinstra hornið, óverjandi fyrir Kirkland í marki Wigan. Staðan 3-0 fyrir Tottenham þeg- ar leikmenn gengu tíl búningsher- bergja. Eina mark síðari hálfleiks kom á 72. mínútu. Jermaine Jenas sendi á Darren Bent sem var ekki í vandræðum með að senda boltann ffamhjá Kirkland í markinu. Stórsigur Tottenham staðreynd og átti liðið frábæran dag að þessu sinni og það virðist vera að Juande Ramos sé á réttri leið með liðið eftír að hann tókvið því af Martín Jol í síð- asta mánuði. Gus Poyer, aðstoðarmaður Juand- es Ramos, var glaður í leikslok. „Þetta var mun betra, mörkin eru mikilvæg fyrir okkur en það var jafnmikilvægt og að halda hreinu aftíxr. Öll góð lið byggjast á varnarleik og ef við vinn- um í því getum við leyft okkur það að sækja meira og við erum sterkir í því með leikmenn eins og Berbatov, Keane, Lennon og Jenas." Frank Barlow, bráðabirgðastjóra Wigan, fannst úrslitin sanngjöm. „Úrslitin vom í samræmi við leikinn, mjög sanngjöm. Við vomm mjög lél- egir og sköpuðum nokkur af mörkun- um fyrir þá og á sama tíma vom Spurs frábærir," sagði Barlow. HSJ 2® Jenas 13,26, Lennon 34, Bent 53% MEÐ BOLTANN 47% TOTTENHAM 21 SKOTAÐMARKI 8 SKOTÁMARK 4 RANGSTÖÐUR 5 HORNSPYRNUR g Robinson, Chimbonda, Kaboul, Dawson, Lee, Lennon (Defoe 80), 1 Zokora,Jenas,Malbranque 2 (Tainio 53), Berbatov, Keane (Bent67). 8 AUKASPYRNUR 16 WIGAN 0 GUL SPJÖLO 2 0 RAUÐ SPJÖLD 0 ÁHORFENDUR: 35,504 Kirkland.Taylor, Melchiot, Bramble, Schamer, Granqvist, Skoko(Brown64), Kilbane, Landzaat, Cotterill (Sibierski 39), BenL M1 | MAÐUR LEIKSINS | MtaWBÍi Dimitar Berbatov, Tottenham

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.