Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Blaðsíða 21
lioql PV Sport Watford heldur efsta sætinu í næstefstu deild Englands þrátt fyrir 2-2 jafntefli viö Colchester. Ipswich vann stórsigur á Brist ol City og Glenn Roeder á enn eftir aö vinna sinn fyrsta leik sem stjóri Norwich. Þrír sigrar í röð Alan Pardew og lærisveinar hans í Charlton hafa unnið þrjá leiki í röð og unnu 3-0 sigur á Cardiff um helgina. OAGUR SVEINN DAGBJARTSSON blaðamaður skrifar: dagum>d\/.is Charlton hefur unnið þrjá leiki í röð í næstefstu deild Englands eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð í októbermánuði. Á laugardaginn var Cardiff fórnarlambið, en lokatölur urðu 3-0 fyrir Charlton. Sam Sodje og Chris Iwelumo skoruðu sitt markið hvor í uppbótartíma í fyrri hálfleik gegn Cardiff. Það var svo Kínverjinn Zheng Zhi sem innsiglaði 3-0 sigur Charlton með marki tíu mínútum fyrir leikslok. Þrátt fyrir sigurinn segir Alan Pardew, stjóri Charlton, að mikil- vægt sé fyrir leikmenn liðsins að halda sig á jörðinni. Tvær vikur eru í næsta leik þar sem næsta helgi er landsleikjahelgi. „Það er mikilvægt fyrir öll lið, sérstaklega í þessari deild, að halda einbeitíngu eftir sigur eða tap og halda stanslausu flæði í liðinu. Við fórum ekki á taugum þegar við töp- uðum þessum þremur leikjum, við vorum ákveðnir og með jákvætt hugarfar. Við verðum að halda einbeitingu af því mín reynsla af þessari deild er sú að desember og janúar eru mjög mikilvægir mánuðir. Þetta tímabil hefur verið mjög flókið út af landsleikjum, sérstaklega út af þessum átta aukaleikjum. Það getur haft áhrif í lok tímabilsins," sagði Alan Pardew, sem hrósaði varnarmönnum sérstaklega eftir sigurinn á Cardiff. „Þegar Cardiff átti góðan kafla í leiknum lögðum við okkur alla fram og vörðumst mjög vel. Við hefðum ef til vill getað skorað fleiri mörk en ég er ánægður með úrslitin," sagði Pardew. Roeder enn án sigurs Norwich hefur enn ekki unnið leik frá því að Glenn Roeder tók við liðinu um síðustu mánaðamót. Norwich heimsótti Plymouth á laugardaginn og varð að sætta sig við 3-0 tap. Norwich hefur spilað þrjá leiki frá því Roeder tók við, gert eitt jafntefli, tapað tveimur og er enn í neðsta sæti deildarinnar. „Oft lærir maður meira um sína leikmenn í tapleikjum. Við höfum tapað tveimur leikjum, gegn Watford á heimavelli og þessum leik. Ég sé augljóslega hvaða verkefni ég hef tekið að mér. Ég er mjög jákvæður maður og ég hef trú á að ég geti snúið við blaðinu," sagði Roeder eftír tapið gegn Plymouth. Nágrannar Norwich í Ipswich unnu aftur á móti stórsigur á spútnikliði Bristol City. Lokatölur urðu 6-0, þar sem Jonathan Walters skoraði þrennu. Bristol City misstí mann af velli í stöðunni 2-0 þegar Bradley Orr var rekinn afvelli. Ipswich hefur nú unnið ellefu leiki á heimavelli í röð. Ipswich komst í 2-0 gegn Bristol City eftir fimmtán mínútur og Jim Magilton, stjóri Ipswich, sagði að það hefði verið mikilvægt að byrja leikinnvel. „Við vissum að við þyrftum að byrja vel og við máttum ekki leyfa þeim að komast inn í leikinn. Bristol City er ný- liði í deildinni og hefur staðið sig vel á útivöllum, en við byrjuðum mjög vel. Við létum boltann ganga vel á milli manna og þetta var góður dagur" sagði Magilton. Watford gerði jafntefli Topplið Watford varð að sætta sig við 2-2 jafntefli við Colchester á heimavelli sínum. Adrian Boothroyd, stjóri Watford, var samt sem áður ánægður með leik liðsins og sagði að liðið hefði bætti sig á ýmsum stöðum á vellinum eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. „Ef borin er saman spilamennska okkar þegar við vorum í úrvalsdeild- inni og spilamennska okkar núna erum við betri með boltann núna. Við erum að bæta okkur en það er enn nóg eftír," sagði Boothroyd, sem hrósaði einnig liði Colchester. „Þeir lém okkur hafa fyrir hlumn- um. Þeir voru vinnusamir og skipu- lagðir og lögðu sig ffam sem lið. Ég var vonsvikinn að vinna ekki leikinn en við getum aðeins kennt sjálfum okkur um." sagði Boothroyd. Reading og Arsenal mætast í síðasta leik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni: FABREGAS SEGIST EKKIVERA FRÁBÆR íslendingalið Reading fær Ars- enal í heimsókn á Madejski-völlinn í kvöld. Arsenal hefur farið mikinn það sem af er tímabilinu og er enn taplaust. Reading hefur leikið sex heima- leiki á tímabilinu til þessa, unnið fjóra og tapað tveimur. Brynjar Björn Gunnarsson hefur komið við sögu í öllum leikjum Reading á tímabilinu. fvar Ingimarsson hefur hins vegar átt erfitt með að vinna sér sætí í byrjun- arliðinu að undanförnu og ekki kom- ið við sögu í þremur síðustu leikjum liðsins. Cesc Fabregas hefiir hlotið mikið lof fyrir ffammistöðu sína á leiktíð- inni. Hann hefur skorað ellefu mörk í fimmtán leikjum, þar af sex í úrvals- deildinni. Fabregas hefur þar að auki gefið fimm stoðsendingar í ensku úr- valsdeildinni. Spánverjanum unga hefur ver- ið hrósað í hástert að undanförnu og margir segja hann vera ffábæran leikmann. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir hins vegar að leikmenn getí ekki talist frábærir fyrr en þeir vinni titla og Fabregas er sammála honum. „Ég er 100 prósent sammála hon- um. Ég get ekki sagt að ég sé frábær leikmaður. Ég segi líka alltaf hjá Ars- enal að við séum mjög gott lið, en ég get ekki sagt að við séum frábært lið. Þegar við vinnum eitthvað sem hópur getum við sagt að við séum ffábært iið, en á þessari stundu erum við aðeins gott lið," segir Fabregas, sem hefur unnið einn bikarmeistara- títíl með Arsenal frá því hann kom tíl félagsins árið 2003. „Það er aðeins hægt að segja að maður sé sigursæll þegar mað- ur hefur unnið títla. Þegar þú hefur unnið Evrópukeppni, heimsmeist- arakeppni, úrvalsdeildina, Meist- aradeildina getur þú sagt að þú sért sigursæll. Núna get ég ekki sagt neitt, ég hef aðeins unnið enska bikarinn," bættí Fabregas við. dagur@dv.is fOOS 33aM3VÓH ,St HUDAQUtíAM 0£ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 21 Engir hundar viðstaddir kynlífið Cheryl, eiginkona Ashleys Cole, leikmanns Chelsea, segir að bakvörður- inn knái geti ekki stundað kynlíf ef hundarþeirra séu á vettvangi. Cheryl, sem er söngkonai stúlknasveitinni Girls Aloud, segir að það slái Cole útaflaginuef chihuahua- hundar þeirra séu viðstaddir. „Þegar við stundum kynlífvill Ashley ekki hafa hundana í herberginu, hann vill ekki að þeir séu að horfa á," sagði Cheryl sem er nú ekki þekkt fyrir annað en segja það sem í huga hennar býr. Cole, sem er að ná sér af meiðslum, var valinn í enska landsliðshópinn á dögunum sem mætir Króatíu í lokaleik liðsins (undankeppni EM á næstu dögum Pirlo hafnaði Real Madrid Andrea Pirlo, leikmaður AC Milan, hefurgreintfrá því að Real Madrid hafi viljað fá hann sumarið 2006. Pirlo, sem var heimsmeistari með ítölum það sama sumar, var mikið orðaður við Real Madrid þetta umrædda sumar. „Sumarið 2006 hafði verið orðrómur um hugsanleg félagaskipti til Real Madrid. Þetta voru skrýtnar aðstæður því að þetta var í gangi á meðan hneykslismálið var en þetta endaði með því að ég var áfram," sagði Italinn Andrea Pirlo De Guzman til Chelsea? Avram Grant, stjóri Chelsea, vill fá Jonathan De Guzman, leikmann Feyenoord, til liðsins í félagaskipta- glugganum (janúar. Grant ertilbúinn að borga 8 milljónir punda fýrirþennan tvítuga miðjumann. Ef Grantfær Guzman til liðsins yrði hann fyrsti leikmaður- inn sem hann fengitil liðsins en Grant tók við liðinu á þessari leiktíð eftir að Jose Mourinho hætti hjá félaginu. Barton vill í landsliðið Joey Barton, leikmaður Newcastle, hefur ekki gefið upp alla von um að leika annan landsleiken þessi ólátabelgur hefur leikið einn landsleik fyrir England.„Enginn hefurmeiri vilja heldur en ég og ég myndi elska það að spila fyrir England allar stundir. Ef ég spila vel held ég að þeir geti ekki litið framhjá mér, ég vil vera hluti af hópnum á EM 2008 ef þeir komast þangað. Það eru ekki margir miðjumenn sem geta keppt við mig, Gerrard, Barry og Lampard og það eina sem ég þarf ertækifæri," sagði Barton. Enn meiðsli hjá West Ham West Ham verður án Lee Bowyer á næstu vikum sökum kviðslitaraðgerðar sem hann þarf að gangast undir ( næstu viku. Þetta er mikið áfall fýrir West Ham þar sem hann hefur spilað vel hjá Hömrunum að undanförnu og skoraði meðal annars tvö mörk gegn Derby um liðna helgi.„Því miður hefur hann þurftað spila í gegnum sársauka- þröskuldinn að undanförnu," segir Alan Curbishley framkvæmdastjóri West Ham. George McCarthy meiddist einnig i leiknum á móti Derby og þvi lengist enn á meiðslalistnum hjá liðinu en margir leikmenn liösins eiga við langtimameiðsli að stríða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.