Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER2007 Fókus DV n HVAÐ VEISTU? 1. Hvaða auðmaður ætlar að STYRKJA fSLENSKA FRAMLEIÐSLU á leiknu efni hjá RÚV? 2. Hvað heitir nýjasta bók ARNALDARINDRIÐASONAR? 3. Hvaða ástsæli ÓPERUSÖNGVARI þjóðarinnar lést á dögunum? NossNorynaNniA/GnD z TdvxsGavH z NossaNniA/Gno andioDaora • i Hljómsveitin Cold Front meö Björn Thoroddsen í broddi fylkingar sendi á dögunum frá sér diskinn Full House. Valinn maöur er i hverju rúmi i hljóm- sveitinni, og ekki sakaði aö upptökustjóri Bryans Adams kom að upptöku plötunnar nýju. BJORN THORODDSEN „Þetta er í rauninni mjög kanadiskt verkefni, en með mjög sterku íslensku innpútti." FULL HOUSE Oll lögin tíu á disknum eru eftir Björn. disknum sem djasskenndri instrúmental músík. „Og hún er rafmögnuð og melódískmyndi ég segja. Þessi diskur er allt öðruvísi en fýrsti diskurinn. Bæði er hljómsveitin orðin tvöfalt stærri, sex í stað þrír áður, og lögin eru rafmagnaðri," segir Björn en liðsaukinn bættist við Cold Front í sumar. Þar ber hæst píanistann Will Bonnes. „Hann er af mörgum talinn einn efnilegasti píanóleikari í Kanada í dag. Þetta er svona ungur ofviti. Hann er aiveg ótrúlega flinkur," segir Björn. Hinir tveir eru trommarinn Rob Siwik, sem meðal annars hefur spilað með djassstjörnum eins og Frank Poster, Bob Brookmeyer og Scott Hamilton, og saxófónleikarinn Jonathan Stevens. Fyrir voru Richard Gillis trompetleikari, sem stofnaði bandið með Birni á sínum tíma og er jafnframt stjórnandi stórsveitar Winnipeg-borgar, og kontrabassaleikarinn Steve Kirby. „Þetta eru allt mjög hátt skrifaðir tónlistarmenn í Kanada, algjörir toppspilarar. Ég er því í mjög góðum félagsskap," segir Björn. Upptökustjóri Bryans Adams Óll platan var tekin upp í Kanada. „Þetta er í rauninni mjög kanadískt verkefni, en með mjög sterku íslensku innpútti. Og þess má geta að við nutum aðstoðar upptökustjóra Bryans Adams," segir Björn í léttum dúr og bætir við að hann hafi notið dyggrar aðstoðar Atla Ásmundssonar, aðalræðismanns fslands í Kanada, og Lands- bankans. Hinir erlendu meðlimir Cold Front munu koma hingað til lands í janúar og ætlar hljómsveitin þá að troða upp á NASA. „Svo spilum við á djasshá- tíðum næsta sumar," segir Björn. „Slíkar hátíðir hafa verið aðalvettvangur okkar í gegnum tíðina." „Ég á öll lögin á disknum, enda er ég frekur," segir Björn Thoroddsen, gítarleikari og annar stofnenda íslensk-kanadísku hljómsveitarinnar Cold Front, sem á dögunum sendi frá sér disk- inn Full House. Þetta er þriðji diskur hljómsveit- arinnar, að meðtöldum jóladiski sem kom út fyrir tveimur árum, en fyrsti diskurinn, sem hét ein- faldlega Cold Front, var valinn besta frumsamda djassverkið á íslensku tónlistaverðlaununum þeg- ar hann kom út árið 2003. Djasskenndur instrúmental diskur Björn segir hina hljómsveitarmeðlimina sýna frekju hans mikinn skilning. „Við höfum gert mörg lög saman en vorum búnir að ákveða að hafa ákveðna línu á þessari plötu. Það atvikaðist svo þannig að það hentaði best að hafa þessi lög," útskýrir Björn. Hann lýsir tónlistinni á nýja Flestir kannast við Bókabfl- inn sem Borgarbókasafnið hef- ur starfrækt í áratugi. Það má segja að hann sé nú að eign- ast lítinn bróður því frá og með næstu áramótum verður svoköll- uðum Sögubíl ekið á milli leik- skóla borgarinnar og fleiri staða þar sem stoppað verður og börn- um boðið inn til að hlusta á sög- ur og frásagnir. Tilgangurinn er að þjálfa börn í að hlusta, taka þátt í umræðum, örva málvit- und og hugmyndaflug þeirra, auk þess sem samverustundin í bíln- um verður í senn skemmtun og fræðsla. Markhópurinn er börn á aldrinum 2 til 9 ára. Verkefnastjóri sögubflsins, María Pálsdóttir leikkona, og þrautreyndir barnabókaverðir munu skipuleggja dagskrá bíls- ins. Starfsmenn safnsins verða oftast í hlutverki sögumanns en einnig er gert ráð fyrir að sérstak- ir gestir líti í heimsókn, til dæmis rithöfundar eða aðrir sem hafa frá einhverju skemmtilegu og fróð- legu að segja. Sögubfllinn verður manngengur sendiferðabfll sem innréttaður verður með tilliti til huggulegrar sögustundar. Bókabíllinn, sem hefur nafn- ið Höfðingi, er fagurlega mynd- skreyttur af Gunnari Karlssyni. Samkeppni hefur nú verið aug- lýst meðal myndlistarmanna um skreytingar utan á Sögubflinn og rennur skilafrestur út 3. desem- ber. Tilkynnt verður um vinnings- hafa fyrir jól. Höfðingi Bókabllinn, sem nú kallast Höfðingi, hefur lengi glatt landsmenn með lestrarefni. Útsvar Batnandi Spurningaþátturinn Utsvar sem sýndur er á RÚV á föstudagskvöldum sækir á. Ég horfði á fyrsta þáttinn frá upphafi til enda og hef síðan séð hrafl, stundum megnið, úr einum og einum þætti. Það sem upp úr stóð eftír íyrsta þáttinn var hversu auðveldar spurningamar voru. Þær hafa þyngst hæfilega mikið og skemmtigildið aukist eftír því. Keppendur eru vitanlega misskemmtílegir og hnyttnir eins og gengur og gerist og er óneitanlega nokkuð sterk fylgni á milli „skemmtílegheita" og persónutöfra þeirra og skemmtígildis hvers þáttar. Þóra og Sigmundur, sem bæði horfði á Útsvar um helgina. eru afbragðssjónvarpsfólk, hafa slípast betur saman auk þess sem sjónvarpsvélamar em farnar að ná átakaaugnablikunum í bjöllubaráttunni við og við á filmu, það er þegar hlauparar liðanna freista þess að ná bjöllunni á nánast sama tíma. Áberandi brotalöm var á því í jómfrúrþættinum. Það er hins vegar borin von að mínu matí að Útsvar nái nokkum tímann hæðum Gettu betur, einfaldlega vegna miklu færri áhorfenda í saf og því er miklu minni stemning. Fyrir menntaskólanema er Gettu betur líka barátta upp á líf og dauða og spennustigið í salnum eftír því. Það er hins vegar ekld hægt að útiloka að spennustígið í Útsvari hækki eftír því sem lengra líður á og keppendur fara að sjá glitta í titflinn „fróðasta sveitarfélagið" ef slikur titill er þá yfirhöfuð .eftírsóknarverðuríþeirrahuga. . LAUGARDAGSLOGIIV Óþolandi auglýsingahlé Skemmtíþátturinn Laugardags- lögin hefur unnið á frá fyrstu þátt- unum. Þáttastjórnendur hafa oft passað betur saman og samræður þeirra em því miður bara ekki að gangaupp. Ragnhildur Steinunn leysir hlut- verk sitt vel að vanda en er pínu- lítið ofnotuð hjá RúV. Gísli virðist hins vegar of stressaður fyrir beina útsendingu. Tónlistarspekingamir eru þar að auki of ragir við að segja sitt álit og gefa afdráttarlaus svör. horfði á Laugar- dagslögin um helgina. Það sem dregur verulega úr stjömugjöfinni em blessuð aug- lýsingahléin sem RÚV-arar em famir að troða inn í dagskrárliði sína. Þessi hlé eru einfaldlega ekki boðleg. BOKABILLINN EIGNAST BROÐUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.