Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 Síðasten ekkisíst DV Bubbi Morthens á það sameiginlegt með Birni Inga Hrafnssyni að hafa mikinn áhuga á stangveiði. Björn Ingi á það sameiginlegt með Árna Johnsen að hafa unnið á Mogganum. Árni á það sameiginlegt með Hermanni Hreiðarssyni að vera Vestmannaeyingur. Hermann á það sameiginlegt með Steingrími J. Sigfússyni að vera mikill íþróttaáhugamaður. Steingrímur á það sameiginlegt með Steinunni Valdísi Óskarsdótt- urað sitja á Alþingi. Steinunn Valdís á það sameiginlegt með Unni Birnu Vilhjálmsdóttur að vera dökkhærð. Unnur Birna á það sameiginlegt með Bubba Morthens að vinna að sama sjónvarpsþætti og hann. NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DVÁDV.IS DVer aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr.á mánuði K0MEINS0G ÞRUMA ÚR HEIÐSKÍRU LOFTI Fallegasti staðurinn? „Ég myndi telja að það væri Álfa- skeið 26 í Hafnafirði en þar líður mér allra best." Hvernig tónlist hlustar þú á? „Ég hlusta nánast á alla tónlist, það er eiginlega engin tónlist sem ég hlusta ekki á núorðið." Uppáhaldshljómsveitin þín? „Þær skipta tugum ef ekki hundr- uðum. Sú hljómsveit sem mér hefur líklega þótt einna vænst um í gegnum tíðina er hljómsveitin Ham." Við hvað starfar þú? „Ég starfa sem verkstjóri á netdeild Morgunblaðsins ásamt því að skrifa um tónlist, tölvutækni, erlendar bók- menntir og mat fyrir Morgunblaðið." Hvenærfékkst þú fyrst áhuga á tónlist? „Það er mjög langt síðan það gerðist. Þegar ég var aðeins 7 ára fékk mikið dálæti á m'undu sinfóníu Beethovens og lærði Óðinn til gleðinnar sem hljómar í lokin utan að, varð þetta að gríðarlega miklum áhugamáli hjá mér á þessum tíma." Hvað er það besta sem er að gerast í íslenskri tónlist í dag? „Gróskan í íslenskri tónlist hefúr sennilega aldrei verið meiri en nú, fjölbreymi í tónlist hefúr aukist til muna. Það má segja að allir séu að spila allt." Finnst þér almennt góð umfjöllun um íslenska tónlist í fjölmiðlum í dag? „Nei, mér finnst hún ekki nógu mik- il. Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég byrjaði að fjalla um tónlist á sínum tíma. Hún hefur vissulega aukist mjög mikið sem er ánægjulegt en það er nauðsynlegt að gera betur." Hvað þýðingu hafa þessi verðlaun fyrir þig? „Þetta er mjög vinsamlegt og gott klapp á bakið og mikil hvatning. Það kemur mér alftaf jafnskemmtilega á óvart þegar ég kemst að því að fólk skuli lesa það sem ég skrifa." Áttir þú von á þessu? „Nei, þetta kom eins og þruma úr heiðskfru lofti." Færð þú aldrei leið á tónlist? „Nei, ekki enn, stundum finnst mér hins vegar mjög gott að hlusta á þögn- ina. Ég nýt þess að gera það þegar ég fer í fjallgöngur og á ferðalögum mín- um erlendis." Hvað erfram undan? „Meiri tónlist." Hver er þín fyrirmynd? „í blaðamennskunni myndi ég segja að það væri Eh'n Pálmadóttir, blaðakona á Morgunblaðinu, ég hef alltaf haft mikið dálæti á henni. Hvað tónlistina varðar get ég bara ekki svarað því." Hver er draumurinn? „Að heyra eitthvað nýtt." Hver er maðurinn? „Strákur úr Vesturbænum." Hver eru þín áhugamál? „Mín áhugamál eru tónlist, bók- menntir, tölvutækni, matur, útivist, ferðalög en auðvitað set ég fjölskyld- una ofar öllu." Aíi’i Hvað drífur þig áfram? „Forvimi." Bjarkarlaufið, viðurkenning Dags íslenskr- artónlistar, var afhent í fyrsta skipti nú fyrir helgi. Arni Matthíasson, blaðamað- ur á Morgunblaðinu, hlaut viðurkenning- una fýrir umfjöllun sína um íslenska tónlist. Hann segir gróskuna í íslenskri tónlist aldrei hafa verið meiri en nú. SA\I)KOK\ ■ Bókmenntakonan Kolbrún Bergþórsdóttir var viðstödd af- hendingu Bjarkarlaufsins á Silfr- inu í síðustu viku. Af vör- umhennar hrutu mörg gullkom að vanda. Þegar tónlistaijöf- urinn Jakob Frímann Magnússon sagði salnum ffá nærveru Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og aðstoðarmanns hans, Guð- mundar Steingrímssonar, með nokkru orðskrúði mátti merkja að Kolbrúnu var nokkuð misboðið. í framhaldinu sagði Jakob að næst- ir á svið væm Ljótu hálfvitarnir. Heyrðist þá Kolbrún segja stund- arhátt: „Nú, ég hélt að það hefði verið að kynna þá áðan.” ■ f kynningu sem Sýn spilaði fyrir leiki helgarinnar í enska boltanum er orðalag sem átti kannski ekki alveg við. Alla- vega ekki eftir leik Liverpool ogBesiktas í Meistara- deilidinni á þriðju- dag sem Púllararnir unnu 8-0. í kynning- unni sagði neftiilega eitthvað á þá leið að það verði fróðlegt að sjá hvort rauði herinn, eins og Liverpool er gjarnan kallað, ráði bót á markaleysi síðustu leikja í leik sínum um helgina. Fram að leiknum fræga gegn Besiktas hafði Liverpool nefni- lega gengið frekar illa að nýta færin. ■ Séð og heyrt er sigurvegari síðustu fjölmiðlakönnunar á lestri tímarita og má nýráð- inn ritstjóri, Eiríkur Jónsson, vel við una. Skemmti- ritið skýt- ur öllum aftur fyrir sig, meira að segja fríblöðum sem borin eru í hvert hús. Athyglisvert er að í aldurshópnum 20-40 ára eru yfirburðir Séð og heyrt miklir og í þeim hópi lesa fleiri Séð og heyrt en Moggann. Ljóst má vera að skemmtiritin eru ofarlega á baugi því um helg- ina frumsýndi Borgarleikhúsið revíuna Hér og nú sem byggist svo til alfarið á fyrirsögnum úr Séð og heyrt sem ríma eins og ljóð við samtímann. HINN DAGINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.