Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007
Fréttir DV
iiwyim ■! ■: a^pr.'
Átta mánaða
fangelsi fyrir
þjófnað
Hæstiréttur dæmdi á
fimmtudag Þór Rúnar Þórisson
í átta mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir þjóínað.
Héraðsdómur hafði dæmt
hann í átta mánaða fangelsi
og skyldu fimm mánuðir vera
skilorðsbundnirafrefsingunni. Þór
var sakfelldur fyrir nytjastuld en
hann tók biffeið í heimildarleysi og
ók henni þar til hann missti stjórn
á henni og hafnaði hún utan vegar
og gjöreyðilagðist Þá var hann
einnig sakfelldur fyrir þjófnað en
hann hafði stolið úr bifreiðinni
geislaspilara og MP3-spilara.
I ljósi upplýsinga um breyttar
fjölskylduaðstæöur hans og að
teknu tilliti til þess að hann hafði
bætt það tjón sem hann hafði
valdið, var faliist á að refsingin yrði
skilorðsbundin að öllu leyti.
Nauðgunarlyf
í föndurperlum
Lífshættulegar föndurperlur
hafa verið innkallaðar af
leikfangaversluninni Toys'R'Us.
Þær geta verið lífshættulegar
börnum séu þær gleyptar. Um er
að ræða föndurperlur sem eru
bleyttar til að þær festist saman.
1 erlendum fjölmiðlum hefur
komið fram að börn hafi veikst
alvarlega af þeim. Eftir rannsókn
kom í ljós efni sem skylt er
nauðgunarlyfinu GHB. Perlurnar
voru auglýstar í jólabæklingi
verslunarinnar sem hefur verið
dreift á heimili landsmanna. Því
er beint til viðskiptavina að skila
vörunni hið fýrsta.
Fangelsi fyrir
þjófnað og
ölvunarakstur
Kristján Hreinsson, 35 ára,
var á föstudag dæmdur í 40
daga fangelsi fýrir nytjastuld og
umferðarlagabrot. Kristján var
ákærður fyrir að hafa stolið bif-
reið á Selfossi 13. júlí í sumar og
ekið henni sviptur ökuréttindum
og undir áhrifum áfengis áleiðis
til Reykjavíkur. Kristján játaði
brot sitt skýlaust en hann hefur
áður gerst sekur um brot gegn
ávana- og fíkniefnalögum. Hon-
um var auk þess gert að greiða
hundrað þúsund krónur í sekt til
ríkissjóðs fyrir brotið, ella sæta
fangelsi í átta daga.
Vill frítt í strætó
Ármann Kr. Ólafsson,
stjórnarformaður Strætó bs.,
segir það varla borga sig að
rukka fargjald í stætisvagna
eftir að nemendur í ffamhalds-
skólum og háskólum fengu ff ítt
í strætisvagna. Ármann telur
að með gjaldfrjálsum strætó-
ferðum á höfuðborgarsvæð-
inu megi efla starfsemi Strætó
og fjölga farþegum umtalsvert.
Reynslan af gjaldffjálsum stræt-
isvögnum í öðrum bæjarfélög-
um, meðal annars á Akureyri,
hafi sýnt það.
Boðað verður til sérstaks borgarafundar í Hrísey vegna óánægju margra íbúanna með
hausaþurrkunarverksmiðju í eyjunni. Athugasemdafrestur rennur út í lok mánaðarins
og þá tekur heilbrigðisnefnd málið fyrir. Siglt verður með hausana i farþegaferjunni og
hafa íbúarnir áhyggjur af óþef og sóðaskap vegna starfseminnar.
4* <3
TRAUSTI HAFSTEINSSON
bladamadur skrifar: trausti&dv.is
Hríseyingar eru sumir æfir yfir fýrir-
hugaðri hausaþurrkunarverksmiðju í
eyjunni. Þar er fyrirhugað að verka 140
tonn af fiskhausum mánaðarlega og
stór hluti hráefnisins verður fluttur til
eyjarinnar með ferjunni. Auglýst hef-
ur verið eftir athugasemdum og frest-
ur til að skila þeim inn er til loka mán-
aðarins.
Það er fyrirtækið Eyfar ehf. sem
bæði sér um ferjureksturinn og ætí-
ar að reka hausaþurrkunarverksmiðj-
una. Verksmiðjan er áætíuð í húsnæði
nærri bryggjunni þar sem í dag er að
finna vörugeymslu Vegagerðarinnar.
íbúarnir hafa óskað eftir sérstökum
borgarafundi þar sem ræða á fyrirhug-
aða verksmiðju og óánægju íbúanna.
Þeir eru ósáttir við þefinn sem væntan-
lega mun stafa frá starfseminni, sóða-
skapinn um borð í ferjunni og neikvæð
áhrif sem verksmiðjan geti haft á upp-
byggingu ferðaþjónustu í Hrísey.
Hlustar ekki á kjaftæði
Birgir Sigurjónsson, útgerðar-
maður í Hrísey, hefur orðið var við
mikla óánægju meðal íbúanna.
Hann segir óánægjuna ekki snú-
ast um að íbúarnir séu mótfallnir
rekstraraðilunum heldur einung-
is hugmyndum um þurrkun haus-
anna. „Menn eru bullandi óánægð-
ir. Hagsmunir flestra íbúa eru í þá
veru að fá ekki þessa verksmiðju á
eyjuna. Alls staðar þar sem hausa-
þurrkun er hefur það verið stór-
vandamál. Vandinn eykst hjá okkur
því ofan á allt þarf að flytja meiri-
hluta úldins hráefnisins með far-
þegaferju og því fylgir alls konar
sóðaskapur og óhreinindi," segir
Birgir.
Smári Thorarensen, talsmaður
Eyfars, bendir á að hausaverkun
sé alls ekki ný af nálinni hér á
landi og skilur ekki óánægjuraddir
eyjarskeggja. Hann segir til standa
að ferja allt hráefni í aukaferðum
ferjunnar og telur starfsemina
verða til að auka áhuga erlendra
ferðamanna. „Við verðum að geta
„Vandinn eyksthjá okk-
ur því ofan á allt þarf
að flytja meirihluta úld-
ins hráefnisins með far-
þegaferju og því fylgir
alls konar sóðaskapur
og óhreinindi."
lifað. Hausaverksmiðjan er eina leiðin
sem við höfum til að hafa peninga út
úr. Mér finnst með ólíkindum að fólk
vilji standa í vegi fyrir því fáa jákvæða
sem fram undan er og við viljum keyra
þetta í gegn. Það hvarflar ekki að mér
að hlusta á svona kjaftæði og það
verður ekkert tillit tekið til óánægju
manna sem hafa ekki hugmynd um
hvað þeir tala um," segir Smári.
Á ekki heima á eyjunni
Bjami Jónasson, stjórnarformaður
Norðurskeljar, undirbýr krækl-
ingavinnslu til manneldis í öðrum
hluta hússins og sú starfsemi fer í
gang við fyrsta tækifæri. Hann óttast
að þessar tvær vinnslur fari ekki vel
saman í húsinu. „Formlega hefur
stjórnin ekki farið yfir málið en við
erum að skoða þetta út frá okkar hlið.
Það er ljóst að öll lyktarmengun sem
getur truflað okkar vinnslu er ekki
góð og hagsmunir okkar eru að geta
framleitt ómengaða vöru. Við óttumst
hættuna á því að starfsemi okkar fari
ekki saman með hinni," segir Bjami.
Á meðan Smári telur
hausaþurrkunina vekja áhuga
ferðamanna hefur Birgir áhyggjur
af því að hún fæli ferðamenn frá.
„Ólyktin verður það fyrsta sem fólk
mætir á eynni og í sama húsinu á að
rækta skelfisk til manneldis. Ég sé
heldur ekki hvernig þessi verksmiðja
getur farið saman með uppbyggingu
ferðaþjónustu og vistvæns samfélags.
Upplagið hjá þeim sem vilja reka
verksmiðjuna er að þeir sem em
ósáttir séu á móti starfsemi þeirra.
Það er alls ekki rétt, það er bara
hausaþurrkunin sem á ekki heima í
eyjunni."
Ágúst Ólafur Ágústsson vill að lögreglan fái að nota tálbeitur gegn barnaníðingum:
Gífurlequr fælinqarmáttur fyrir barnaníðinqa
Lögreglan mun fá heimild til
þess að beita tálbeitum til þess
að koma upp um barnaníðinga,
ef hugmyndir Ágústs Ólafs
Ágústssonar, þingmanns
Samfylkingarinnar, fá nægan
hljómgrunn á Alþingi. Ágúst
Ólafur hefur sent Birni Bjarnasyni
fyrirspurn á Alþingi þar sem hann
spyr hvort ráðherra sé tilbúinn
að beita sér fyrir heimild handa
lögreglu til að beita tálbeitum í
baráttu sinni gegn barnaníðingum.
Ágúst Ólafur telur nauðsynlegt
að auka réttarvernd barna í
samfélaginu og þetta sé ein leið
til þess. Til þess að lögreglan fengi
slíka heimild þyrfti lagabreyting á
Alþingi að eiga sér stað. „Varnar-
áhrifin og fælingarmátturinn
af slíkum lögum hlytu að verða
gífurleg," segir hann.
Samkvæmt núgildandi lögum er
ekki heimilt að nota tálbeitur gegn
barnaníðingum. Nokkrir meintir
barnaníðingar, sem féllu í gildru
fréttaskýringaþáttarins Kompáss,
voru sýknaðir fyrir héraðsdómi,
meðal annars með þeim rökum að
tálbeitur stæðust ekki lög. Ágúst
telur þó fleiri spurningar vakna
um hvort fjölmiðlar eigi að beita
tálbeitum líkt og Kompás gerði.
Ágúst Ólafur horfir meðal annars
til Evrópu þar sem lögreglu er víða
heimilt að notast við tálbeitur
með ágætum árangri. „Danir hafa
ftjálslegri löggjöf um tálbeitur og
ég get ímyndað mér að tilvist svona
lagaákvæðis myndi hafa það í för
með sér að þessir viðbjóðslegu
glæpamenn sem leita á böm geti
aldrei verið vissir um hvort þeir eru
að nálgast lögreglumann eða barn."
Ágúst Ólafur er jafnframt
bjartsýnn á að hann hafi stuðning
í þinginu við þessar hugmyndir.
„Eg held að fólk vilji almennt sjá
breytingar hvað þennan mála-
flokk varðar og ég held að flestir
þingmenn séu sammála. Ég
kalla eftir umræðu um þetta í
þinginu og vil heyra afstöðu dóms-
málaráðherra til þessarar hug-
myndar."
valgeir@dv.is
Ágúst Ólafur Ágústsson
„Ég get (myndað mér að tilvist svona
lagaákvæðis myndi hafa það í för með
sér að þessir viðbjóðslegu glæpamenn
sem leita á börn geti aldrei verið vissir
um hvort þeir eru að nálgast lögreglu-
mann eða barn."