Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007
Fréttir DV
Vilja fá múrinn
aftur í Berlín
Gleðin vegna niðurrifs
múrsins sem skildi að þýsku
ríkin var skammvinn. Samkvæmt
þýskri könnun vilja fleiri en
fimmti hver Þjóðverji að múrinn
verði endurreistur. Samkvæmt
könnuninni sagðist stærsti hluti
þeirra sem búa í vesturhluta
borgarinnar að þeir myndu
búa þar áfram ef múrinn yrði
endurreistur. Mikla undrun vakti
að þrjátíu og sex prósent þeirra
sem búa í austurhlutanum kysu
að búa þar áfram. NíuU'u prósent
af fyrrverandi íbúum Austur-
Berlínar telja að velferðarkerfið
í Austur-Þýskalandi hafi verið
betra en í Þýskalandi nútímans.
Vilji fýrir endurreisn múrsins er
jafnmikill í austri og vestri.
Öll trú velkomin,
bara ekki Falun
Gong
Orðromur þess efnis að
Bíblíur yrðu bannaðar á
ólympíuleikunum í Kína á
næsta ári olli þvílíku fári að
bandarískur þingmaður sá sig
knúinn til að hafa samband
við kínverska sendiherrann og
krefjast skýringar. Honum var tjáð
að enginn grundvöllur væri fyrir
orðróminum, hann væri að öllum
líkindum runninn undan rifjum
fólks sem vildi skaða leikana.
Framkvæmdastjóri leikanna,
Li Zhanjun, sagði að aðstaða
yrði fyrir trúariðkun kristinna,
múslíma, gyðinga, hindúa og
búddista í ólympíuþorpinu næsta
sumar. Umburðarlyndið tekur
ekki til Falun Gong sem er bannað
íKína.
Ómögulegt er að fullyrða um hvert fjöldamorðingjar eins og Pekka-Eric Auvinen sækja
hvatningu til voðaverka af því tagi sem hann framdi. Á netsíðu YouTube er hægt að horfa
á allt milli himins og jarðar og þar getur að líta myndskeið frá fjöldamorðunum í
Columbine-skólanum í Bandaríkjunum og ekki laust við að ódæðið sé á köflum upphafið.
FJÖLDAMORÐINGJAR
LIFAÁ NETINU
skólafjöldamorðingjar eiga sam-
eiginlegt; sjálfsmorð að loknu ódæði.
Erfitt er að gera sér í hugarlund að iðrun
sé hvati þeirra málalykta, öllu líklegra
að sá endir sé hluti af skipulaginu og
því sé fýlgt í þaula! Einhverra hluta
vegna myndi maður telja að það
væri meira í anda verknaðarins að
ganga út úr skólabyggingunni, bera
höfuðið hátt, byssa í einni hendi
og með hinni sýndur fingurinn.
Lokahnykkurinn yrði svona meira í
anda Bonnie og Clyde og síðan féllu
tjöldin. Einhver atburðarás sem gæfi
til kynna að tilgangur voðaverkanna
væri einhvers konar yfirlýsing, en
svo er ekki. Kannski eru þeir ungu
menn sem fremja fjöldamorð á
skólafélögum sínum einfaldlega
lífsleiðir auðnuleysingjar og ekkert
meira og ekkert minna og þeirra
ætti þar af leiðandi að minnast sem
slíkra. Þeir komast vissulega á spjöld
sögunnar en hverfa í skuggann af
mun afkastameiri fjöldamorðingjum
eins og Adolf Hitler og Jósef Stalín,
en þeir tveir ku víst hafa verið í miklu
uppáhaldi hjá Finnanum Pekka.
Nafh Pekka mun falla í gleymsku og
dá þegar fram líða stundir. Ættíngjar
fórnarlamba og jafnvel bæjarbúar
Tuusulu í Finnlandi munu reyndar
muna hann lengur en aðrir, en fýrr
eða síðar mun fennayfir hvort tveggja,
hann og verknaðinn. Eða hvað?
YouTube
Nútíminn býr yfir ótal
miðlunartækjum og í tilfelli Pekka-
Erics var það YouTube. Pekka hafði
margoft lýst yfir aðdáun sinni á Eric
Harris og Dylan Klebold, sem frömdu
fjöldamorðin í Columbine og Cho
Seung-Hui sem framdi fjöldamorðin
í Virginía Tech. Að hans matí höfðu
þeir unnið þarft verk. Hann leit upp til
þeirra sem beittu valdi til að koma á
skipulagi. Enda skipulagði hann verk
sitt eftir forskrift hinna bandarísku
átrúnaðargoða. Hann settí á netíð
myndskeið sem sýnir hann prófa vopn
sín og skilur eftir sig yfirlýsingu þar
sem hann hvemr allt „gáfað fólk" til að
gera uppreisn gegn kerfinu og endar á
því að segja að hann sé reiðubúinn til
að deyja fýrir málstaðinn.
Enn sem komið er er erfitt að
henda reiður á hver málstaður
Pekka-Eric var og hvernig barátta
gegn kerfinu snertir morðin sem
hann framdi. Þegar upp var staðið
var hann búina að brenna allar
brýr að baki sér fyrir málstað sem
er sveipaður hulu öllum öðrum en
honum sjálfum.
Eftir að Pekka-Eric framdi ódæðið
þurfti að rýma tvo finnska skóla
vegna hótana og viðvarana um að
yfirvofandi væru álíkaverknaðir. Þær
hótanir birtust á netinu, en þar virðist
þrífast athvarf og samfélag manna
sem ekki ganga heilir til skógar að
þessu leyti. Þar er hægt að horfa á
myndskeið úr eftirlitsmyndavélum
Columbine-skólans, sem sýna
óhugnaðinn undir þrumandi tón-
list þýsku hljómsveitarinnar Ramm-
stein, líkt og ofbeldið sé hafið upp á
æðra plan. Á YouTube lifir minning
ódæðismannanna, þegar best færi
að þeir féllu í gleymsku og dá, og
þar finna jafnvel líkt þenkjandi,
ráðvilltir einstaklingar hvatningu til
voðaverka af svipuðum toga.
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
bladamodut skrifai: kolbeinn@dv.ls
Að fremja fjöldamorð í skóla virðist
vera nýjasta æðið. Sífellt skemmri
tími líður nú á milli ódæðisverka af
því tagi. Eðli málsins samkvæmt hafa
Bandaríkjamenn verið stórtækastir
í þeim efnum. Aðrar þjóðir hafa
notið þess að skotvopnalöggjöf
gerir borgurum efiðara um vik að
útvega vopn til voðaverka af þessum
toga, en hafa nú tekið við sér. Sífellt
færast verknaðir af þessu tagi nær
okkar ástkæru fósturjörð og síðasta
dæmið átti sér stað í menntaskóla í
Finnlandi. Það fólk sem allajafna telst
venjulegt getur með engu móti skilið
hvað þeim gengur til sem fremja slíkt
ódæði. í allflestum tilfellum síðari
ára hafa ódæðismennirnir skipulagt
verknaðinn í þaula, dregið upp kort af
skólabyggingum og gengið skipulega
til verks hinn örlagaríka dag.
Fómarlömbin virðast vera valin af
handahófi og markmiðið virðist vera
að ná sem flestum. Það sem einkennir
þá sem morðin fremja virðist í fljótu
bragði vera, að þeir hafa með öllu
slitið öll tengsl við umhverfi sitt,
skólafélaga og ættingja. Þeim er sama
hver verður fyrir kúlum byssna þeirra;
samnemendur og bekkjarfélagar,
sem hafa jafnvel verið þeirra bestu
vinir allt frá bamæsku, eða kennarar
og annað starfsfólk skólans. Að því
leytinu til er erfitt að sjá að morðin
séu uppreisn gegn kerfinu, því þá
yrði eðlilegt að skotmörkin væm fyrst
og ffernst kennarar og skólastjóri, en
ekki samnemendur sem strangt til
tekið ættu að teljast til sama hóps og
morðinginn.
Sjálfsmorð að loknum verknaði
Nýjasta dæmið um fjöldamorð
í skóla átti sér stað í Jokela-
menntaskólanum í finnska bænum
Tuusulu. Ódæðismaðurinn varPekka-
Eric Auvinen, átján ára nemandi við
skólann. Þegar yfir lauk hafði hann
myrt átta manns í skólanum og að
því loknu reynt að fremja sjálfsmorð.
Það tókst ekki að fullu því hann tórði
eitthvað ffarn eftir kvöldi.
Þá komum við að öðm sem
Bjóðum bæði upp á Brasilískt vax og Hollywood vax
15 % kynningarafsláttur af fyrstu komu til 1 Des.
Minnum á nýja og endurbætta heimasíðu á www.snyrtihornid.is
SNYRTIHORNIÐ
Miðvangi 41 I Hafnarfirði I Sími: 552 1200
Kynnum vinsælasta vaxið í dag
Sársaukaminna SÚKKULAÐIVAX
Stórkostlegt umhverfisslys átti sér stað á Svartahafi:
Olíuskip brotnaði ítvennt
Rússneskt olíuskip brotnaði
í tvennt í miklum stormi á
hafsvæðinu milli Krímskaga og
Rússlands. Um fjögur þúsund tonn
af olíu voru um borð í skipinu og
fór stór hluti olíunnar strax í sjóinn.
Skipið var statt á sundinu sem skilur
að Úkraínu og Rússland, í grennd
við Svartahaf, á sunnudagsmorgni
þegar það brotnaði eftir að brotsjór
gekk yfir skipið.
Rússneskir embættismenn segja
að um gríðarlegt umhverfissfys sé
að ræða sem muni taka mörg ár að
bæta úr. Þrettán manna áhöfn var
um borð í skipinu og gerði veður-
hamurinn björgun erfiðari en ella.
Skipið er í eigu rússneska fyrirtæk-
isins Volganeft og lá við akkeri þeg-
ar brotið reið yfir. Olían mun sökkva
til botns og ógna þar öllu líffíki og
sagði embættismaður rússnesku
Olíuflutningaskipið Prestige Sekkur
undan ströndum Spánar 2002.
umhverfisverndarstofnunarinnar,
Rosprirodnadzor, að þarna væri að
ferðinni mjög alvarlegt umhverf-
isslys.
Lítið í samanburði
Rússneska olíuskipið var á leið frá
Samara í Rússlandi til hafnar í Úkr-
aínu þegar óhappið átti sér stað. Á
svipuðum slóðum sökk annað frakt-
skip og var níu manna áhöfn bjargað.
Það skip flutti um tvö þúsund tonn af
brennisteini.
Engin áhöld eru um slæmar afleið-
ingar sfyssins fyrir lífrfldð á hafsvæð-
inu. Olíumagnið sem um ræðir er þó
smáræði í samanburði við það sem
fór f sjóinn úti fyrir Spáni í nóvember
2005. Þá runnu úr olíuskipi í sjóinn
um sextíu og fjögur tonn af olíu, með
þeim afleiðingum að mikið tjón varð
við strendur í nágrenninu.