Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Blaðsíða 32
 FRÉTTASKOT 5 1 2 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónurfyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 ■ DAGBLAÐIÐ VÍSIR STOFNAÐ 1910 m * lögreglam Sofandi úti í vegkanti Lögreglan á Blönduósi fékk til- kynningu um útafakstur á Vatnsvegi norðan við Hvammstanga í gær- morgun. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist ökumaðurinn í bílnum vera sofandi úti í vegkanti og er grunaður um ölvunarakstur. Maðurinn sem er á tvítugsaldri var yfirheyrður í gær en ekki liggur fyrir hvort hann hafi misst stjórn á bílnum eða ekki hætt sér lengra. Bifreið mannsins er nokkuð skemmd. Kvótiáferða- mannafisk Ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða ferðamönnum upp á sjóveiði þurfa framvegis að hafa kvótaheimildir. Sú breyting verður ef lagafrumvarp Einars Kr. Guðfinnssonar nær fram að ganga. Áður voru veiðar ferðamanna flokkaðar sem tómstundaveiðar en samkvæmt frumvarpinu breytast þær í veiðar í atvinnuskyni. Fyrir vikið flokkast sjóstangaveiði erlendra ferðamanna sem atvinnuveiðar og fyrirtæki sem bjóða upp á þá iðju þurfa aflaheimildir. Marðist á pung Kona var á föstudag sýknuð af ákæru fyrir að hafa ráðist á karlmann í Vestmannaeyjum sumarið 2005. Atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Prófastinum. Maðurinn hafði reynt að stöðva rifrildi milli konunnar og unnustu hans þegar konan sparkaði af miklu afli í pung mannsins. Maðurinn hafði haldið konunni en hún brást við með því að sparka í hann af miklu afli. Við það hneig hann niður og missti andann en hann hlaut meðal annars mar á pung, pissaði blóðlituðu þvagi og hafði eymsli í hægri eistalyppu. Var það niðurstaða dómsins að konan hefði verið að reyna losna úr hálstaki mannsins og því hefði verið um ósjálfráð viðbrögð að ræða. Er bankastjórinn á sóknartaxta? Nemandi í sjötta bekk fótbraut starfsmann í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri: NEMANDIFÓTBRAUT STARFSMANN SKÓLA I VALGEIR ÖRN RAGNARSSON ,5 ^ 1 bladamaður skrifar: valgeir@dv £ Nemandi í sjötta bekk réðst í síðustu viku á konu sem starfar í Bamaskól- anum á Eyrarbakka og Stokkseyri með þeim afleiðingum að hún fótbrotn- aði mjög illa og þurfti að flytja hana á sjúkrahús í Reykjavík. Eftir árásina verður hún ffá vinnu um ótiltekinn tíma. Drengurinn, sem er fyrrverandi nemandi í skólanum, var sendur í skóla í Gaulverjabæ vegna endurtek- inna agabrota. Gaulverjaskóli tekur tímabundið við börnum af Suður- landi sem eiga við mikil agavandamál að stríða. Samhliða námi í skólanum er lögð rík áhersla á agastjórnun sam- kvæmt svokölluðu art-kerfl sem not- að er til að hjálpa börnum sem eiga við agavandamál að stríða. Heimsótti gamia skólafélaga Nemendur úr Gaulverjaskóla sækja skólasund einu sinni í viku í sundlauginni á Stokkseyri sem er á sömu lóð og Barnaskólinn. Að loknu skólasundi heimsótti drengurinn skólafélaga sína. Þegar frímínútum var lokið og kennsla átti að hefjast á ný, sendi Guðbjört Einarsdóttir, skólavörður í barnaskólanum, drenginn út úr húsinu. Samkvæmt heimildum DV brást drengurinn mjög illa við því og þegar Guðbört ætlaði að skerast í leikinn í anddyri skólans sparkaði drengurinn mjög fast í Guðbjörtu með þeim afleið- ingum að hún brotnaði mjög illa á fæti. Stokkseyri Drengurinn sparkaði í konuna svo hún fótbrotnaði illa. Guðbjört staðfesti við DV að hún hefði fótbrotnað illa og væri óvinnu- fær en kvaðst vinnu sinnar vegna ekki vilja tjá sig frekar um atvikið. Hún sagðist ekki heldur vilja tjá sig um hversu lengi hún kynni að verða frá vegna meiðslanna. Baðst fyrirgefningar Böðvar Bjarki Þorsteinsson, að- stoðarskólastjóri í Barnaskólanum, segir mál af þessu tagi vera afar við- kvæm. „Það sem þama gerist er að nemandi á miðstigi missir sig með sína Mðan og þegar verið er að skakka leikinn vill svo óheppilega til að hon- um tekst að sparka í skólavörð þannig að hún var fótbrotin á eftir og þurfti eðlilega að fara á spítala." Böðvar segir það þekkt innan skólakerfisins að nemendur leggi til starfsmanna en mjög sjaldgæft sé að það gerist með jafnalvarlegum afleið- ingum. Um líkamsárásir innan veggja skólans segir Böðvar Bjarki að almennt séu þær kærðar til lögreglu. „Hvert mál fer eftir eðU atviksins og þetta mál fer í sinn eðlilega farveg í kerfinu." Böðvar leggur mikla áherslu á að starfið í Gaulverjaskóla hafi hins vegar gert drengnum mjög gott og hann hafi sýnt framfarir, þrátt fyrir þetta atvik. „Drengurinn er búinn að heimsækja hana og biðja hana fyrirgefhingar" Stóð við sitt Guðni Bergsson lofaði fyrir tveimur vikum að taka 10 armbeygjur ef hans menn í Bolton sigruðu ekki Aston Villa. Guðni þurfti að standa viðstóru orðin er Bolton náði aðeins jafntefli í leiknum og leysti hann verkefniðfagmannlega. DVmyndArnar Æðsti stjórnandi Sparisjóðs VestQarða gengur í öll verk: Sparisjóðsstjóri í ræstingum Angantýr Jónasson, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Vestfjarða, hefur vak- ið nokló'a athygli í höfuðstöðvunum á Þingeyri fyrir að ganga óhikað til ijöl- breyttra starfa innan Sparisjóðsins. Samhliða því að gegna ábyrgðarmiklu starfi sem sparisjóðsstjóri, hefur hann eúinig sinnt ræstingum í útibúinu sem hann stýrir. Angantýr sinnir þó ekki ræstingunum daglega heldur hefur hann af og til leyst aðra af þegar svo hefur borið undir. Þegar DV ræddi við Angantý hló hann við og svaraði því af hógværð að í litlum plássum væri það þannig að menn gengju til þeirra verka sem þyrfti að leysa hverju sinni. Angantýr telur það ekki óvanalegt fyrir mann í hans stöðu að að leysa af í ræstingum og hugsar ekki mikið um þá ímynd sem áhrifamenn í fjármálaheiminum kunna að hafa meðal almennings. „Það er nú bara þannig úti á landi að maður leysir af í þeMn störfum sem vantar í. Ég hef farið í fjölbreytt störf fyrir vestan og það breytir engu þótt ég sé sparisjóðsstjóri. Ég hef farið í landanM þegar stórir skuttogarar hafa landað hér á ÞMigeyri. Ég hef einnig farið í rusfið þegar það vantaði," segMhann. Sparisjóður Vestfjarða starffældr átta útibú í landshlutanum og því hefur Angantýr í mörg hom að líta. „Það má líkja þessu við félagsmálMi, þegar fólkinu fækkar verða aðrir að sjá um hlutina. Ég hef skúrað svona tilfallandi Þingeyri (litlum þorpum ganga menn úr öllum þrepum samfélagsins í þau verk sem þarfað vinna. þegar þess hefur verið þörf," segM hann. Til stendur að ráða starfsmenn í ræstingar í útibúMiu, en í milMtíðinni veigrar Angantýr sér ekki við að hlaupa í skarðið. „Það er bara hluti af Mfinu að gera þetta." valgeir@dv.is Jónasá Kvíabryggju Jónas Garðarsson, formað- ur Sjómannafélags Reykjavíkur, hefur hafið afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju á þriggja ára fang- elsisdómi sem hann hlaut fyrir að verða valdur að mannsbana þeg- ar skemmtibáturinn Harpa steytti á Skarfaskeri árið 2005. Jónas hefur látið tímabundið af störfum sem fulltrúi íslands í Alþjóðaflutningaverkamannas ambandinu, ITF, á meðan hann afþlánar fangelsisdóm sinn. Haldið sofandi Annar mannanna sem slösuðust alvarlega í bílveltu við Ásólfsskála austan við Markarfljót í gærmorgun liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Borgarspítalans í Fossvogi og er honum haldið sofandi í öndunarvél. Vakthafandi læknir á gjörgæslu vildi ekki segja mikið um áverka mannsins annað en að hann væri alvarlega slasaður og að honum væri haldið sofandi í öndunarvél. MennMnir sem eru um fertugut voru á ferð á jeppa með þungt fjórhjól en lentu utan vegar á Suðurlandsvegi snemma á laugadagsmorgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.