Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 Sport DV Chelsea missti unninn leik niður í jafntefli á lokamínútunum. Tim Cahill skoraði glæsilegt jöfnunarmark fyrir Everton úr hjólhestaspyrnu á 90. mínútu. Drogba í ham Didier Drogba skoraði markog spilaði vel. VIÐAR GUÐJÓNSSON bladamadur skrifar: vidar@dv,is K Tim Cahill skoraði glæsilegt jöfnunarmark á 90. mínútu og tryggði Everton jafntefli á útivelli gegn Chelsea á Stamford Bridge. Leikmenn Chelsea voru betri í leiknum en góður leikur Tims Howard markvarðar auk mikils vilja leikmanna Everton leiddu til þess að liðið náði að jafna leikinn undir lokin oglokatölur urðu 1-1. Chelsea hafði ekki fengið á sig mark í deildinni síðan 23. septemb- er þegar Cahill skoraði en leikmenn liðsins áttu að vera búnir að gera út um leikinn þegar Everton jafnaði. Fyrri hálfleikur var að mestu ein- stefna að marki Everton þó Chelsea- mönnum hafl gengið illa að skapa sér góð færi framan af. Fyrsta færið átti að vísu hinn smávaxni Stephen Pienaar í liði Everton en hann hitti ekki knött- inn í upplögðu færi í teignum. Það að hitta ekki knöttinn virtist vera smitandi því stuttu síðar fékk Didier Drogba algjört dauðafæri á markteig eftir sendingu frá Shaun Wright Phillips. Ekki vildi bemr til en svo að Drogba hitti ekki knöttinn sem skoppaði í rólegheitum framhjá honum. Chelsea-menn áttu nokkur tækifæri til þess að skora áður en flautað var til hálfleiks. Glæsilegt mark hjá Cahill Leikmenn Everton prísuðu sig sæla með jafha stöðu í hálfleik en allan leikinn var ljóst að liðið kom á Stamford Bridge til þess að verja markið og halda jafnteflinu. f hálfleik gerði David Moyes breyt- ingar á sínu liði sem skiluðu árangri og Chelsea hafði ekki jafnmikla yfir- burði og í fyrri hálfleik. Það kom þó ekki í veg fyrir að Chelsea skoraði fyrsta markið á 70. mínútu. Þar var að verki Didier Drogba með skalla eftir hornspyrnu. Fílabeinsstrendingurinn læddi sér fram fyrir varnarmenn Everton á nærstöng og skallaði knöttinn í netið. Allt benti til þess að þetta myndi duga Chelsea-mönnum sem lentu í litlum vandræðum með máttlaus- ar sóknaraðgerðir Everton. Helst var lífsmark með James Mc Fadd- en, Skotanum knáa í liði Evert- on. Hann var maðurinn á bak við jöfnunarmark Everton. Átti skot að marki sem fór í Tim Cahill og upp í loft, Cahill var ekkert að tvínóna við hlutina og skaut knettinum í netið úr hjólhestaspyrnu, sannarlega lag- legt mark og þar við sat. Einn af bestu leikjum okkar Chelsea er eftir sem áður í þriðja sæti í deildinni en Avram Grant, framkvæmdastjóri Chelsea, var jákvæður þrátt fyrir jafnteflið.„Þetta var einn af okkar bestu leikjum. Við spiluðum mjög góðan fótbolta, fengum fullt af góðum færum en þeir skoruðu úr eina færi sínu. Það mikilvægasta er samt að við sköpuðum okkur fullt af færum og ef við höldum áfram að gera það erum við á réttri leið með liðið." David Moyes var afar sáttur við stigið í lok leiks. „I fyrri hálfleik áttu þeir nokkur góð færi en við feng- um einnig gott færi. í seinni hálfleik gerðum við breytingar á liði okkar og náðum betri tökum á leiknum. Fyr- ir vikið vorum við alltaf inni í leikn- um og staðráðnir í að standa okk- ur. Við vorum með leikmenn inni á vellinum sem geta skorað mörk og Cahill er einn þeirra. Hann sýndi enn og aftur hvers hann er megnug- ur. McFadden var einnig góður og breytti miklu. Við vorum hugrakkir og fengum það sem við áttum skil- ið," sagði Moyes. 64% MEfi BOLTANN 36% 21 SKOTAÐMARKI 7 7 SKOTÁMARK 1 3 RANGSTÖÐUR 1 9 HORNSPYRNUR 1 13 AUKASPYRNUR 18 3 GULSPJÖLD 1 0 RAUÐSPJÖLD 0 ÁH0RFENDUR:41.683 Cudicini, Belletti, Alex, Carvalho (Ben-Haim 29.), Bridge, Bsien, Wright-Phillips (Kalou 64.), Obi, Lampard,JoeCole,Drogba. Howard, Hibbert, Yobo, Lescott, Nuno Valente, Pienaar, Carsley (Gravesen 76.), Neville (Mcfadden 46.), Osman, Cahill, Yakubu(Anichebe46.). MAÐUR LEIKSINS fim Howard, Everton Sá besti! Sá flottastil Nýbók um undrabarnið Cristiano Ronaldo Þessa bók verða allir knattspyrnu- fíklar að eigal BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Wayne Rooney verður frá æfingum og keppni í allt að fjórar vikur: ROONEY MEIDDIST f SKALLATENNIS Wayne Rooney verður frá keppni næstu fjórar vikurnar eftir að hafa meiðst á ökkla á æfingu þegar hann var að leika sér í skallatennis. Flækti þá fótinn í netinu og sagði sir Alex Ferguson að slysið hefði verið fárán- legt. „Þetta er áfall fyrir okkur en við vonum að hann verði kominn aftur eftir fjórar vikur. Hann er búinn að vera sjóðheitur að undanfömu en svona er boltinn. Hann missir af leikj- um okkar gegn Blackburn og Bolton en landsliðið mun líka sakna hans." Rooney hefur skorað sjö mörk í síðustu átta leikjum og verið sjóð- andi heitur. Hann missir einnig af landsleiknum mikilvæga hjá Eng- lendingum gegn Króötum á Wemb- ley. Sá leikur sker úr um hvort Eng- lendingar komast í Evrópukeppnina á næsta ári. Rooney var valinn leikmað- ur októbermánaðar og voru aðeins liðnar 45 mínútur frá því hann tók við viðurkenningunni þangað til hann meiddist. Þetta er í annað sinn sem Rooney á lengi í meiðslum það sem af er tímabilinu. Hann meiddist í fyrsta leiknum gegn Reading og var frá í 6 vikur. Brotthvarf Rooneys þýðir að Luis Saha verður að reyna að halda sér heilum. Meiðslasaga Saha er með ólíkindum og hann hefur aðeins spilað 108 leiki með Manchester United frá því hann kom árið 2004. Saha hefur sýnt það að hann getur skorað mörk. Hann er sterkur í loft- inu, góður skotmaður og er dugleg- ur að finna samherja. Sending hans á Patrice Evra gegn Arsenal sem leiddi til marks Ronaldos segir allt sem segja þarf um að Saha geti vel fyllt það skarð sem Rooney skilur eftir sig. benni@dv.is Klaufi Wayne Rooney sneri sig illa á ökkla í skallatennis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.