Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Blaðsíða 13
DV Sport
MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 13
tlCKl?
vn0r PRBMÍVf'tM rr Pl IDAOI M/tÁM Ct
Fernando Torres og Steven
Gerrard Fagna marki þess
síðarnefnda.
Torres og Gerrard björg-
uöu Liverpool undir lok
leiksins gegn Fulham en
Anti Niemi hafði varið eins
og berserkur og bjargað
Fulham framan af leik.
Liverpool-menn voru mun
sterkari aðilinn í leiknum og sóttu
nánast linnulaust að marki Fulham.
Peter Crouch átti hættulegasta færi
fyrri hálfleiksins þegar hann skall-
aði í slána. Stuttu áður þurfti Anti
Niemi að taka á honum stóra sínum
þegar Finninn Sami Hypia skaut að
marki. Hvorugu liðinu tókst hins
vegar að skora í fyrri hálfleik.
Þegar 10 mínútur voru liðnar
af síðari hálfleik fékk Liverpool
aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, Fab-
io Aurelio tók spyrnuna sem var
góð en Anti Niemi varði út í teiginn
þar sem Yossi Benayoun var en
hann skaut yfir markið. Niemi hélt
áfram að verja frá leikmönnum
Liverpool.
Hann kom hins vegar eng-
um vörnum við á 81. mínútu þeg-
ar varamaðurinn Fernando Torres
skoraði fyrsta mark leiksins. Pepe
Reina sparkaði fram völlinn beint á
Torres sem tók á móti boltanum og
lék á varnarmann Fulham og lagði
Víti Eða ekki vfti?
boltann framhjá Niemi sem var
frosinn á línunni.
Fjórum mínútum síðar fengu
leikmenn Liverpool dæmda víta-
spyrnu þegar Carlos Bocanegra
braut á Peter Crouch en brotið virt-
ist þó vera fyrir utan teig. Á punkt-
inn steig fyrirliðinn Steven Gerrard
sem skoraði örugglega og þar við
sat.
Stuðningsmenn Liverpool
ánægðir í 10 till 5 daga
Rafa Benitez, stjóri Liverpool,
hrósaði Anti Niemi, markverði
Fulham, eftir leikinn. „Markvörður
þeirra átti mjög góðan leik en við
sköpuðum færi og í lokin hefðum
við getað skorað fleiri mörk af
því að þeir voru byrjaðir að opna
sig. Við vissum að Fulham myndi
leggja hart að sér en við þurftum
að halda áfram að senda boltann
og reyna að vinna okkar vinnu.
Það er alltaf mikilvægt að vinna en
sérstaklega þegar það eru 10 til 15
dagar í næsta leik, svo okkar fólk
getur verið ánægt að minnsta kosti
í 10 til 15 daga," sagði Rafa Benitez,
stjóri Liverpool, eftir leikinn á
laugardag.
Yossi Benayoun meiddist
í leiknum og þarf að fara í
myndatöku, ólíklegt er að hann geti
leikið með ísrael í vikunni þegar
liðið mætir Rússum í mikilvægum
leik fyrir Englendinga. „Yossi varð
fyrir meiðslum og það er ólíklegt
að hann geti leikið með landsliði
sínu," sagði Rafa Benitez.
Sanchez ánægður með
spilamennskuna
Lawrie Sanchez, stjóri Fulham,
var ánægður með spilamennsku
sinna manna. „Mér fannst við gera
vel í síðari hálfleik en vandamálið
var að við náðum ekki að sækja hratt
á þá þrátt fyrir að við hefðum varist
vel. Við erum ekki lélegt lið en við
erum ekki það góðir að við getum
haldið okkur á floti gegn Liverpool í
90 mínútur. Ef ég lít yfir allan leikinn
er ég ánægður með frammistöðuna.
Við vitum að þegar þú mætir liði eins
og þessu getur það slátrað þér en við
héldum í við þá þangað til í lokin,"
sagði Sanches.
Torres var munurinn
Peter Crouch, framheiji Liverpool,
sagði að Femando Torres hefði verið
munurinn á liðunum í leiknum.
Torres kom inn á sem varamaður
á 70. mínútu og skoraði fyrra mark
Liverpool 11 mínútum síðar. „Við
erum með mikil gæði í okkar
Tofres81., GerrardvitiSS.
66% MEÐ BOLTANN 34%
SKOTAÐMARKI
SKOTÁMARK
RANGSTÖÐUR
HORNSPYRNUR
AUKASPYRNUR
GULSPJÖLD
RAUÐ SPJÖLD
ÁHORFENDUR: 43.073
Reina, Arbeloa, Carragher,
Hyypia, Aurelio, Benayoun,
Mascherano (Lucas 81.), Gerrard,
Riise (Babel 62.), Voronin (Torres
70.), Crouch.
Niemi, Baird, Hughes, Stefanovic,
Bocanegra, Davies, Davis,
Murphy, Dempsey (Kamara 69.),
Kuqi, Healy (Bouazza 60.).
KfilW r Antti Niemi, Fulham
leikmannahópi og mér fannst allir
leikmenn gera vel í dag en þegar
Torres kom inn á bauð hann upp á
eitthvað öðmvísi. Þaðverðuraðhrósa
honum fyrir markið sem opnaði allt
fyrir okkur," sagði Peter Crouch. hsj
r
Jólin koma snemma í ár.
Uertu á undan jólasveininum....
Manchester united
Mikið ún/al af
éóöri gjafauöru
fyrir jóíin
M ÍSxQð aCMilan
eötuskór
www.joiutherji.is
KNATTSPYRNUVERSLUN *
Ármúla 36 - s. 588 1560
SAMSUNG
mobiU
á I