Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Blaðsíða 23
DV Sport MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 23 Stjarnan er úr leik í Evrópukeppninni í handbolta eftir 30-29 tap á heimavelli gegn franska liðinu Mios Biganos. Stjörnustúlkur þurftu að vinna með tveimur mörkum til að komast áfram en voru sjálfum sér verstar, voru skelfilegar í fyrri hálfleik og máttu þakka fyrir að vera aðeins 9 mörkum undir þegar fyrri hálfleik lauk. BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON bladcimadur skrifar: benni@d\ íslandsmeistarar Stjörnunnar eru úr leik í EHF-bikarnum í handknatt- leik kvenna eftir tap gegn franska lið- inu U.S. Mios Biganos, 29-30, í síðari viðureign liðanna í 32 liða úrslitum keppninnar sem fram fór í Mýrinni. Frakkarnir unnu fyrri leikinn einnig með eins marks mun, 27-26. Fyrri hálfleikur var undarlegur í meira lagi. Stjaman skoraði fyrsta markið í leiknum en síðan gerðist eitthvað sem leikmenn verða að eiga við sjálfa sig. Leikur liðsins hrundi og meðalgott Mios-lið hóf stórsókn. Að- alsteinn Eyjólfsson, þjálfari liðsins, tók leikhlé í stöðunni 6-3 fyrir Mios og brýndi verkefni dagsins fýrir sínum leikmönnum. Orð hans fóru inn um annað og út um hitt því leikur liðsins skánaði ekkert. Það einfaidiega hrundi og hafði enga trú á því sem fýrir það var lagt. Vamarleikurinn var í molum, franska liðið gat skorað mikið úr iang- skotum og sóknarleikur Stjömunnar var hægur, tilviljanakenndur og ein- faidiega slakur. Franska liðið skoraði hvert markið á fætur öðru og þegar íýrrihálfleiklaukvarstaðan 19-10. Aðalsteinn hefur væntanlega tekið hárþurkkumeðferðina góðu í hálflleiknum því allt annað var að sjá til liðsins í síðari hálfleik. Islandsmeistararnir fóm að nenna að hreyfa sig, settu aukinn kraft og fóm loksins að sjá að þær em með betra lið. Smátt og smátt minnkaði forystan og áhorfendur hrifust með. Með dyggum stuðningi frá þeim fór leikurinn að snúast og hrokafullir leikmenn Mios-liðsins fóru að gera sig seka um mistök. Florentina Grecu, markvörður Stjömunnar, fór í gang og þá kom Björk Gunnarsdóttir inn á með fi'tonskraft. Þær tvær fóm fremstar í flokki og fýrr en varði var munurinn 6 mörk, síðan 5 og svo 4, 25-21, og 10 mínútur eftir. Þá fékk Stjarnan víti en Rakel Bragadóttir lét verja frá sér. Stjaman neitaði þó að gefast upp og náði að jafna í 25-25 og allt á suðupunkti. Frakkarnir misstu tvo leikmenn af velli en Stjaman náði ekki að nýta sér liðsmuninn. Síðustu mínútur leiksins vom taugatrekkjandi og systumar ef og hefði komu mikið við sögu. Góður síðari hálfleikur dugði þó ekki og Stjarnan laut í gras fyrir meðalliði og hrokagikkum frá Frakklandi, 30-29. Hrikalega svekkjandi úrslit fyrir íslenskan kvennahandbolta því það var algjör óþarfi hjá Stjörnunni að detta úr leik fyrir þessu liði. Betra liðið datt út „Ég er mjög ósáttur að sjálfsögðu við fyrri hálfleik," sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjömunnar, eftir leiídnn. „Við mættum einfaldlega ekki tilleiks.Sá karakter sem við höfum sýnt að undanförnu var hvergi sjáanlegur fyrstu 30 mínúturnar í þessum leik. Við tókum okkur saman í andlitinu inni í klefa en við byrjuðum samt ekki að spila af neinu viti fyrr en 5 mínútur vom búnar af síðari hálfleik. Hvort það er vilji eða löngun sem vantar veit ég ekld en allan leikinn hafði maður það á tilfmningunni að við gætum þetta. Við vomm samt einhverjar 10 mínútur að byggja upp hverja einustu sókn. Það var engin árásargirni og engin sem vildi taka af skarið. Björk Gunnarsdóttir bjargaði okkur, frábær innákoma hjá henni og ef þetta er það sem koma skal hjá henni erum við í góðum málum. Því miður fór allt sem búið var að ræða um, allt sem átti að gera, út um giuggann strax í byrjun leiksins. Við erum betra lið en þetta lið. Betra liðið datt út, það er alveg á hreinu. f tveimur leikjum áttum við klárlega að vinna þetta einvígi, ekki spurning. En við spiluðum bara þrjá hálfleiki og þær spiluðu fjóra." Rakel Bragadóttir, fyrirliði Stjörn- unnar, skoraði 12 mörk í leiknum og stóð fyrir sínu. „Vörnin klikkaði í fyrri hálfleik, við mættum þeim ekki og þar af leiðandi komu eng- in hraðaupphlaup. Að fá á okkur 19 mörk í fyrri hálfleik er allt of mikið. Við vorum allar brjálaðar í hálfleik því við gátum ekki boðið fólki upp á þetta. Seinni hálfleikur var skömm- inni skárri. Við áttum að klára þetta lið, bæði hér og úti." benni@dv.is Einum leik var frestað í ítölsku deildinni og annar blásinn af: STUÐNINGSMAÐUR ÓVART SKOTINN Örygginu ógnað Dómarinn Massimiliano Saccani ræðir við Gennaro Gattuso og Clarence Seedorf um ástæðuna fyrir því að hann flautaði leik AC Milan og Atalanta af. Stuðningsmaður Lazio var skotinn til bana af lögreglumanni í gær. Atvik- ið kemur aðeins tíu mánuðum eftir að lögreglumaður var drepinn af stuðn- ingsmönnum Catania og er enn eitt áfallið sem ítalsld boitinn verður fyrir. Lazio-stuðningsmenn voru á leið tii að styðja sitt lið við að etja kappi við Inter Milan. í Arezzo stoppuðu þeir á veitingastað þtu sem þeir mættu stuðningsmönnum Juventus sem voru á leið til Parma. Upp hófust mikil læti og slagsmál sem enduðu með því að einn lögreglumaður skaut hinn 25 ára plötusnúð Gabriele Sandri. Sandri var í bíl þegar hann var skotinn. „Þetta voru hræðileg mistök," sagði Vincenzo Giacobbe, lögregiustjóri Arezzo. „Okkar maður brást við áflogum milli tveggja hópa. Ég vil votta fjölskyldu hans okkar samúð og okkar bænir eru hjá eftirlifendum." Lögreglumaðurinn er talinn hafa skotið upp í loftið og kúlan farið í Sandri á leiðinni niður. Bíllinn var dreginn burt til skoðunar og veitingastaðurinn lokaður af. Deildin frestaði leik Lazio og Inter um leið en aðrir leikir hófust 15 mínútum á eftir áætlun. Þegar fréttin barst um Ítalíu tóku stuðningsmenn hinna liðanna að lumbra á lögreglumönnum. í Bergamo meiddusttveirlögreglumenníátökum. Þegar leikurinn þar, Atalanta og AC Milan, hófst liðu ekki nema 7 mínútur þangað til dómari leiksins flautaði hann af vegna skrílsláta áhorfenda. Allt var gert til að róa mannskapinn en spennan stigmagnaðist og sá dómarinn þann kost vænstan að flauta leikinnaf. f febrúar var gert hlé á öllum knatt- spymuleikjum vegna óláta en mik- il ólga virðist vera innan stuðnings- manna liða á Ítalíu. Að smðningsmenn hittist á veitingastöðum hjá Al-hrað- brautinni er algengt á Ítalíu. Romano Prodi, forsætisráðherra ftalíu, sagði að ástandið væri slæmt. „Svona hlut- ir valda auðvitað miklum áhyggjum." Ekki er langt síðan nýjar tölur komu frá Ítalíu um að ofbeldi í kringum fót- boltaleiki hefði minnkað um 80% en erfitt sé fyrir ítalina að fylgjast með of- beldi utan vailanna. benni@dv.is ÚRSLIT HELGARINNAR MEISTARADEILD EVRÓPU Valur- Celje Lasko 29-28 Mörk Vals (víti): Arnór Malmquist 9, Elvar Friðriksson 6 (3), Baldvin Þorsteinsson 4, Fannar Friðgeirsson 3, Ernir Hrafn Arnarson 3, Ingvar Árnason 2, Gunnar Harðarson 1 og Sigfús Páll Sigfússon 1. Varin skot (víti): Ólafur HaukurGlsla- son 8, Pálmar Pétursson 5 (1). MörkCelje Lasko (víti): Mihael Go- rensek 5, Igor Kos 5, Eduard Koksarov 4(1), Mirsad Terzic 4, Aleksandar Stojanovic 3, Jan Gregor 3, Srdjan Trivundza 2 og Vasja Furlan 2. Varin skot (víti): Gorazd Skof 11 (1), Aljosa Rezar 2. Staðan Lið L U 1. Gummers.4 3 2. Veszprem 4 1 3. Celje L. 4 1 4. Valur 4 1 J T M St 1 0 132:117 7 2 1 130:119 4 1 2 114:109 3 0 3 105:136 2 EHF - BIKAR KVENNA Stjarnan - Mios Bigan 29-30 Mörk Stjörnunnar: Rakel Dögg Bragadóttir 12, Björk Gunnarsdót- tir 6, Alina Petrace 4, Sólveig Lára Kjærnested 3, Ásdís Sigurðardóttir 2, Brigitt Engl 1 og Elísabet Gun- narsdóttir 1. Varin skot: Florentina Stanciu 17, Helga Vala Jónsdóttir 1. N1-DEILD KARLA Fram - ÍBV 38-26 Mörk Fram (víti): Jóhann G. Einarsson 12 (5), Filip Kliszczyk 6, Hjörtur Hin- riksson 3, Haraldur Þorvarðarson 3, Jón B. Pétursson 3, Danlel B. Grétars- son 3, Stefán B. Stefánsson 2, Zoltan B. Belanyi 2, Rúnar Kárason 2, Einar I. Hrafnsson 1 og Guðjón Drengsson 1. Varin skot (víti): Björgvin P. Gústavs- son 9, Magnús Erlendsson 12 (1). Mörk IBV (víti): Sigurður Bragason 5, Leifur Jóhannesson 5, Zilvinas Grieze 5, Nikolaj Kulikov4, Sindri Haralds- son 3, Grétar Þ. Eyþórsson 1, Óttar Steingrímsson I.VignirStefánsson 1 og Brynjar K. Óskarsson 1. Varin skot (víti): Kolbeinn Arnarsson 9, Friðrik Sigmarsson 6. Akureyri - Afturelding 26-26 Mörk Akureyrar (víti): Magnús Stefánsson 9, Goran Gusic 5 (2), Einar L. Friðjónsson 4, Andri S. Stefánsson 3, Heiðar Þ. Aðalsteinsson 2, Jónatan Magnússon 2 og Hörður F. Sigþórs- son 1. Varin skot (víti): Sveinbjörn Pétursson 10, Hörður F. Ólafsson 2. Mörk Aftureldingar (víti): Hilmar Stefánsson 7 (4), Daníel Jónsson 6, Magnús Einarsson 4, Reynir Árnason 2, Hrafn Ingvarsson 2, Jóhann Jóhan- nsson 2, Davíð Ágústsson 1, Jón A. Helgason 1 og EinarÖ. Guðmunds- son 1. Varin skot (víti): Davfð Svansson 15. Staðan Lið L U J 1. HK 8 5 1 2. Stjarnan 8 5 1 3. Fram 8 5 1 4. Haukar 7 5 1 5. Valur 7 3 1 6. Aftureld. 8 2 2 7. Akureyri 8 2 1 8. (BV 8 0 0 Næstu leikir: Haukar-Valur HK-Afturelding T M St 2 223:197 11 2 230:219 11 2 237:212 11 1 202:176 11 3 175:166 7 4 207:216 6 5 214:225 5 8 209:286 0 14. nóv.kl. 19:00 14. nóv.kl. 19:15 ICELAND EXPRESS-D. KV. Fjölnir-Valur Staðan Lið L 1. Keflavík 5 2. Haukar 6 3. Grindavlk 5 4. KR 5 5. Valur 6 6. Hamar 5 7. Fjölnir 6 Næstu ieikir: Hamar- Keflavlk KR-Grindavík 58-78 Skor St 467:341 10 500:467 9 410:358 7 404:331 6 358:478 2 307:371 2 369:469 2 14. nóv.kl. 19:15 14. nóv. kl. 20:00 U J 5 0 4 1 3 1 3 2 1 5 1 4 1 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.