Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 Fréttir DV FRÉTTIR Nýskráningum fjölgar Nýskráningum bifreiða hefur fjölgað á seinni hluta ársins eftir nokkurn samdrátt síðustu mán- uði. Verulega dró úr nýskráningu bifreiða í kjölfar gengislækkunar krónunnar á síðasta ári, en síð- ustu ár hafði mikil aukning verið í nýskráningu bíla. Með sterkara gengi krónunnar hefur innflutn- ingur bifreiða aukist á nýjan leik. Á síðasta ári voru vörugjöld öku- tækja um 10,2 milljarðar króna, en í lok september námu þau um 8,1 milljarði króna. Brotið ítrekað á hraðahindrunum Lögreglan á Selfossi ræddi í gær við nokkra menn sem grun- aðir eru um að hafa eyðilagt hraðahindrun í Þorlákshöfn að- faranótt mánudags. Varðstjóri á Selfossi segir að um skemmdar- verk sé að ræða. Fyrir rúmum tveimur vik- um var önnur hraðahindrun eyðilögð í Þorlákshöfn. Þar var á ferðinni íbúi sem var ósáttur við hindrunina og ákvað að taka lögin í eigin hendur. Málin eru óskyld, en ekki þau fýrstu sinnar tegundar á landinu. Hafa losnað úr viðjum ofbeldis „Frá opnun Kvennaathvarfs- ins hafa 2900 konur leitað til okkar. Þetta er hugsað sem eins konar kveðja til þeirra frá ís- lenskum konum," segir Þórlaug lónsdóttir hjá Kvennaathvarfmu sem stefnir á að safna myndum af öllum þeim konum sem leitað hafa til athvarfsins. Markmiðið er að sjóngera þann hóp sem stigið hefur út úr ofbeldissam- bandi. Myndimar verða sýndar á 25 ára afmæli Kvennaathvarfs- ins í Ráðhúsinu 6. desember. Þær sem vilja leggja verkefninu lið geta sent mynd af sér á netfang- ið sigthrudur@kvennaathvarf.is. Þátttakendur verða að vera orðn- ir 18 ára. Öryggisverðir í afgreiðslustörf Öryggisverðir Securitas munu framvegis sinna af- greiðslustörfum á nóttunni í verslunum 10-11 við Hjarðar- haga, Barónsstíg og Seljaveg. Sigurður Karlsson, rekstrar- stjóri 10-11 segir að tilgang- urinn með þessum aðgerðum sé að tryggja öryggi viðskipta- vina og starfsfóíks eftir að rökkva tekur. Öryggisverðir verða sér- staklega ráðnir til starfans og fá allir sérstaka þjálfun. Gæslubílar munu einnig eiga tíðari viðkomur í verslunun- um til þess að styrkja öryggis- net verslananna. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að ekki hafi verið farið fram hjá reglum með sölu á tæplega 1700 íbúðum á Miðnesheiði. Verkefnin á svæð- inu nái út fyrir starfssvið Ríkiskaupa og því sé réttast að Þróunarfélagið móti heild- stæða stefnu. Guðjón Arnar Kristjánsson segir mörgum spurningum ósvarað og spyr hvort það sé eðlilegt að eitt félag sé undanskylt opinberum reglugerðum. Iklippingu .aisundi OSÆTmo* 1ULU IÆPIEGA 1.700 IBUÐA Á Kf FUVIKURRUGVEUL aííl.Sn^,!flURA0Sr<WNUN,NHf«l flnflÐANNASTSOlUNA.IBUDIRNflR S.TUHmi0 __ •• LANGTUT Varnarliðssvæðið Tæplega 1700 íbúðir voru seldartil Háskólavalla. Guðjón Arnar Kristjánsson „Þetta verður rætt I þinginu og það er margt sem þarf að skoða betur, með- al annars hvernig upplýsingagjöf um þetta félag er háttað." „Mér finnst boð og bönn á svona löguðu mjög fáránleg," segir Eiríkur Friðriksson, veit- ingamaður á hamborgarastaðnum Eika feita. Eiríkur segist hafa fylgst spenntur með um- ræðu síðustu daga um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru sem beint er gegn bömum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmað- ur Samfýlkingar, hefur lagt fram þingsálykt- unartillögu um takmörkunina. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að hann sé mótfallinn slíkri lagasetningu. Eiríkur segist vera sammála Sigurði Kára. „Mér finnst að foreldrar ættu að vinna vinnuna sína heima hjá sér og sjá frekar um þetta. Mér finnst að mönnum eigi að vera heimilt að aug- lýsa þær vömr sem löglegar eru. Það ætti ekki að setja takmarkanir á slíkar auglýsingar. Hins vegar er það alveg ljóst að það þarf að gera eitt- hvað í málinu því offita barna er orðin vanda- mál sem þarf að leysa. Engu að síður finnst mér ósanngjarnt að takmarka auglýsingar á lögleg- um hlutum. Foreldrarnir spila þarna auðvitað stórt hlutverk og þeirra ábyrgð er að fylgjast með hvað börnin láta ofan í sig. Svo er auðvitað aðalatriði að elda hollan mat og temja börnun- um hollt mataræði snemma á lífsleiðinni," seg- ir Eiríkur. í tillögu Ástu Ragnheiðar segir að allt að 22 milljónir barna í Evrópu þjáist af offitu. Ásta Ragnheiður hefur lagt það til að höfðað verði til siðferðiskenndar ffamleiðenda um að not- færa sér ekki trúgirni barna þegar þau horfa á sjónvarp. „Ef það á að banna auglýsingar frá til dæmis McDonald's, af hverju ekki bara að banna staðinn og loka honum alveg? Þetta er að mínu mati tvíþætt og bann við auglýsingum á ekki rétt á sér að mínu mati," segir Eiríkur. BÆTIFLÁKI Rætt er á Alþingi um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru sem beint er gegn bömum. VALGEIR ORN RAGNARSSON bladamadur skrifar: valqeir@dv.is „Þessi gagnrýni er byggð á misskiln- ingi. Á síðasta ári voru sett lög á Al- þingi um að Þróunarfélag Keflavík- urflugvallar skyldi annast umsýslu fasteigna á svæðinu," segir Bald- ur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Eins og fram kom í DV í gær var sala á tæplega 1700 íbúðum á gamla varnarsvæð- inu gagnrýnd af Rík- iskaupum, sem bentu á að lög um sölu rík- iseigna væru alveg skýr og sala þessara eigna hefði átt að fara fram með reglu- Baldur Guðlaugsson Með brottför varnarliðsins var ekki verið að yfirtaka fáar eignir heldur heilt bæjarfélag og verkefnið var margþætt og snúið. svo víðtæk að hún nái langt út fyr- ir hlutverk Ríkiskaupa. Fyrir vik- ið sé eðlilegt að halda eignasölunni utan við stofnunina. „Með brottför varnarliðsins var ekki verið að yfir- taka fáar eignir heldur heilt bæjar- félag og verkefnið var margþætt og snúið," segir Baldur og bætir því við að í lögunum hafi verið kveðið á um að félagið skyldi annast hreins- un, niðurrif mannvirkja og rekstur þeirra ásamt sölu og leigu fasteigna á svæðinu. bundnum hætti í gegnum stofnun- ina. Félagið Háskólavellir keypti íbúð- irnar á Miðnesheiði fyrir um það bil 14 milljarða króna og hefur það verið gagnrýnt að eignirnar hafi ekki verið auglýstar opinberlega til sölu eins og segir í reglugerð um sölu fasteigna í eigu ríkisins. Ekkert leyndarmál Baldur segir það mikinn misskiln- ing hjá þeim sem hafa haldið því fram að eignimar hafi ekki verið auglýstar. „Þetta var allt auglýst eins og gert var ráð fyrir. I reglum sem Þróunarfélagið vinnur eftir er þess gætt að mismuna ekki aðilum og tekið fram að eignir skuli auglýstar til sölu og hagstæðasta tilboðið var samþykkt." Hann seg- ir það ekki á sínu sviði að tjá sig um hversu mörg tilboð bárust í eignirnar eða að meta hvort ásættanlegt verð hafi fengist fyrir þær. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi söluaðferðina harðlega á Alþingi í gær. Hann sagði efnislega að salan væri heimildar- laus og ólögleg þar sem ekki hafi ver- ið fylgt reglum um gagnsætt og opið útboð. Að mati Atíi hafi stjórn Þró- unarfélags Keflavíkurflugvallar ohf. handvalið mögulega kaupendur. Rætt á Alþingi Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins og full- trúi í fjárlaganefnd, segir margt óskýrt í sambandi við Þróunarfélag Kefla- víkurflugvallar. Hann bendir einn- ig á að það hefði verið eðlilegra að Ríkiskaup önnuðust sölu eignanna, þar sem það sé hlutverk stofnunnar. Þessi í stað geti Þróunarfélagið farið sínar eigin leiðir. „Þetta verður rætt í þinginu og það er margt sem þarf að skoða betur, meðal annars hvern- ig upplýsingagjöf um þetta félag er háttað. Eðlilegast hefði verið að Rík- iskaup hefðu séð um þessa sölu, en þetta var í staðinn sett í þennan bún- ing með sérlögum og það þarf að skoða mjög vel," segir Guðjón Arnar. Aðspurður bendir Baldur hins vegar á að starfsemin á svæðinu sé

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.