Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 15
PV Sport MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 15 KRTAPAÐI FYRIR TYRKNESKA LIÐINU BANVIT 79-96 DONNELL HARVEY SETTI UPP SÝNINGU í SÍÐARI HÁLFLEIK FYRIR BANVIT. BLS. 18 /Jpl m 1 \ X mmSZÍMW*m . * W A* - 3 * Æk, Birgir Leifur Hafþórsson komst á Evrópumótaröðina í golfi eftir úrtökumót á Spáni: ÁKVAÐ AÐ KLÁRA ÞETTA MEÐ STÆL „Þetta var afar ljúft. Það er eng- in spurning. Það voru allar taugar þandar. Þetta var bara spurning um að taka ákvörðun og negla á þetta í lokin. Ég hugsaði með sjálf- um mér að ég væri búinn að æfa vel og hefði engu að tapa," sagði Birgir Leifur Hafþórsson að loknu úrtökumót Evrópumótaraðarinnar sem fram hefur farið í San Roque á Spáni undanfarna sex daga. Birgir Leifur lék á pari í gær og var alls á 5 höggum undir pari. Undir lok- in þurfti hann á fuglum að halda og fékk tvo á síðustu þremur hol- unum. Glæsilegur endasprettur Birgis skilaði honum í 11. til 15. sæti á mótinu. Birgir var að vonum ánægður í mótslok. „Það var brjálað veður í dag og stutt í alls konar skor. Það má segja að það hafi verið ekta Suðurnesja- rok hérna. Ég spilaði mjög vel þrátt fyrir rokið." Birgir Leifur fékk skramba á 7. holu, hvernig atvikaðist það? „Ég sló í vatn og þrípúttaði svo og það var ekki alveg besta tilfinningin. En ég var ákveðinn eftir það og hélt mínu striki. Ég var ánægður með það hvernig mér tókst að ýta þessari holu frá mér." Birgir fékk skolla á 14. holu og var þá samtals á þremur undir pari. Þá var ekki víst hvort það myndi duga honum áfram. Því þurfti aukatak til þess að tryggja sætið á Evrópumótaröðinni. „Eg sá það á töflunni að ef ég væri þremur undir í lokin væri ég alveg á mörkunum með að kom- ast áfram. Þá hugsaði ég með mér að það þýddi ekkert annað en að klára þetta með stæl og maður þyrfti að ná í það minnsta einum fugli. Ég fékk tvo og það var sterkt sérstaklega þar sem mikill vind- ur setti svip sinn á lokaholurnar og menn voru að fá alls kyns skor á þeim." Birgir hélt einbeitingunni alveg fram að síðasta höggi. „18. holan er mjög erfið og ég var mjög einbeittur og staðráðinn í að klára þetta með stæl. Það var mikill létt- ir að koma í hús. Það sem eftir er af degi notar maður í að slaka á og fagna með sínum. Ég er afar sáttur enda er þetta búin að vera gríðar- lega erfið törn," segir Birgir Leifur að lokum. vidar@dv.is ■’r'sJi Leik lokið Birgir Leifur Hafþórsson náði þeim frábæra árangri að komast inn á Evrópumótaröðina í golfi öðru sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.