Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 BÆKURDV Lífsreynslusaga Saga sem skilur ekkert eftir sig í felulitum IJok um liís reynslu sem geraist fyrir níu árum og skilur ekkert eltir sig anuai) en s|>urn- ingar um mikil- viegi liiOiirgieslu Isleiulingii. IIildurllelKadóttir HuruBHfuyuiorTi» I FElULITr Hjúkrunarfræðingur heldur til Bosníu á vegum utanríkisráðu- neytisins, kynnist þar myndarleg- um foringja og með þeim tekst ná- inn kunningsskapur. Hún skrifar bók um reynslu sína og veltir upp áleitnum spurningum um þátt- töku íslands í friðargæsluverkefn- um, sýnir broslegar hliðar herlífs- ins og gerir óspart grín að sjálfri sér í framandi og stundum ógnandi að- stæðum. Þessi orð má lesa aftan á kápu bókarinnar I feiulitum eftir Hildi Helgadóttur. Sannarlega forvitnileg kynning og vert að lesa. Sem ég gerði. Eftir lesturinn vaknaði eiginlega bara ein áleitin spurning hjá mér: Hvers vegna var þessi bók skrifuð og hvers vegna kemur hún út níu árum eftir Bosníudvölina? Hjá mér vöknuðu engar aðrar áleitnar spurningar nema þær að ég hefði viljað lesa frásagnir læknanna sem fóru með Hildi í þessa ferð, sérstaklega þess sem hún kallar „unga lækninn". „íslenski læknirinn var fölur á vangann. Það var gott að sjá hann heil- an á húft og fá alla söguna frá fyrstu hendi. Hvernig honum leið þeg- ar skriðdrekinn var að velta. Hvernig var að vera innilokaður í myrkri og gufu og sjá ekki handa sinna skil. Hvernig litla vasaljósið sem hann hafði keypt á bensínstöð í Reykjavík bjargaði lífi þeirra. Hvernig var að komast út og draga lífsandann djúpt að sér. Hvernig var að sjá túlk- inn á kafi í ánni, fastan undir skriðdrekanum, og fætur ökumannsins sem stóðu beint upp í loftið. Hann hafði hlaupið eftir hjálp. Það var um langan veg að fara, en piltur var í góðu formi eftir dagleg hlaup í marg- ar vikur með hermönnum í þjálfun." (bls. 177.) Um þetta fær lesandinn ekkert að vita. Hjúkrunarfræðingurinn virðist hafa verið staðsettur á rólegum stað í Bosníu og það vottar örlítið á hroka höfundar um eigin kosti. „Ég hafði tekið að mér að leika Sviss í þessum skollaleik. Ekki Island í NATO heldur hlutlausa Súkkulaði-Sviss..." (bls. 260.) Og svo aftur á bls. 263: „Sviss vissi hreinlega ekki hvernig best væri að rjúfa þögnina og hélt því bara áfram að vera Sviss. Þögult og þétt." Anna Krlstine Orðabrellur .Orða- og Yltnopðtuhtfáln tr ótrúltgo sttrk mtð þjóólnnl og tr tltt Yunmttnuito sfrktnnl Isltmkror mtnnlngar. Cunnar Krlstlnn ttttír Einstök bók með hðr of mlkiUI Iþrótt 1 þann sjóð mtð vlsum stm 611 fjöískyldon mun sktmmta sfr tiðoð Itysa. Htð Mnum orðunum: kttta tr/lott stðff." Kart Th. Btrgiuon, stjómindi þáturins Orð skuUi standa i Risl. bráðsnjöllum þrautum sem fá okkur tilþess að gefa íslenskri tungu betrigaumen ella, spá og spekúlera ORÐA- | BRELLUR í merkingu orða og orðasambanda og beita hugmyndaflugi og kímni við lausn 1S0 nýjar og stórskemmtilegar orðagátur þeirra. eflir Cunnar Kr. Sigurjónsson r» BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Síðasta þorskastríðið Átti breski flotinn einhver svör við togvíraklippum Landhelgis- gæslunar ? Mögnuð og spennandi bók um hatrömm átök, bæði á hafi úti og í landi. BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Klikkar aldrei Frasinn „klikkar aldrei" á líklega betur við um Gyrði Elíasson en marga aðra ísienska samtímarithöfunda. Ég hef ekki lesið allt hans höfundarverk en af þeim bókum Gyrðis sem ég hef lesið er ekki hægt að segja að nein þeirra sé slöpp, hvað þá beinlínis léleg. Sög- ur hans eiga það flestar sammerkt að vera hægar, engir stóratburðir eiga sér stað og þær láta því lítið yfir sér á yfirborðinu. En á milli línanna og bak við orðin er fullt á seyði. Hans nýjasta skáldsaga, Sandárbókin, sem er fimmta skáldsaga Gyrðis, er þar engin undantekning. í Sandárbókinni segir frá einu sumri og hausti í lífi fráskilins málara sem sest að í hjólhýsabyggð og hyggst einbeita sér að því að mála tré. Hann hefur orðið fýrir ýmsum skakkafölium í lífinu og dvöl hans í þessari ein- kennilegu byggð er öðrum þræði hugsuð til að freista þess að öðlast hugarró. En ýmislegt stendur í vegin- um. Framan af heldur sagan manni illa við efnið og er málarinn nafnlausi undir sömu sökina seldur enda sagan fyrstu persónu frásögn hans. Það sem helst vek- ur áhuga manns í fyrri hluta bókarinnar er hið vand- ræðalega samtal málarans við son sinn og óvissan hver hin dularfulla, rauðklædda kona sé sem söguhetjan sér bregða fýrir endrum og sinnum. Nánast undan- tekningalaust þegar ný manneskja kemur til sögunn- ar í bókum Gyrðis velti ég því fyrir mér hvort hún sé dáin; sé draugur. Reyndar hefur maður söguhetjuna ósjaldan grunaða um það líka. f bókum hans er nefni- lega alltaf þessi nánd við handanheiminn, eitthvað mystískt andrúmsloft allt um lykjandi. Dularfulla kon- an liggur sterklega undir grun hvað þetta varðar og má eiginlega segja að lesendum sé eftirlátið að ákveða það með sjálfum sér hvort hún sé lífs eða liðin. Þriðja atriðið sem vakti athygli mína í hinum daufa fyrri hluta, en snýr reyndar ekki að sögunni sjálfri, er misræmið á milli textabrotsins aftan á bókinni og hvernig það lítur út inni í bókinni, nánar tiltekið á blaðsíðu 20. Annars vegar er það hvernig orðasam- bandið „einsog" er samsett í bókinni, líkt og Gyrðir hefur það alltaf, en hefur verið tekið í tvennt á bókar- kápunni. Ekki hefði verið haft orð á þessu smávægilega misræmi ef ekki hefði verið fyrir hitt misræmið sem finna má þarna á milli, þar sem orðið „nánd" er komið í staðinn fyrir orðið „nálægð" í tilvitnuðum texta aftan á bókinni. Vissulega náskyld orð, en verður að segjast að svona á ekki að sjást hjá metnaðarfullu bókaforlagi. Nóg um það. Þegar komið er inn í um það bil miðja bók fer að rifjast upp fýrir manni af hverju Gyrðir er jafnvirtur höfundur og raun ber vitni, og að hann er ekki að fara að klikka frekar en fyrri daginn. Maður er kominn á kaf inn í hans dularfulla söguheim og fer að fá virkilegan áhuga á að vita hvað drífur næst á daga málarans. Ádeiian á innrás mannskepnunnar í nátt- úruna og dýraríkið, þegar henni hentar og þurfa þyk- Sandárbókin - pastoralsónata , . Gvrðir Elíasson SandarhoKin c*r ckki cinunj'is \ imishurdur um a<) (i\ i'dir \ ir<)ist aldrci ælla a<) klikka, hcldur cr hún á mc<)al hcstu hoka scm cg hcl’ lcsi<) citir lutnn. ★ ir - meðal annars vegna efnishyggjunnar og nytsem- iskröfunnar - fer að skerpast (í samræmi við aðfaraorð seinni hlutans, bls. 73) og er fléttuð frábærlega saman við söguframvinduna. Um leið fá hernaðarlegar inn- rásir skot frá skáldinu og íslenski herinn, hin svokall- aða „friðargæsla", fær hæðnissneið: „Fyrir utan stend- ur skógarvörðurinn í grænum hermannagalla, sem er auðvitað stórffnn felubúningur fyrir skógarvörð ... Hann minnir helst á friðargæsluliða þarna gegnt mér." (bls. 81). Og þrátt fýrir að lofsömun stíls Gyrðis sé læk- ur sem svo mikið hefur verðskuldað verið borið í að hann flaut yfir bakka sína fyrir löngu þá er einhvern veginn óhjákvæmilegt að gera það enn og aftur. Hægt er að leika sér með hvaða merkingu sandur, Sandáin og skógurinn hafa með hliðsjón af tilveru og sálarumróti málarans. Ekki síst þegar hann lýsir seint í sögunni málverki sínu af Sandánni, með skóginn á öðrum bakkanum og brunasanda á hinum, og segir skóginn vilja teygja sigyfir á sandinn en sandurinn vilji eyða skóginum (bls. 113). Það sem á eftir fylgir rennur svo stoðum undir grun sem ég fékk við lestur lokaorð- anna en ekki er hægt að upplýsa hér án þess að segja of mikið. Sandárbókin er ekki einungis vitnisburður um að Gyrðir virðist aldrei ætía að klikka, heldur er hún á meðal bestu bóka sem ég hef lesið eftir hann. Kristján Hrafn Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.