Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 Sport PV ÚRSLIT GÆRDAGSINS N1-DEILD KARLA HAUKAR-FRAM Stjarnan-fBV 26-20 44-18 Staöan Lið L U J T M St I.Haukar 10 7 2 1 287:241 16 2.HK 9 6 1 2 247:217 13 3. Fram 10 6 1 3 287:260 13 4. Stjarnan 9 6 1 2 274:237 13 5. Valur 8 3 2 3 197:188 8 6. UMFA 9 2 2 5 227:240 6 7. Akureyri 9 2 1 6 236:255 5 8. (BV 10 0 0 10 250:367 0 UNDANKEPPNIEMU-21 BELGfA-fSLAND 1-2 fRLAND-BÚLGAR 1-0 Staðan Lið L U 1 Austurríki 6 4 2 Slóvakia 5 2 3 fsland 5 1 4 Belgia 5 1 5 Kýpur 5 1 J T M St 2 0 10:6 14 2 1 11:9 8 3 1 5:5 6 1 3 7:8 4 0 4 5:10 3 EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSL. KR-Banvit 79-96 Stig KR: Joshua Helm 20, Avi Fogel 18, Fannar Ólafsson 10 Stig Banvit: Donnel Harvey 24, Ydnus Cankaya 19 ÞÝSKI HANDBOLTINN Minden-Magdeburg 33-31 Staðan Lið L U J T M St I.Kiel 13 11 0 2 442:351 22 2. Flensburg 13 10 1 2 446:372 21 3. Hamburg 12 10 1 1 376:314 21 4. Nordhorn 13 10 1 2 418:361 21 5. RN Löve 13 8 1 4 411:364 17 6. Lemgo 13 8 0 5 379:368 16 7.Göpping. 13 7 1 5 357:342 15 8. Gummer. 13 7 1 5 384:376 15 9. Melsung. 13 7 0 6 426:449 14 10. Grossw. 13 6 1 6 369:398 13 11. Magde. 14 6 0 8 416:405 12 12. Wetzlar 12 3 3 6 304:333 9 13. Wilhelm. 13 3 3 7 318:358 9 14. Fusche. 13 3 2 8 329:357 8 15. Minden 14 3 1 10 355:397 7 16. Balling. 13 2 2 9 347:395 6 17. Lubbec. 13 2 1 10 314:393 5 18. Essen 13 1 1 11 351:409 3 18. Essen 13 1 1 1 1 351:409 3 Farið yfir oll mðrkin og helstu atvikin í leikjum síðustu umferðar í Coca Cola deildinni. Gömlu brýnin leika listir sinar, stjörnur á borð við Matt LeTissier, Glen Hoddle, lan Wright, Paul Gascoigne, Lee Sharpe, Jan Mölby og Peter Beardsley. kíbasa KR tapaði fyrir tyrkneska liðinu Banvit 79-96 í fyrri leik liðanna í Evrópukeppninni í körfubolta. KR-ingar stóðu í Tyrkjunum í byrjun en um miðjan annan leikhluta fór að draga í sundur með liðunum. Saga síðari hálfleiks Sonnell Harvey bauð upp á sýningu í síðari hálfleik. c BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON bladamaður skrifar: benni&dv.is KR lék í gær gegn tyrkneska liðinu Banvit í Evrópukeppninni í körfu- bolta. Tyrkirnir voru númeri of stór- ir fyrir KR-inga og unnu sannfærandi 17 stiga sigur, 96-79. Donnell Harvey sem á fimm ára reynslu að baki í NBA- boltanum sýndi á köflum af hverju hann lék meðal þeirra bestu og lék frábærlega. Sé hann tekinn úr liðinu er þetta tyrkneska lið ekkert sérstakt, en með hann innanborðs getur þetta lið náð langt. KR byrjaði vel og komst í 5-0, vel stutt áfram af Miðjunni sem söng og trallaði allan leikinn. Tyrkimir áttuðu sig ekki á KR í byrjun og jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta. Banvit var einu stigi yfir, 20-19, þegar annar leikhluti hófst. Áfram hélt bamingur- inn og Tyrkjunum gekk illa að hrista KR-inga af sér. Svo kom Jovan Zdravev- ski inn á í lið KR, ískaldur, og fór með hverja sóknina á fætur annarri. Tyrk- irnir gengu á lagið og leiddu með 9 stig- um, 48-39, þegar gengið var til leikhlés. í þriðja leikhluta sýndi Harvey úr hverju hann er gerður. Það var eins og hann hefði verið að hita upp í fyrstu Tyrkirnir númeri of stórir Benedikt Guðmundsson sagði aðTyrkirnir hefðu verið númeri of stórir fyrir sitt lið. tveimur. Hann varði skot hvað eft- ir annað, reif niður ffáköst í sókn og vöm og sýndi oft ffábær tilþrif. Hann lét körfuboltann líta út fyrir að vera svo auðveldlegan og endaði með 24 stíg. Fjórði leikhlutí var í raun forms- atriði fyrir Tyrkina og þeir fóm með 17 stíga sigur til Tyrklands, 96-79. Róð- urinn verður vafalaust erfiður fyrir KR í leiknum sem ffam fer eftir viku. Fari hausinn á leikmönnum hðsins ofan í bringu getur allt gerst, hðið verður bara að trúa þvi sjálft. Miðju-menn gerðu Byssan stóð upp úr Mlðjan með byssuna sem aðalmann hætti aldrei að syngja. hvað þeir gátu tfl að styðja sitt hð og vom bestu menn KR í leiknum. Benedikt Guðmundsson þjálfari KR gekk nokkuð sáttur af velli, sagðist vita að KR væri ekki á leiðinni að verða Evrópumeistari en vonaði að Evrópu- keppnin yrði fínn skóh fyrir leikmenn sína. „Það vom tveir til þrír leikmenn sem okkur gekk illa með og Cankaya raðaði niður þristum hvað eftír ann- að upp úr engu. Harvey er náttúm- lega klassa teigsmaður bæði í vörn og sókn, við réðum ekkert við hann inni í teig. Hann varði skot, átti fráköst og var mörgum klössum fyrir ofan það sem sést héma á þessu skeri. Við náð- um okkur í raun aldrei á flug. Þetta Uð er númeri betra en við, allavega núna, en við verðum að fara yfir okkar leik og fara yfir það sem við getum gert bet- ur og hvað gekk vel. Við gerum okk- ur grein fyrir því að við erum ekki að fara að verða Evrópumeistarar en þetta verður fi'nn skóli fyrir okkur. Þegar við leikum við svona lið kemur í ljós hvað þarf að bæta og hvað aðrir leikmenn hafa ffam yfir okkur. Þannig notum við þessa leiki vel og vonandi nýtíst þetta okkur til langframa." Veigar Páll Gunnarsson fær langþráö tækifæri í byrjunarliði íslands: NÚ FÆ ÉG AÐ SPILA MÍNA STÖÐU Veigar Páll Gunnarsson, leik- maður Stabæk, fékk fá tækifæri á meðan Eyjólfur Sverrisson var landsliðsþjálfari, þrátt fyrir að leika vel með sínu félagsliði í Nor- egi. Hann er hins vegar í fyrsta byrjunarliði Ólafs Jóhannessonar sem mætir Dönum í lcvöld. „Ég er í fínu formi. Tímabilið er bara nýbúið þannig að ég er enn í fínu formi," sagði Veigar Páll eft- ir æfingu landsliðsins í gærkvöldi. Veigar Páll sagði að æfingarnar hjá Ólafi undanfarna daga hefðu ver- ið góðar. „Þetta er búið að vera hörku- gaman, finnst mér. Þetta er allt öðruvísi núna og mér líst mjög vel á. Þetta eru erfiðari æfingar, sem ég er mjög ánægður með. Við erum að taka vel á því á æfingum og það er léttara yfir þessu. Hvort það er bara vegna þess að skipt var um þjálfara veit ég ekki. En mér líst allavega mjög vel á þetta," sagði Veigar Páll. Veigar hlakkar til leiksins og segist vera fullviss um að íslenska liðið geti staðið í Dönum á góðum degi. „Fínt að fá líka tækifæri. Ég er mjög sáttur og hef beðið eft- ir þessu lengi. Ég er staðráðinn í að sanna mig og gera mitt besta, hlaupa þangað til ég fæ krampa. Ég er bara spenntur," sagði Veigar Páll, sem hafði fáar skýringar á því af hverju hann hefði sjaldan hlotið náð fyrir augum Eyjólfs. dagur@dv.is Fær tækifæri Veigar Páll Gunnarsson verður í byrjunarliði Islands á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.