Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 9
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 9 DV FRÉTTIR Hatursglæpum fjölgar Yfir sjö þúsund og sjö hundruð hatursglæpir voru framdir í Bandaríkjunum á síðasta ári, samkvæmt árlegri skýrslu frá alríkislögreglunni, FBI. Samkvæmt stoftiuninni er þar um að ræða sjö prósent fjölgun ffá síðasta ári. í helmingi tilvika var kynþáttur ástæða árásanna, en um m'tján prósent fómarlambanna urðu fyrir árásum vegna trúarbragða. Það vekur furðu að mikill munur var merkjanlegur miili norðurríkjanna og suðurríkjanna. Tilkynnt var um mun færri hatursglæpi í suðurríkjunum þrátt fyrir sögu kynþáttahaturs á þeim slóðum, en réttindasamtök blökkumanna segja að tölumar gefi ekld rétta mynd, því ekki sé tilkynnt um fjölda glæpa. Biskup biðst afsökunar Afsökunarbeiðni sem einn æðsti biskup Spánar bar fram á ráðstefnu í gær á sér ekkert fordæmi. Ricardo Blázquez, biskup í Bilbaó, baðst afsökunar á þætti rómversk-kaþólsku kirkjunnar íborgarastyrjöldinni sem geisaði á Spáni 1936-1939. Hann sagði að, þó eflaust bæri að þakka fyrir margt sem gert var, væri annað sem kallaði á fyrirgefningu. Afsökunarbeiðni Blázquez virtist koma mörgum starfsfélögum hans í opna skjöldu, enda hefur kirkjan hingað til gert meira í því að útmála sig sem fómarlamb en geranda í átökunum. Ekki er langt síðan páfi tók í blessaðra tölu lderka sem vom hliðhollir einræðisherranum Francisco Franco sem stóð uppi sem sigurvegari að lokinni borgarastyijöldinni. Milljón manns á vergangi Að sögn Sameinuðu þjóðanna er um ein milljón Sómala á vergangi. Inni í þeirri tölu em sextíu prósent íbúa höfuðborgarinnar, Mogadishu, sem hafa flúið heimili sín. Það sem af er ári hafa um sex hundruð þúsund manns flúið höfuðborgina, þar af tvö hundruð þúsund undanfarnar tvær vikur. Ástæða fólksflóttans er átök íslamskra uppreisnarmanna og stjórnarhersins, sem hófust af nýjum krafti nýverið. Ofbeldið í Sómalíu tók kipp í kjölfar þess að her landsins bolaði íslamstrúarmönnum ffá völdum með aðstoð eþíopíska hersins í lok síðasta árs. Sendifulltrúi Suður-Afr- íku hjá Sameinuðu þjóðunum, Dumisani Kumalo, sagði að ástandið væri afar sorglegt og að mikilvægt væri að Sameinuðu þjóðunum tækist að finna leið til úrbóta. Uppgjafahermenn Hermenn sem þjónað hafa í (rak mótmæla stríðinu. Fyrr á þessu ári var aðbúnaður á hersjúkrahúsum í Bandaríkjunum harðlega gagnrýndur. Nýleg könnun leiddi í ljós aðra óhugnanlega hlið á stríðsrekstri Bandaríkjanna. Árið 2005 féllu fleiri uppgjafahermenn fyrir eigin hendi en fallið hafa í átökum í írak síðan innrásin var gerð árið 2003. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamadur skrifar: kolbeirn@dv.is Fleiribandarískiruppgjafahermenn láta lífið fyrir eigin hendi en falla í átökumiírak.Aðminnstakosti6.256 bandarískir uppgjafahermenn sviptu sig lífi í Bandaríkjunum árið 2005, eða að meðaltali sautján her- menn dag hvern. Taldar eru líkur á því að fyrrverandi hermaður svipti sig lífi séu tvisvar sinnum rneiri en hjá öðrum borgurum. Síðan innrásin var gerð í Irak árið 2003 hafa um þrjú þúsund og m'u hundruðhermennfaíliðþaríátökum og eruþað um það bil 2,4 á dag. Fjöldi sjálfsvíga bandan'skra fyrrverandi hermanna hefur vakið þá spumingu hvort Bandaríkin gh'mi við „faraldur andlegra veikinda" sem oft tengist síðbúinni streitu. Sjálfsmorðstíðni hjá bandarísku þjóðinni er 8,9 á hveija hundrað þúsund íbúa, en á meðal uppgjafahermanna er talan mun hærri. Meðal þeirra frömdu 18,7 af hverjum hundrað þúsund sjálfsmorð. Sú tala hækkaði í 22,9 ef eingöngu var horft til uppgjafahermanna á aldrinum 20 til 24 ára og er það hátt í fjórfaldur fjöldi sama aldurshóps sem ekki hefur gegnt herþjónustu. Þessar tölur eru byggðar á könnun sem bandaríska sjónvarpsstöðin CBS stóð fyrir. í henni var borinn saman fjöldi sjálfsmorða meðal bæði upp- gjafahermanna og óbreyttra borgara í fimmtíu fylkjum frá árinu 1995. Enginn samur eftir þátttöku í stríði Paul Rieckhoff er fyrrverandi landgönguhði ogeinn afstofnendum samtaka uppgjafahermanna frá Afganistan og Irak. Hann sagði að þó ekki ættí fyrir öllum að liggja að snúa sár heim ffá vígvelhnum, væri enginn samur eftir. Þetta staðfestir Kim Bowman, en Tim, sonur hennar, sneri heim frá Bagdad árið 2005. „Þegar hann sneri heim var ekkert líf í augum hans. Ekkert ljós var að finna þar," sagði hún. Tim svipti sig lífi átta mánuðum eftir heimkomuna, tuttugu og þriggja ára að aldri. Faðir Tims, Mike Bowman, telur ekki loku fyrir það skotið að herinn vilji sveipa vandamálið hulu. „Enginn vill birta opinberar tölur. Þeir vilja ekki að raunverulegur fjöldi sjálfsvíga verði opinber," sagði hann. Stríði lýkurekki við heimkomu Nýleg bandarísk könnun leiddi í ljós að tuttugu og fimm prósent heimilislausra í Bandaríkjunum eru uppgjafahermenn. Þeir eru þó ekki nema um ellefú prósent þjóðarinnar og nú þegar er farið Tim Bowman, til hægri, í frak Svipti sig lífi átta mánuðum eftir heimkomuna. að bera á ungum hermönnum, sem lokið hafa herskyldu í írak eða Afganistan, í skýlum og súpueldhúsum. fljósiþessaðþauátökstandaenn yfir er ljóst að ekíö eru öll kurl komin til grafar. Það var ekki fyrr en áratug eftir að Víetnam-stríðinu lauk sem uppgjafahermenn fóru að skjóta upp kollinum meðal heimilislausra. Nú þegar er vitað um eitt þúsund og fimm hundruð uppgjafahermenn frá írak og Afganistan sem fylla þann flokk. Þessar upplýsingar eru komnar frá samtökum sem vilja binda enda á húsnæðisvandamál í Bandaríkjunum og eru byggðar á tölum frá samtökum uppgjafa- hermanna. Samkvæmt gögn- um frá 2005 eru hátt í eitt hundr- að níutíu og fimm þúsund heimilislausra í Bandaríkjunum uppgjafahermenn. Daniel Akaka, formaður þingnefndar sem sér um málefni uppgjafahermanna, sagði að aðgerða væri þörf. „Hjá allt of mörgum hermönnum bindurheim - koman ekki enda á átökin," sagði Akaka. Víðar pottur brotinn Málefni uppgjafahermanna í Bandaríkjunum eru viðkvæmt vandamál fýrir ríkisstjórn Bush, því hann hefur státað af stuðningi við hermenn þjóðarinnar og sótt stuðn- ing tíl þeirra. Snemma á þessu ári kom fram í dagsljósið að það er víða pottur brotínn í málefnum þeirra. Þá kom upp hneykslismál vegna aðbúnaðar slasaðra hermanna á Walter Reed-hersjúkrahúsinu þar sem aðstæður voru sagðar afar slæmar. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði þá að hann væri miður sín vegna ffegna af þeim afleita aðbúnaði. „Hermenn okkar eiga skildar þakkir þjóðarinnar, og þeir eiga skilda bestu umönnun sem við getum útvegað," sagði hann. Aðbúnaðurinn var svo slæmur að hermenn þurftu að dvelja í herbergjum þar sem voru bæði rottur og kaldcalakkar og völund- arhús skrifræðis olli því að margir sjúklingar, sumir hverjir með heila- skaða, ráfuðu um gangana í ráð- leysi. f kjölfarið var yfirmaður her- sjúkrahússins rekinn. Enn er mótmælt í Pakistan þó Musharraf slaki á klónni: Þúsundum fanga sleppt Yfir þijú þúsund manns sem hnepptir voru í varðhald vegna neyð- arlaganna í Pakistan hefur verið sleppt úr haldi. Innanríkisráðuneytið sendi ffá sér yfirlýsingu þess efriis í gær og þykir það benda tíl þess að Pervez Musharraf forseti hafi ákveðið að slaka aðeins á þeim hörðu aðgerðum sem beitt hefur verið gegn andstæðingum hans. Talsmaður innanríkisráðuneytis- ins, Javed Iqbal Cheema, gaf þó ekki upp hve margir andstæðingar Musharrafs sitja enn á bak við lás og slá, en talið er að þar geti verið um þúsundir að ræða. Skömmu áður en ákvörðunin um lausn fanganna var tekin höfðu dómarar, sem voru sérstaklega skipaðir af Musharraf, úrskurðað að endurkjör hans til forseta hefði verið löglegt. Sá úr- skurður hefur reitt til reiði marga af andstæðingum Musharrafs, en sumir telja að hann geti orðið til þess að neyðarlögum verði aflétt. Ákveðin dagsetning fyrir almennar kosningar var einnig gefin út og fara þær fram 8. janúar. Flestir þeirra sem endurheimtu frelsi sitt voru lögffæðingar og almennir stjórnarandstæðingar. Margir hátt settir leiðtogar og nafntogaðir einstaklingar eru enn í haldi. Meðal þeirra er krikket- spilarinn Imran Khan og er hann búinn að vera í hungurverkfalli síðan í fyrradag í mótmælaskyni við neyðarlögin. Þrátt fyrir að um þrjú þúsund manns hafi verið sleppt úr haldi halda handtökur enn áfram. Pervez Musharraf fór í gær í heimsókn til Abdúllah, konungs Sádi-Arabíu, til að ræða stjómmála- kreppuna sem ríkir í Pakistan. Barið á fréttamönnum Ekki sér fyrir endann á mótmælum í Pakistan. Musharraf sækir Sádi-Arabíu oft Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra heim, enda er Abdúllah konungur Pakistan, en hann hefur verið í útlegð náinn bandamaður hans. í Sádi- síðan Musharraf kom honum ffá Arabíu býr einnig einn hatrammasti völdum árið 1999. Að sögn Sharifs em andstæðingur Musharrafs, Nawaz engin áform uppi hjá þeim að hittast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.