Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 32
Litlar samlokur 399 kr. + Uti<) gosglas 100 kr. = 499 FRÉTTASKOT 51 2 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónurfyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 ■ DAGBLAÐIÐ VlSIR STOFNAÐ 1910 Duglegirfangar á Litla-Hrauni Ellefu fangar á Litla-Hrauni sjá nú um alla matreiðslu á sinni deild. Þeir sjá einnig um innkaupin og gera þau í verslun fangelsisins fyrir pening sem þeir fá úthlutað dag- i<5 lega. Að sögn Kristjáns Stefánsson- ar, forstöðumanns á Litla-Hrauni, er megintilgangurinn með þess- ari nýjung að gefa föngunum kost á að bera ábyrgð á ráðstöfun fjár- muna, með hagsýni að leiðarljósi, og skipuleggja sjálfir hvað þeir fái í matinn. Auk þess læri þeir undir- stöðuatriði í eldamennsku og geta ^ valið hvað þér fá í matinn. Sundlaugarvörður meðal grunaðra Einkaspæjarafyrirtæki McCann- fjölskyldunnar telur að vinafólk standi á bakvið ránið á Madeleine McCann. Þetta kemur fram í breska blaðinu Daily Mirror. Vin- irnir sem taldir eru hafa skipulagt ránið eru þau Ro- bert Murat, sem í upphafi rann- sóknar lá undir grun, Michaela Walczuch, vin- kona hans, og Luis Antonio, eiginmaður Michaelu. Antonio starfaði við að hreinsa sundlaugar á portúgalska gististaðn- um sem foreldra Madeleine gistu á þegar hún hvarf. Fyrir vikið hafði hann fullan aðgang að staðnum. Vitni hafa borið að sést hafi til Walczuch með barni sem augljóst var að hún vildi ekki að þekktist. Vinirnir neita allir aðild að hvarfi stúlkunnar. Fljúga samt til Kúbu „Það eru þrjú flug á okkar vegum til Kúbu í haust," segir Bjarni Hrafn Ingólfsson, markaðsstjóri Heims- ferða, sem bjóða upp á ferðir til Kúbu. DV hefur síðustu daga fjallað um að bandarísk stjórnvöld hafi fett fingur út í leiguflug Icelandair og Air Atlanta til og frá Kúbu á Boe- ing-vélum. íslenska flugfélagið JetX flýgur fyrir Heimsferðir á Boeing 737-800-vélum. Aðspurður seg- ist Bjarni ekki hafa fengið fram til þessa athugasemdir frá bandaríska flugvélaframleiðandanum vegna Kúbuflugsins. Hann skilur ekki af- skiptasemi bandarískra stjórnvalda. „Þetta er eins og að selja einhverj- um Toyotu og banna honum að fara til Hafnar í Hornafirði," segir Bjarni. Fangarnir leita víðafanga! i «é Danski verðlaunaleikstjórinn Bille August ætlar að kvikmynda eftir íslenskri bók: AUGUSTLEIKSTYRIR SLOÐFIÐRILDANNA Leikstjórinn Bille August hefur í hyggju að kvikmynda bók Ólafs Jó- hanns Ólafssonar Slóð fiðrildanna. DV hefur undanfarna daga greint frá heimsókn leikstjórans til Islands, sem verið hefur háleynileg fram til þessa. Upphaflega stóð til að norska leik- konan, leikstjórinn og rithöfundur- inn Liv Ullman leikstýrði myndinni en nú er útlit fýrir að þær fýrirætl- anir hafi breyst. Upphaflegt handrit myndarinnar er þó eftír Ullman en hún á sjötugsafrnæli á næsta ári og er því hugsanlega ekki nógu frísk tíl þess að standa í ströngum upptökum. Slóð fiðrildanna hefur komið út í ellefu löndum og mælti NewYorkTimes með henni þrívegis við lesendur blaðs- ins. Enskt vinnuheiti mynd- arinnar er A Journey Home. Tveir Gullpálmar Danski verðlaunaleik- stjórinn hefur verið hér á landi undanfarna daga við skoðun á upptökustöðum og íslensk- um leikurum. August hefur tvívegis unnið tíl Gullpálmans á Cannes-kvik- myndahátíðinni, annars vegar fýr- ir myndina Pelle sigurvegari og hins vegar fýrir myndina Den Goda Vilj- ann. Það var árið 2005 sem tal um að kvikmynda bókina vaknaði fýrst og kom þá fram að framleið- endur myndarinnar væru þeir Siguijón Sighvatsson og Steven Haft, ekki er vitað hvort einhverjar breytíngar hafa orðið á því. Sagan íjallar um ævi konu að nafttí Ásdís og hvernig merkilegustu atburðir tut- , , tugustualdarinnarhafaáhrif B.lle August , hennar Rún er uppalin á Kópaskeri og flyst síðan tíl Englands þegar nasistar eru við stjórnvölinn í Þýskalandi. Bróðurpartur sögunnar á sér stað hér á landi og því upplagt að kvikmynda söguna hér. Blandaður leikarahópur f viðtali við Ólaf Jóhann í DV frá ár- inu 2005 er haft eftír honum að flest- Fallegt sólsetur Það var engu líkara en sólin ætlaði að tylla sér á topp húsþakanna í vestri þegar myndin var tekin um miðjan dag í gær. Það er því Ijóst að timi rómantiskra ökuferða í leit að fallegu sólsetri að kvöldlagi er liðinn í bili. dv-mynd Asgeir Notendur torrent.is brugðust fljótt við lögbanni á vefsíðuna: Búið að færa efnið annað Stór hluti af vinsælasta íslenska höfundavarða efninu, sem notend- ur skráaskiptívefsíðunnar torrent.is gátu sótt án endurgjalds, var strax á mánudag komið inn á vefsíð- una piratebay.org. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði féllst á mánudag á lög- bannskröfu á torrent.is og var Svav- ari Lútherssyni, eiganda síðunn- ar, gert að loka henni fyrir klukkan fimm sama dag. Strax um kvöldmat- arleytið á mánudag var flest af ís- lenska efninu komið inn á Piratebay og má lesa á spjallsíðum á netinu að notendur torrent-is hvöttu hver ann- an til þess að flytja efnið strax yfir og halda áfram að hala niður nýju efni utan íslenskrar lögsögu. Snæbjörn Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri SMÁlS, segist þekkja þetta mál vel. „Við tókum eftir því að menn voru að hvetja hver ann- an tíl að flytja allt þangað. Jafnvel þó svo að Piratebay sé fyrir utan okkar lögsögu er verið að rannsaka hana í opinberu sakamáli í Svíþjóð. Ef svo væri ekki myndum við leita tíl syst- kinasamtaka okkar tíl þess að bregð- ast við þessu," segir Snæbjörn. Piratebay er ekki tengd beint forsvarsmönnum og stjórnendum torrent.is, en Snæbjörn segir að not- endur síðunnar hafi í hefndar skyni hvatt til þess að efnið yrði flutt yfir á Piratebay. Aðspurður hvort hægt verði að stemma stigu við ólöglegu niðurhali og hvort nýjar síður sprettí ekki upp jafnharðan og öðrum er lokað, svarar hann: „Þeir virðast allaf flýja eitthvert annað en ef við Snæbjörn Steingrímsson „Við tókum eftir því að menn voru að hvetja hver annan til að flytja allt þangað. Jafnvel þó svo að Piratebay sé utan okkar lögsögu er verið að rannsaka hana í opinberu sakamáli (Svíþjóð." lítum á málið í heild sinni er löggjöf- in í nágrannalöndum okkar alltaf að verða okkur meira í hag og ef okkur tekst að ýta þessu samfélagi lengra og lengra ffá landsteinunum er það til góðs." valgeir@dv.is Skytta lést á veiðum Rjúpnaskytta sem var á veið- um við hellinn Víðgelmi í Borg- arfirði fékk hjartaáfall og lést. Frá þessu var greint á Vestur- landsvef Skessuhorns. Atvikið áttí sér stað síðastliðinn laugar- dag og var maðurinn að sögn lögreglunnar í Borgarfirði þar ásamt tveimur vinum sínum. Þeir tílkynntu atburðinn lög- reglu sem kom ásamt sjúkrabíl á staðinn. Maðurinn sem lést var á sextugsaldri. Voru við veiðar í Elliðaám Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu var kölluð til að Elliðaám um fjögurleytið í gær. Tilkynning hafði borist um að óprúttnir aðilar væru að stunda veiðar í ánni. Þegar lög- reglan kom á staðinn voru veiði- mennirnir hins vegar á bak og burt. Ekki er vitað hvað þeim stóð til en nokkuð óvanalegt þykir að veiðar séu stundaðar í leyfisleysi í Elliðaám í lok nóvember. / / / ir leikara í myndinni verði íslenskir og nýleg heimsókn Augusts rennir stoð- um undir þá fullyrðingu höfundarins. Á meðan á dvölinni stóð óskaði Aug- ust sérstaklega eftír því að sjá kvik- mynd Guðnýjar Halldórsdóttur, Ung- ffúin góða og húsið ffá árinu 1999. Talið er líklegt að hann hafi viljað sjá hvemig leikarar af mismunandi þjóð- erni komu út í hlutverkum íslend- inga. Lífseigur orðrómur hefur ver- ið á kreiki um að leikkonan Cate Blanchett muni fara með með aðal- hlutverk kvikmyndarinnar en vegna skipulagsárekstra varð ekkert úr því. Ljóst er því að ef Billé August hefur svipaðar fýrirætlanir og Ullman geta íslendingar átt von á stjömufans til landsins á næsta ári. / / / / / / I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.