Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 BÆKURDV Skáldsaga Prýðilegt byrjandaverk Ósagt Skcinmlilcgog snjöll llcua, sogö ;i cíníaldan og skcmmiilcgan mála. l-yvínd ur kailsson má vi'Ri stollural sinni l\rsiti hok. Eyvindur Karlsson Skáldsagan Ósagt er íyrsta skáld- saga Eyvindar ICarlssonar. Bókin fjallar um unga stúlku og dularfullt ferðalag hennar með fíkniefnasala, þar sem þau fela sig frá lögregl- unni. Inn í ferðalagið fléttast svo frásögn konunnar af fyrsta kærast- anum, einelti, hræðilegum atburð- um í æsku, stórslysi, bata og end- urhæfingu, fyrrverandi eiginmanni hennar, hefnd og biturð. Bókin er skemmtilega skrifuð, snjöll saga sem deilir á ofbeldi gegn börn- um, neyslusamfélagið, líkams- og vöðvadýrkun, lýtaaðgerðir og graða miðaldra karlmenn. Eyvindi tekst að draga upp afar grafíska mynd af helstu atburðum bókarinnar og á einhvern ótrúlegan hátt tekst hon- um að segja söguna í nokkurs konar „film noir"-stíl, þar sem rökkrið og óvissan gerir persónurnar meira spennandi. Textinn sjálfur er hrár, kaldhæðinn, einfaldur og einstaklega þægilegur. Því rennur bókin ljúft áfram þó að stílbragð Eyvindar verði seint kallað stórbrotið. Ósagt er prýðilegt byrjandaverk, snjöll flétta sem gefur reyndari reyfarakonung- um ekkert eftir. Hins vegar má greina reynsluleysi Eyvindar á nokkr- um stöðum, þar sem á köflum verður smávægileg stílbreyting á textan- um, sem kemur ekki vel út fyrir heildina. Eins hefði mátt nostra betur við síðustu kafla bókarinnar, þar sem hálfklisjukennd frásagnaraðferð bitnar á frumleika sögufléttunnar. Dóri DNA Barnabók Falleg bók en heldur flókin Eyja glerfisksins I íuasui hók en s;i hciimii' Kcm Signin skapai licr cr hclsi til nl mmmsmmm UtKflaiHli Mal uu ineimiiiK Út er komið sjálfstætt framhald af barnabók Sigrúnar Eldjárn Eyju gullormsins og heitir sú nýja Eyja glerfisksins. Lesendur fá nú að vita meira af ævintýrum Ýmis og Gunnu, Sunnu Maríu og Tuma. Sunna María finnur málmbrot sem krakkarnir eru vissir um að sé af sjálfum Gullorminum og ákveða að skila því. Við tjarnar- bakkann finna krakkarnir bát sem flytur þau, ekki á Eyju gullormsins, heldur á Eyju glerfisksins. Þar taka á móti þeim furðuverur sem eiga í innbyrðisdeilum sem krökkunum er ætlað að leysa. Krakkarnir fá mis- góðar móttökur. Ýmir og Tumi kynnast Bínu og Ugga sem aðstoða þá í þessum nýja heimi. Gunna lendir í fangelsi því hún er ekki með gler- augu en Sunna María er gerð að prinsessu og fær að úða í sig eins miklu súkkulaði og hún vill. Bókin er glæsilega myndskreytt af Sigrúnu sjálfri, umbrot og kápa alveg hreint til fýrirmyndar. Sagan sjálf er ágæt en ekki gallalaus. Helsti galli bókarinnar er sá að heimurinn sem Sigrún skap- ar í bókinni er helst til of ruglingslegur og náði ég seint að lifa mig inn í þennan sagnaheim. Boðskapur sögunnar er sá að friður sé farsælast- ur. Gott og gilt en boðskapurinn hefði þó mátt vera fyrirferðarminni og ekki eins fýrirsjáanlegur. Meira púður hefði mátt fara í persónusköp- un. Karakter Sunnu Maríu er sá eftirminnilegasti og heldur ævintýrinu í raun uppi enda er hún óborganleg með dúkkuvagninn sem er stútfull- ur af alls kyns dóti sem kemur sér vel á ögurstundu,. Hinir þrír karekt- erarnir eru hins vegar heldur flatir. Fínasta bók en Sigrún hefur sýnt að hún getur gert betur. Berglind Hasler Baráttusaga 1 7\jrsti vtshir-íslauki aanustntn MargrétJ. Benedictsson Helgaði lífsitt jafnréttisbaráttu kvenna. Saga hennar má ekki gleymast. /SS BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Úr heimi geðhvarfa- sýki og vímuefiia Þetta er frásögn móður af baráttu sonar síns við geð- hvarfasýki. Hann er gáfaður og hæfileikaríkur og virðist að mörgu leyti hafa ágætar aðstæður til að takast á við sjúk- dóminn. Samt fer allt á versta veg og að lokum er Líf hans eins og rjúkandi rúst. Það er ekki auðvelt að ritdæma bækur af þessu tagi. Að einhverju leyti er þetta játningarrit, að einhvetju leyti tilraun til uppgjörs, jafnvel vamar; meginuppistaðan hlýtur þó að vera einhvers konar greinargerð fyrir gangi sjúkdómsins, drög að sjúkraskýrslu, að vísu út ffá sjónarhorni sem tæpast myndi teljast hlutlægt fr á sjónarmiði vísindanna. Hugrekkið sem þarf til að rita svona bók og lofsverður tilgangurinn ger- ir að verkum að kröfúr um sérstakt bókmenntagildi verða hálfhjáleitar. Allt sem verður til að vinna gegn fordómunum er af hinu góða, og þá er ekki höfúðatriði þó að framlagið geti vart kallast stórkosdegt listaverk. Aðeins eitt ár er liðið frá því að sonur höfundar, Clare Dickens, fyrirfór sér, nú þegar bókin kemur út. Það er býsna skammur tími og á stundum fékk ég á tilfinninguna við lest- urinn að sumt væri höfundi enn svo sárt að hún ætti bágt með að rifja það upp. Það á einkum við um atburði frá síð- asta skeiði sjúkdómsins, þegar fátt virðist hafa blasað við unga manninum annað en strætið. Hvað var það sem raun- verulega fór úrskeiðis? Var það fjölskyldan sem brást eða læknamir, „kerfið" - sem í þessu tilviki er bandaríska heil- brigðiskerfið? Var kannski aidrei hægt að gera neitt í raun og veru? Hversu mikinn þátt áttu áfengisneysla og misnotkun lyfja og vímuefna í gangi sjúkdómsins? Það virðist nokkuð augljóst að sjúkrasaga sonarins, Titusar Dickens, er einnig að verulegu leyti saga slíkrar misnotkunar - og þá er eðli- legt að spyrja hvaða gildi hún hafi fyrir þá sem ekki rata út í slíkt hörmungafen, en þurfa samt að glíma við veikindi af þessu tagi. Ég sakna þess að höfundur reyni ekki að spyrja slíkra spurninga á skýrari hátt og svara þeim, t.d. í bókarlok; kannski hefur hún ekki treyst sér til þess. Eitt má þó læra af þessu dæmi: óttinn við að viðurkenna geðsjúkdóma, horfast í augu við þá og gangast við þeim, bæði gagnvart sjálfúm sér og öðrum, hann einn er alveg nógu hættulegur. Gegn hon- um þarf að berjast með öllum ráðum ásamt þeirri þögn sem Þegar ljósið slokknar Bókin voitir hrolh okjantli innsýn inn 1 hciin |u'ss sem lcndir i víta- hringgeóu'iki o” \ inuu'ína- nolkiiiuir. tir Clare Dickens Útgefandi JPV ÞEQAR LJOSH) SLOKKNAR ionu oc Möan CI.ARF. DICKENS oftast umlykur þá - bæði af hálfu hins sjúka, hans nánustu og samfélagsins í heild. Clare Dickens ogfjölskylda hennar eru Bandaríkjamenn, en bjuggu hér á landi um skeið vegna starfa við bandaríska sendiráðið og hafa síðan haldið tengslum við land og þjóð. Þessi íslandstengsl munu vera aðalástæða þess að bókin er strax þýdd og gefin út hér; um enska útgáfu hennar sé ég raunar ekkert í bóldnni eða á heimasíðu bókaforlags- ins. Á einum stað í bókinni talar höfúndur um fslendinga sem mildð fyrirmyndarfólk í geðheilbrigðismálum og er þá væntanlega með bandarískar aðstæður í huga. Ég vona að hún hafi eitthvað fyrir sér í því, en miðað við þær umræð- ur, sem hér hafa orðið nýlega, t.d. á síðum Morgunblaðsins í sumar, telja þó margir að við eigum mikið verk óunnið í þeim efiium. Jón Viðar Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.