Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 23
DV Umræða MIÐVIKUDAGUR21. NÓVEMBER2007 23 — i—! Ásta Ragnheiður Jóhannes- —I dóttir þingmaður Samfylkingar- innar fær plúsinn að þessu sinni fyrir að leggja fram þingsályktunartillögu um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru sem beint ergegn börnum. SPURNINGIIV HVARÆTLAR ÞÚ AÐ NIÐURHALA ÞÍNU EFNI? „Það er til nóg af stöðum á internetinu til þess. Ég ætla ekki að tilgreina neinn sérstakan stað hér," segir Svarar Lúthersson, forsvarsmaður torrentis en á mánudag var vefsiðunni lokað að kröfu sýslumannsins í Hafnarfirði. DVFYRIR 25ÁRUM MYNDIN MikeTyson Hnefaleikaheimsmeistarinn fyrrverandi er mikill dúfnavinur og á sunnudag notaði Tyson tækifærið til þess að heimsækja dúfnabú í Walsall í Bretlandi. Tyson hefur komist (kast við lögin upp á síðkastið og var nýlega dæmdur í eins dags fangelsi. dv-mynd Getty Alið á fordómum Það er vandratað meðalhófið í fréttaflutningi og umfjöllum um það sem aflaga fer í þjóðfélaginu. Það er gömul saga og ný. Rík er tilhneigingin að finna sökudólg og að gera hann ábyrgan. Við það verða aðrir laus- ir við sök eða ábyrgð. Kannast ekki margir við frásögnina af innbrotinu, þjófnaðinum eða nauðguninni sem lauk með því að greint var frá því að um aðkomumann var að ræða? Er- lendis eru til sams konar dæmi og þar eru dæmi um að gyðingar eða sígaunar séu gerðir ábyrgir fyrir ein- hverju miður góðu athæfi sem bitnar á almenningi eða ógnar öryggi hans. Meðalhófið er vandratað og efþað tekst ekki þá getur það gerst að alið er á fordómum, stundum óafvitandi og stundum vísvitandi. Að gera utan- bæjarmenn ábyrga fríaði heimamenn allri ábyrgð og leiddi til almennings- álits sem var rangt, vegna þess að það lágu rangar upplýsingar til grund- vallar. Þess vegna bera þeir sem flytja ff éttir mikla ábyrgð ekki síður en hin- ir sem vinna úr fréttunum. Nú eru það útlendingar sem eru í hlutverki utanbæjarmannsins. Flutt- ar eru fréttir af afbrotum sem þeir fremja og óðara stökkva fram menn sem gera útlendingana ábyrga fýrir því að venjulegt fólk, og sérstaklega konur, óttast um öryggi sitt og krefj- ast þess að fjarlægja þá úr landi eða þeim verði bannað að koma til lands- ins án einhvers konar öryggisskoð- unar. Upphrópun á borð við údend nauðgunargengi eða þjófagengi eru sorgleg dæmi þar sem abð er á for- dómum gagnvart útlendingum og ís- lenskt þjóðerni upphafið. Síðustu daga hefur mjög borið á fréttum af nauðgunum sem erlendir menn eru taldir hafa framið og sum- ir fjölmiðlar hafa tilgreint sérstak- lega að um údendinga hafi verið að ræða. Það má segja að eðlilegt er að KRISTINN H. GUNNARSSON alþingismaður skrifar „Meðalhófið er vandrat- að og efþað tekst geturþað gerst að alið er á fordámum, stundum óafvitandi og stund visvitandi." tilgreina þjóðerni ef það hefur ein- hverja þýðingu til þess að skýra mál- ið. Það er að segja ef údendingar eru líklegri til þess að nauðga, þá er það kannski sanngjarnt gagnvart öðr- um sem myndu annars liggja undir grun. En engar upplýsingar hafa kom- ið ffarn sem staðfesta það. Þvert á mótí er upplýst að ólíklegt sé að fleiri nauðganir séu framdar af údending- um en nemur hlutfalli þeirra af íbú- um landsins. Að auki er upplýst að fleiri erlendar konur sem giftust ís- lendingi og fluttust til landsins hafi leitað til Stígamóta vegna ofbeldis eiginmanns síns en sem svarar hlut- fallslegum íbúafjölda hér. Hvar er fréttaflumingurinn um þá staðreynd síðustu vikur? Vissulega hefur orðið sprenging í fjölda útíendinga hér á landi á örfá- um árum. Það má segja að þar hafi ekki verið farið meðalhófið og mörg vandamálin af því orðið. Aðallega þó á þann veg að íslenskir atvinnu- rekendur hafa misnotað hið erlenda vinnuafl á einn eða annan hátt. Af þessari hröðu fjölgun á stuttum tíma leiðir ýmislegt sem venjulegum ís- lendingi líkar ekki, svo sem að geta ekki talað íslensku við strætísvagns- stjórann eða þjóninn á veitingahús- inu o.s.ffv. Það eru að mínu matí eðli- leg umkvörtunarefni því við eigum heima í íslensku málsamfélagi og eigum ekki að una öðru. Og vissulega getur mörgum landanum þótt að nóg sé komið í bili af fjölgun údendinga. Það er í sjálfu sér ekkert að því sjón- armiði og einmitt skiljanlegt út frá meðalhófinu sem alltaf á við. En við eigum ekki að ræða um einstök vandamál eins og þau eigi sér sérstaklega rætur í erlendu þjóð- emi af þeirri einföldu ástæðu að slíkt er firra. Ofbeldishegðun er vanda- mál sem útíendingar bjuggu ekki til, drykkjuskapurinn og sóðaskapurinn um helgar í miðborg Reykjavíkur er ærinn þótt engir útíendingar komi þar að. Nauðgangir hafa því miður verið fjölmargar á hverju ári framdar afíslendingum. í hnotskurn, þá hafa vandamál- in, sem verið er að tengja útíendinga sérstaklega við, verið til staðar án þeirra og engar vísbendingar liggja fyrir sem sýna að þau hafi orðið verri fýrir þeirra tilverknað. Á Austurlandi hefur um nærri þriggja ára skeið ver- ið um 1500 - 2000 manna þorp Pól- verja sem unnið hafa hjá Bechtel. Þar hefur ekki orðið neitt lögreglumál, engin kæra, engin umkvörtun, eng- ir árekstrar við Islendinga og em þó mennimir bæði ungir og nota áfengi. Vestfirðingar hafa lengri reynslu en aðrir landsmenn af útíendingum sem þangað hafa flust til lengri eða skemmri dvalar. Sú reynsla er útíend- ingunum hagstæð, þeir hafa sýnt sig vera góðir þegnar og hafa almennt lagt sig fram um að standa sig vel í íslensku þjóðfélagi. Það sama á við um þá útlendinga sem hingað hafa komið á síðustu ámm, nema hvað líklega má sjá þverskurð í þeirra hópi sem er líkari því sem við almennt þekkjum. Þetta eru ffekar sannmæli um útíendingana en á köflum frekar óviðfelldin umfjöllum síðustu daga á þjóðemislegum nótum. Hún hef- ur alið á fordómum með óttann að vopni. Sandkassinn Kristján Hrafn Guðmundsson talar um íslenska kvikmyndagerð ÉG HLJÓPILLILEGA Á MIG hér í þessum pistli fýrir réttri viku þar sem íslensk kvikmyndagerð samtímans var mærð. Þarhélt ég þvf fram að hvorki myndin Börn né For- eldrar, sem Ragnar Braga- son ogVest- urportshóp- urinn gerðu, hefðu verið valin sem ffamlag fslands til óskarsverðlaunanna. Börn varð þess heiðurs aðnjót- andi í fýrra en rýr uppskera á Edduhátíðinni varð líklega til þess að ég hélt þessu fram. Og fljótfærni að „dobbúltékka" ekki. Bið hlutaðeigandi innilegrar af- sökunar. (L0FRÆÐUNNI í síðustu viku talaði ég um leiknar myndir og heim- ildarmyndir. Eina kvikmynda- tegund til má einnig nefha, það er, stuttmyndir. Ein slík eftir Rúnar Rúnarsson, Síðasti bær- inn í dalnum, var tilnefnd tíl óskarsverðlauna (og ekki „bara" sem ffamlag íslands) sem besta stuttmyndin fýrir tæpum tveim- ur árum og fékk vænan skammt af verðlaunum á öðrum alþjóð- legum hátíðum. Og ef það er einhver mælikvarði á velgengni og gæði íslenskra kvikmynda undanfarin misseri og ár, þá hafa tvær slíkar, stuttmyndin Bræðrabylta og heimildarmynd- in Reiði guðanna, hlotið verðlaun á alþjóðlegum hátíðum síðan ofanritaður klappaði á bak kvik- myndagerðarmanna hér á landi fýrir einungis sjö dögum! Og ekki þau fyrstu á þeim bæjunum. ÞÁ ERU ÓNEFNDAR þær blikur sem eru á lofti um að leikið íslenskt sjónvarpsefni komist á hærra ■ plan eftir að umdeildur samningur milli RÚV og Björgólfs Guðmunds- sonar var undirritað- ur á dögun- um. Það væri ekki amalegt ef við íslendingar kæmumst þó ekki væri nema í hálfkvisti við Dani í þeim geira í nánustu framtíð. f enn fjarlægari ffamti'ð er krafan þó að sjálfsögðu að gera mikið betur en þeir. EIH ER ALLAVEGA VfST: fslenska kvikmyndavorinu er lokið. Það er komið kvikmyndasumar. f AFMÆLISBÖRN DAGSINS ■ MIÐVIKUDAGURINN 21. NÓVEMBER 2007 60ÁRA 50ÁRA 40ÁRA ERNAJÓNSDÓTTIR, Arahólum 2, Reykjavík. ANNA JÓNA EINARSDÓTTIR, Lindarbraut 7, Seltjarnarnesi. JÓHANNES BALDVIN LAREAU, Gaukshólum 2, Reykjavík. SIGURÐUR ERLING BALDURSS0N, Ránargötu 35, Reykjavík. GIANCARLO GIUSEPPE FRANC0, Laugarási, Egilsstöðum. KRISTÍN SÖRLADÓTTIR, Dunhaga20, Reykjavík. BÚIGRÉTAR VÍFILSS0N, Hlíðarbæ 16, Akranesi. LEIDY KAREN STEINSDÓTTIR, Hesthömrum 23, Reykjavík. SVEINN KARLSS0N, Lyngbrekku, Stað. HILDIGUNNUR SVAVARSDÓTTIR, Möðruvallastræti 10, Akureyri. PETRÍNA RAGNA PÉTURSDÓTTIR, Engihjalla 23, Kópavogi. ERLENDUR HJALTAS0N, Auðarstræti 3, Reykjavík. LÁRA ÞÓRARINSDÓTTIR, Sundlaugavegi 14, Reykjavík. ÞORVARÐUR EINARSS0N, Hraunbæ 34, Reykjavík. MARGRÉT ÖRNÓLFSDÓTTIR, Mjóstræti 6, Reykjavík. pAlljónasson, Hlíð, Þórshöfn. GUNNAR EIRÍKSS0N, Heiðargerði 43, Reykjavík. SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Áshlíð 1, Akureyri. RAGNHILDUR REYN ÓLAFSDÓTTIR, Ránarvöllum 19, Reykjanesbæ. ASGEIR ÁSGEIRSS0N, Sogavegi 96, Reykjavík. INGIBJÖRG SVERRISDÓTTIR, Fiskakvísl 9, Reykjavík. SIGURGEIR GUÐMUNDSSON, Borgarhrauni 22, Hveragerði. SIGURBJÖRG ÓSK STEFÁNSDÓTTIR, Kópubraut 16, Reykjanesbæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.