Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 Frittir DV . lt-r Skoða skráningu í erlendri mynt Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra hefur skipað nefnd um skráningu hlutafjár í erlendri mynt. f tilkynningu frá ráðuneytinu segir að áhugi fyrirtækja, sem skrásett eru á skipulegum verðbréfamarkaði hér á landi, á að skrá hlutafé sitt í erlendri mynt hafi aukist veru- lega. Því hafl þess nefnd verið sett á laggirnar. Nefndin mun skila niðurstöðum fyrir 1. mars og verður formennska í höndum Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra. Sextánfaldur samdráttur Um það bil sextánfaldur aflasamdráttur hefur orðið á Flateyri ffá því í október á síð- asta ári og miðað við október á þessu ári. Á sama tímabili í fyrra lönduðu Flateyringar um átta hundruð tonnum af afla, en samkvæmt tölum Hag- stofu íslands var einungis um fimmtíu tonnum af afla land- að í seinasta mánuði. Þennan mikla mun má meðal annars útskýra með lokun Kambs ehf. fyrr á árinu. Aðeins 16 tonn- um af þorski og 35 tonnum af ýsu var landað í bænum í síð- asta mánuði. Opnuðu heilsu- gæslu í Mósambík Heilsugæslustöð sem Rauði krossinn og Þróunarsamvinnu- stofnun íslands hafa unnið að byggingu á í sameiningu í Mósambík var formlega opnuð á dögunum. Hún mun þjóna íbúum sjö þorpa á svæði í Ma- pútó-héraði en þar búa alls um átta þúsund manns. Kostnað- urinn við bygginguna var tólf milljónir króna og tók eitt ár að byggja hana. Á stöðinni er að- staða til almennrar heislugæslu og meðhöndlunar á algengustu sjúkdómum, fæðingarstofa, mæðra- og ungbarnaeftirlit, bólusetningar og önnur fyrir- byggjandi heilbrigðisfræðsla. Helstu heilsufarsvandamál á svæðinu eru malaría, niðurgang- ur, vannæring og alnæmi. Ung- barnadauði er auk þess mikill. Tímabærsamtök Samband íslenskra fram- haldsskólanema var stofnað á dögunum og kemur þar saman hagsmunagæsla þeirra nema sem áður voru í Félagi ffarn- haldsskólanema og Iðnnema- sambandinu. Hreiðar Már Árnason, kynningarfuiltrúi sam- takanna, segir að tímabært hafi verið að skapa eina sterka heild sem beitti sér fyrir réttindum allra nema á framhaldsskólastigi. Meðal markmiða samtakanna er að vera upplýsandi um kjaramál framhaldsskólanema á vinnu- markaði. Óvissa er um byggðakvóta á Bíldudal en úthlutunarreglur eru í endurskoðun hjá bæjar- stjórn Vesturbyggðar. Jón Þórðarson, útgerðarmaður á Bíldudal, er áhyggjufullur vegna þessa og telur atvinnulífi bæjarfélagsins stefnt í hættu. Tveir aðilar hafa sýnt áhuga á að hefja þar fiskvinnslu en umsóknirnar voru ekki teknar fyrir á fundi bæjarráðs. ATVINNAN í HÆTTU ERLA HLYNSDÓTTIR bladcimadi.it sktifar: erla<i‘<dv.is „Okkur finnst undirliggjandi að það eigi að skera þennan kvóta niður og fara með hann eitthvert annað. Það færi alveg með atvinnulífið hér" seg- ir Jón Þórðarson, útgerðarmaður á Bíldudal, um þann byggðakvóta Vest- urbyggðar sem hefúr verið eyrna- merktur Bíldudal. Úlfar B. Thoroddsen, forseti bæj- arstjómar Vesturbyggðar, lagði til 9. nóvember að bæjarráði verði fal- ið að móta nýjar reglur um úthlutun byggðakvóta á Bfldudai. Bæjarstjórn- in samþykkti tillöguna með öllum greiddum atkvæðum. Jón segir sér virðast sem svo að það eigi að hætta stuðningi við Bíldu- dal eða draga úr honum hið minnsta. Ekkert bólaði á kvótanum Undanfarið eitt og hálft ár hef- ur staðið til að fiskvinnsla hefjist á ný á Bíldudal. Fyrirtækin Oddi ehf. Á Patreksfirði og Þórsberg ehf. á Tálknafirði ákváðu á sínum tíma að hefja fiskvinnslu á Bíldudal undir nafninu Stapar ehf. Stjórnvöld höfðu gefið vilyrði fyrir því að 300 tonna byggðakvóti yrði færður þangað og þá til Stapa. í ffamhaldinu var lagt í miklar endurbætur á ffystihúsi bæj- arins en þeim hætt þegar ekkert ból- aði á kvótanum. Nýlega varð síðan ljóst að kvótinn myndi skila sér en hann yrði aðeins 140 tonn, mun minni en upphaflega stóð til. Fresta um óákveðinn tíma 8. nóvember tilkynntu Stapar að þeir væru hættir við að fara af stað með fiskvinnshi á Bíldudal. Jón segir að aðeins þremur sólarhringum síðar hafi komið fram tveir aðrir aðilar sem vildu vinna fisk á Bíldudal. Eina skil- yrði þeirra sé að þeir fái sama byggða- kvóta og Stöpum hafi verið úthlutað. Báðir aðilar lögðu inn formlega umsókn en ekki var fjallað um þær efnislega á síðasta fundi bæjarráðs. „Auðvitað er ekki hægt að búast við því að þeir tækju afstöðu til um- sóknanna á fyrsta fundi en þeir frest- uðu einnig að taka þær til efnislegrar skoðunar. Erindunum var hreinlega frestað um óákveðinn tíma," segir Jón en vísað var til þeirrar samþykktar á fundi bæjarstjórnar að móta þurfi nýjar reglur um úthlutun byggða- „Að mínu viti hefði verið eðlilegt afbæjarráði að óska eftir viðræð um við þessa tvo aðila - 1» '___ Bt, kvóta á Bíldudal. „Að mínu viti hefði verið eðlilegt af bæjarráði að óska eftir viðræðum við þessa tvo aðila og gera áreiðanleikakönnun á umsækj- endum. Þá hefði málið verið komið í farveg," segir hann. Hvatning til ríkisstjórnarinnar Þeir aðilar sem Jón vann með höfðu í hyggju að hefja strax vinnslu á 1.200 til 1.500 tonnum og fara síðan upp í 2.000 tonn. Hann ítrekar hversu miklu máli slík vinnsla myndi skipta fyrir atvinnulífið á BíldudaJ. Arnheiður Jónsdóttir, sem sit- ur í bæjarstjórn Vesturbyggðar, seg- ir að vegna nýrrar stöðu í málefnum Bíldudals hafi bæjarstjóm ákveðið að taka sér umhugsunaífrest áður en umsóknimar yrðu teknar til skoðun- ar. Hún bendir á að ákveðinn hluti byggðakvótans sé bundinn við Bíldu- dal og ekki sé hægt að flytja hann annað. Arnheiður vísar annars í sam- þykkt bæjarstjómar um endurskoðun úthlutunarreglna. Skjöldur Pálmason, formaður At- vinnumálanefndar Vesturbyggðar, rakti alvarlega stöðu atvinnumála á Bíldudal á síðasta fundi nefndarinn- ar og fór yfir aðkomu Stapa að fisk- vinnslu þar. Bókuð var hvatning til ríkisstjórnar Islands til að standa við loforð varðandi atvinnuuppbygg- ingu á Bíldudal. Skjöldur ítrekaði mikilvægi þess að tryggja að byggða- kvótinn sem úthlutað var til vinnslu á Bíldudal haldist áfram í Vestur- byggð. Við vinnslu fréttarinnar náðist ekki tal af Úlfari B. Thoroddssen, for- setabæjarstjómar. Helmingi fleiri aðstoða blinda og sjónskerta Draumur blindra að rætast „Nú er langþráður draumur fé- lagsmanna í Blindrafélaginu að ræt- ast. Sérstaklega hvað varðar aðgengi blindra og sjónskertra að mennta- kerfinu," segir Halldór Sævar Guð- bergsson, formaður Blindrafélags- ins. Ákveðið hefur verið að setja á laggirnar þjónustu- og þekkingar- miðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda hér á landi. Ríkisstjórnin stendur að baki miðstöðinni sem áætíað er að taki til starfa næsta haust. Sævar segir að í dag séu nokkrar stofnanir sem annist mál blindra og sjónskertra en hugmyndin er að sameina þær á einum stað, bæta þjónustuna og auka aðgengi. Einnig verður fagfólki fjölgað úr 13 í 26 á hinni nýju þjónustumiðstöð. Meðal þeirra sem þar koma til með að starfa em augnlæknar, sjóntækjafræðingar, sálfræðing- ar og félagsfræðingar. Kennslu- ráðgjafar munu aðstoða blinda og sjónskerta námsmenn en eftir að blindradeild Álftamýrarskóla var lögð niður haustið 2004 hef- ur slíkri þjónustu verið ábótavant. Búist er við að sá hluti starfsemi Blindrabókasafnsins sem snýr að gerð námsbóka heyri einnig und- ir þjónustumiðstöðina. Blindra- bókasafnið sem slíkt verður hins vegar breytt í Hljóðbókasafn. Endanleg staðsetning mið- stöðvarinnar er ekki ákveðin en ljóst er að hún verður á höfuð- borgarsvæðinu. Þeir sem þurfa að sækja þjónustuna utan af landi eiga möguleika á að fá ferðakostn- að greiddan. Um 1500 Islendingar teljast fatl- aðir vegna skertrar sjónar, um 20 eru daufblindir, um 330 eru lög- blindir en aðrir eru með alvarlega skerta sjón. Lögum samkvæmt eiga þessir einstaklingar rétt á þjónustu sem gerir þeim kleift að lifa sjálf- stæðu lífi og starfa í eðlilegu samfé- lagi við aðra. erla@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.