Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Page 7
DV Fréttir Vagnstjórar hjá Strætó bs. verða sífellt oftar fyrir árásum af hálfu farþega. Jóhannes Gunnarsson, trúnaðarmaður hjá Strætó bs., segir að vagnstjórar hafi miklar áhyggjur af þróun mála. Hörður Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Strætó bs., segir að slikar árásir séu litnar mjög alvarlegum augum. ” ;-*> n—jmt m f|| ' MB i ■■■ 1 _ Æpr il'H ! ■ 0 ir ' 1 4| 'wW i LlI , -> II Strætó Árásir á bilstjóra verða sífellt algengari. Jóhannes Gunnarsson trúnaðarmaður segir að vagnstjórar hafi áhyggjur af þróun mála. OFBELDIOG HÓTANIR NÆRRI DAGLEGT BRAUÐ 3 „Það er farið að gerast ansi oft að það sé ráðist á vagnstjóra," segir Jó- hannes Gunnarsson, trúnaðarmað- ur hjá Strætó bs. Undanfarnar vikur og mánuði hafa árásir á vagnstjóra verið tíðar. í DV í gær var sagt ffá fólskulegri árás á Kjartan H. Margeirsson, stræt- óbflstjóra til 23 ára, sem lenti í þeirri miður skemmtilegu lífsreynslu að á hann var ráðist í síðustu viku. Tveir piltar á aldrinum sextán til sautján ára réðust á hann eftir að hafa neit- að að borga fargjaldið. Þeir hleyptu úr dekki vagnsins svo hann kæm- ist ekki í burtu og brutu framrúðu bifreiðarinnar. Við árásina sprakk vöðvi í handlegg Kjartans og hann var blár og marinn á stórum hluta líkamans. Vikulegar árásir Jóhannes segir að strætóbflstjór- ar verði oft íyrir miklu aðkasti og for- dómum frá vegfarendum. Hann seg- ir að það sé orðið nánast vikulega að ráðist sé á bílstjóra. „Þetta er alltaf að verða verra og verra og hefur að mínu mati verið að aukast. Þetta eru bara ofbeldismálin en svo eru það öll fúkyrðin sem bflstjórarnir fá að finna fyrir," segir Jóhannes og bætir við að árekstrar á milli útlendinga og vagnstjóra hafi verið nokkuð tíðir. Aðspurður hvað valdi því að strætisvagnabflstjórar verði fyr- ir auknu aðkasti segir Jóhannes að erfitt sé að nefna eina ástæðu. Þar geti spilað inn í hátt gjald og sú staðreynd að ölvaðir einstakling- ar ferðist gjarnan með strætó. „Það er allur gangur á þessu og erfitt að finna einn orsakavald. Fólk sem er í neyslu á áfengi og eiturlyfjum notar strætisvagna mjög mildð. Við lend- um stundum í vandræðum með þá einstaklinga." Lögreglan sein til aðstoðar Hörður Gíslason, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Strætó bs., segir að allar árásir á starfsmenn séu litn- ar mjög alvarlegum augum. „Þetta hefur því miður gerst hjá okkur í gegnum tíðina. Við höfum verið að reyna að finna leiðir til að leysa þetta vandamál. Það sem okk- ur finnst vænlegast er að reyna að styrkja einstaklinginn sem er í starf- inu þannig að komast megi hjá því að það verði alvarleg átök. Það hafa meðal annars verið námskeið hjá okkur og menn hafa verið meðvit- aðir um þetta vandamál. Einfaldar lausnir eru því miður ekki á lausu," segir Hörður. Jóhannes telur engan óhultan fyrir ofbeldinu sem viðgangist í ís- lensku þjóðfélagi. Hann segir marga bflstjóra ósátta við sein viðbrögð lögreglunnar. „Lendi vagnstjórar í þeirri aðstöðu að biðja þurfi um að- stoð lögreglu er það óviðunandi að lögreglan sé ekki komin á vettvang fyrr en eftir tuttugu mínútur. Það kvarta margir undan þessu og það er vissulega alvarlegt ef vagnstjórar geta ekki fengið þá aðstoð sem beð- ið er um strax. Það þarf að bregðast við þessu og gera eitthvað í málinu," segir Jóhannes. „Þáfékkég orða- flauminn yfir mig og þegarhann varbúinn að Ijúka sér afsagði hann að það sæist á búningnum hversu mikillfáviti ég væri." Fordómar fyrir búningnum Jóhannes segir að vagnstjórar láti helst ekki sjá sig í búningnum sem þeir nota við aksturinn. „Bflstjórar hafa talað um að þeir fái ekki góða þjónustu í búningnum, til dæmis í verslunum. Ég var til dæmis einu sinni að koma heim úr vinnunni og var í búningnum. Þá var maður búinn að leggja í innkeyrsluna. Ég benti honum mjög kurteislega á að þetta væri ekki bflastæði því hann væri búinn að loka innkeyrslunni. Þá fékk ég orðaflauminn yfir mig og þegar hann var búinn að ljúka sér af sagði hann að það sæist á búningn- um hversu mildll fáviti ég væri," seg- ir Jóhannes. Aðspurður hvort vagnstjórar séu aðstoðaðir eftir slíkar árásir, til dæmis með að leggja fram kærur á hendur gerendum, segir Hörður að reynt sé að standa með mönn- um eins og hægt er. „Ef eitthvað slíkt kemur upp á hjá okkur kem- ur fyrirtækið til aðstoðar. Ef staðan er þannig að lögbrot sé í málinu reynum við að leggja fram aðstoð okkar eins og hægt er,“ segir Hörð- ur. EINAR ÞOR SIGURÐSSON bladamcidur skrifar einar@dv.is Jólablaö DV kemur út föstudaginn 30. nóvember og fylgir helgarblaðinu þá helgi. Blaöiö mun íjalla um undirbúning jólanna, jólaheföimar, jólamatinn, jólatískuna, jólaskrautið □g aö sjálfsögöu jólagjafimar. Með þessu jólablaöi veröur þetta Helgarblaö DV stærsta Helgarblaö ársins. Takmarkað pláss er fyrir auglýsendur og þvi er um að gera að panta sem fyrst í síma 512 7000 eða með tölvupósti á netfangiö auglysingar@dv.is Hefur þú séð DV i dag? BETUSAN Birkiaska Umboös- og söluaóilí Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is ÞAKkARGJÖRÐAR KALKUNN A HOTEL CABIN Hm rómaða Þakkargjorðarveisia Hóíel Cabin verður haldin dagana 22. og 23. nóvember. í hádeginu 22. og 23. nóvember. Föstudagskvöldið 23. nóvember. Verð einungis: 1.850 kr 2.550 kr föstudagskvöld Léttir djazztónar verða leiknir yfir borðhaldi á föstudagskvöldinu. Borðapantanir í sima 511 6030 .............................................•\ HOTEL CABIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.