Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 Fréttir DV FRÉTTIR tttiUti Haldafram sakleysi Fjórmenningarnir sem högn- uðust samtals um 30 milljónir króna á einni viku með því að nýta sér kerfisvillu í netbanka Glitnis halda fram sakleysi sínu. Aðalmeðferð málsins er hafin fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri, en fólkið sagð- ist ekki hafa vitað að það væri að brjóta lög. Málinu var vísað frá dómi í haust vegna formgalla á ákærunni, eftir að í ljós kom að reglugerð sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra setti stóðst ekki lög. Horfurnarslæmar Matsfyrirtækið Standard & Poor's breytti í gær lánshæf- ismati ríkissjóðs úr stöðugu í neikvætt. í tilkynningu frá matsfyrirtækinu segir að þessi breyting endurspegli vaxandi og þrálátt ójafnvægi í íslensku hagkerfi og skort á aðhaldi í ríkisfjármálum. Standard & Poor's metur aðstæður svo að óhjákvæmi- lega muni hægja á hagvexti og lánshæfismat muni versna enn frekar ef jafnvægi næst aðeins með harkalegum að- gerðum. Síaukin neysla þykir benda til þess að viðskipta- halli lækki ekki. Sexvilja embættið Sex umsóknir bárust um embætti ríkissaksóknara og frestur til að skila umsóknum rann út í vikunni. Bogi Nilsson rfkissaksóknari lætur af störf- um um áramótin en dómsmála- ráðuneytið gefur ekkert upp um hvenær ákvörðunar sé að vænta. Umsækjendur eru þau Egill Step- hensen, saksóknari við embætti ríkissaksóknara, Guðjón Úlafur Jónsson hæstaréttar- lögmaður, Jón H.B. Snorrason, aðstoð- arlögreglustjóri og saksóknari emb- ættis lögreglustjór- ans á höfuðborgar- svæðinu, Ólafur Þór Hauksson, sýslumaður á Akranesi, Sigríð- ur J. Friðjóns- dóttir, saksókn- ari við embætti ríkissaksókn- ara, ogValtýr Sigurðsson, for- stjóri Fangels- ismálastofnunar ríkisins. Ekkertað gera hjá lögreglunni Lögreglan í Kjósarhreppi hefur lítið sem ekkert að gera ef marka má fund sem lögregl- an hélt í Ásgarði í gær. Að þeirra sögn eru afbrot í þessu 200 manna sveitarfélagi afar fátíð. Áhyggjumál þeirra snúast því þessa dagana um lækkun há- markshraða, að taka á hraðakstri bifhjólamanna í Hvalfirði, bjarga lélegu símasambandi á ákveðn- um stöðum og fara yfir stöðu á akstri utan vega og á reiðstígum. Einn piltanna sem framdi vopnað rán i Sunnubúð á sunnudag hafði nýlokið við að gjöreyðileggja Land Cruiser-jeppa með öxi þegar ránið var framið. Piltarnir tilheyra gengi sem kallar sig TanCrew, eða Brúnkustrákagengið. Gengið er þekkt fyrir að dýrka sólarlampa, ofbeldi og tekíladrykkju. Piltarnir eru aðeins 15 og 16 ára gamlir. RÆNDU BÚÐINATIL AÐ K0MAST í LJÓS SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON f blaðamaöur skrifar: sigtryggur<fl>dv.is >, Höfuðpaur piltagengis sem framdi vopnað rán í Sunnubúðinni við Lönguhlíð á sunnudagsmorgun hafði nýlokið við að gjöreyðileggja Land Cruiser-jeppa með öxinni sem hann notaði skömmu seinna til þess að ræna búðina. Umráða- maður bifreiðarinnar, Viktor Orri Emilsson, staðfestir þetta og segist hafa heyrt í piltunum eftir að þeir losnuðu úr haldi lögreglunnar. „Auðvitað var ömurlegt að koma að bílnum svona. Þetta er ekki einu sinni bílinn minn," segir Viktor. Hann segir að lögregla beri nú saman skemmdir á bílnum við öxina sem lagt var hald á eftir ránið í Sunnubúðinni. Viktor telur ekki að piltarnir geti hafa átt neitt sökótt við hann og veit ekki hvers vegna bíllinn var eyðilagður. „Þessir strákar hafa ekld verið þekktir fýr- ir svona hluti, þvert á móti," bætir hann við. Viktor kveðst ekki þurfa að óttast piltana. Sólarlampaárátta Piltarnir fjórir tilheyra um tut- tugu manna gengi sem kallar sig TanCrew, eða Brúnkustrákagengið í íslenskri þýðingu. Innan gengis- ins er mikil hefð fýrir því að liggja í sólarlömpum og fullyrða fyrrver- andi meðlimir klíkunnar að ránið á sunnudag hafi verið framið í þeim tilgangi að afla fjár fyrir fleiri tím- um í ljósabekkina. Atburðarásinni er lýst þannig að ránið hafi ekki verið skipulagt í smáatriðum, held- ur hafi piltarnir verið á rúntinum og skyndilega beðið þann sem ók bílnum að stoppa hjá Sunnubúð- inni. Þegar kylfa og öxi voru dregn- ar fram varð óeining í hópnum. Þrír héldu inn og frömdu ránið, en bílstjóranum hugnaðist það ekki. Fullyrt er að tilgangurinn með ráninu hafi verið að afla fjár til þess að kaupa tíma í ljósabekkjum og dæmi eru um að drengir hafi verið reknir úr klíkunni með ofbeldi fyrir það eitt að hafa ekki stundað ljósa- bekki af nægu kappi. Salapartí og tekíla Af samtölum við fyrrverandi meðlimi í klíkunni má ráða að það sem eitt sinn var hópur saklausra drengja hefur smám samanþróast í áttina til ofbeldis og áfengisneyslu. Forsprakkar TanCrew-gengisins hafa verið ötulir við að skipuleggja svokölluð salapartí, þar sem ungl- ingar leigja samkvæmisaðstöðu og halda svallveislur óáreittir. Lög- reglan hefur varað sérstaklega við þessum samkvæmum því erfitt sé fyrir foreldra að vita hvað fram fer í slíkum veisluhöldum. Af myspace- vefsíðum piltanna má sjá að þeir aðhyllast stífa tekíladrykkju. Á einni slíkri síðu má sjá hvar forsprakki gengisins lætur annan pilt kyssa á sér skóna, undir þeim hótunum að ella hljóti hann bar- smíðar. Tengla má finna á vefsíð- um piltanna á aðrar síður þar sem fólk er þvingað til þess að kyssa og sleikja skó. Verða ákærðir Piltamir fjórir em nú lausir úr haldi lögreglunnar, eftir að hafa játað að hafa ffarnið ránið á sunnu- dag. Friðrik Smári Björgvinsson hjá rannsóknardeild lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu segir að erfitt geti reynst að sanna að verk- færið sem notað var til þess að eyðileggja Land Cruiser-bifreiðina sé nákvæmlega það sama og notað var í ráninu. „Málið er nú komið til barna- verndaryfirvalda, enda hringja all- ar bjöllur þegar svona lagað á sér stað. Burtséð frá því, þá fer málið sína leið í kerfinu og ákæra verður gefin út, enda em drengirnir sak- hæfir," segir Friðrik Smári. Dómari kemur svo til með að ákveða hvernig refsingu verður háttað. Piltarnir geta átt von á sex mánaða fangelsi fyrir vopnað rán, en dæmi em um að dómar hafi verið mildaðir ef sakbomingar em sérlega ungir og eiga ekki afbrota- feril. rý Vinstri grænir vilja endurskoða námslánin: Óléttar námsmeyjarfá ekki fæðinqarstyrk „Ef kona, sem er námsmaður, verður veik á meðgöngu lendir hún í heilmiklum vandræðum ef hún get- ur ekki lokið tilskyldum fjölda ein- inga því fæðingarstyrkir em bundn- ir við að ákveðnum einingafjölda sé lokið. Við viljum tryggja að engin detti þarna milli skips og bryggju," segir Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boðs um tillögu til þingsályktun- ar um úttekt á kjörum og réttindum námsmanna sem hún lagði fram á mánudag í félagi við Kolbrúnu Hall- dórsdóttur og Auði Lilju Erlingsdótt- ur, þingmenn vinstri grænna. Katr- ín bendir á að Auður Lilja sé fýrsta flutningsmaður tillögunnar, hún komi fersk úr stúdentapólitíkinni og sé afar meðvituð um hvar sé pottur brotinn í málefnum námsmanna. Þingmenn vinstri grænna hafa einnig lagt fram frumvarp um breyt- ingar á Lánasjóði íslenskra náms- manna og segir Katrín að téð tillaga falli vel að henni. Óska þeir eftir að Alþingi álykti um að fela mennta- málaráðherra að gera útttekt á kjör- um og réttindum námsmanna og að þeirri vinnu verði lokið 1. mars 2008. Réttur námsmanna til fæðingaror- lofs er einn þriggja þátta sem lögð er áhersla á að verði athugaður, sömu- leiðis réttur námsmanna sem vegna veikinda eða slysa geta ekki stundað nám og í þriðja lagi að sá fr amfærslu- grunnur sem miðað er við í úthlutun námslána verður endurmetinn með hliðsjón af nýrri framfærslurann- sókn. „Við viljum að raunverulegur framfærslukostnaður liggi þarna til grundvallar," segir Katrín en náms- menn hafa lengi haldið því fram að erfitt sé að lifa á námslánum Lána- sjóðsins. Árið 2006 stunduðu um 17 þús- und einstaklingar nám á háskólastigi á íslandi og um helmingur þeirra byggði framfærslu sína á náms- lánum. erla&dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.