Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 Umræða DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðiö-Vísir utgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: ReynirTraustason og Sigurjón M. Egilsson ábm. FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Asmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Drelfing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins á stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. 011 viötöl blaösins eru hljóörituö. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ASKRIFTARSlMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 7040. SANDKORN Ekki er allt sem sýnist með landsliðið í fótbolta. Háværar raddir eru um að meðal lands- liðsmanna, leikmanna erlendra liða sé ekki kátína með þjálfarana, þáÓlafló- hannesson og Pétur Pétursson. ívar Ingimarsson gefur ekki framar kost á sér til að leika með liðinu og fleiri hafa helst úr lestinni fyrir leikinn í dag. Efasemdir munu vera uppi um að rétt hafi verið að ráða Ólaf, þrátt fyrir fínan árangur hér heima, efast er um reynslu hans og hæfni þegar kemur að alþjóðlegum leikjum. ■ Fjarvera Eiðs Smára Guð- johnsen frá landsliðinu vek- ur athygli. Enn hefur ekkert komið fram sem skýr- ir fjarver- una. Hann ber fýrir sig persónuleg- ar ástæður. Vissulega eru það rök til að keppa ekki með landsliðinu. Slúðursög- ur segja að fjarveran sé ekki síst vegna þjálfarans, Ólafs Jóhann- esson- ar. Sama skýring er uppi vegna ákvörðunar ívars Ingi- marsson- ar að hætta alfarið að leika með landsliði íslands. Það er stór ákvörðun leik- manns sem er jafnvel á há- tindi síns ferils. ■ Áberandi er að lesa fjöl- miðla, prentaða og rafræna, þegar fjall- að er um brúðkaup Jóns Ás- geirs Jó- hannes- sonar og Ingibjargar Pálmadótt- ur. Flestir sem hafa skrifað um brúð- kaupið kalla það brúðkaup aldarinnar. Hugmyndaleysið virðist algjört. Hvert brúð- kaup hefur sinn sjarma og sinn glæsileika. Trúlegast er að Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu sé ekkert geflð um að þeirra brúðkaup sé kallað brúðkaup aldarinnar. Enda er bara árið 2007, og 93 eftir af öldinni, svo það er snemmt að dæma, ef það er þá hægt. ■ Gæðunum er misskipt í Grundarfirði. Austfjarðabát- ar fylla sig af síld í firðinum og sigla drekkhlaðnir í hálfan annan sólarhring. Á meðan berast fréttir af einum báti Grundfirðinga, Þorvarði Lár- ussyni, sem fékk tundurdufl í trollið. Sá afli gaf ekkert af sér. -sme Furðupólitík LEIDARI REYNIR TRAUSTAS0N RITSTJORI SKRIFAR. F.n Sigurður Kári erekki endilega beittasii liitifuriiin iskiiffunni. Það er góð viðleitni hjá Ástu Ragnheiði Jóhannesdótt- ur að vilja stemma stigu við þeim auglýsingum sem ýta undir það að börn leggi sér til munns óhollustu. En sú forsjár- hyggja er vafasöm að ætla að banna með lögum að Mjólkursamsalan auglýsi skaðlegt sykrað skyr eða Víf- ilfell fái að vekja athygli á sykurjukk- inu sínu. Þótt sykurvörurnar séu í senn heilsuspillandi og hvati til of- fitu eru þær löglegar og slíkar vörur má auglýsa hér á landi. Það er síðan komið undir siðferði hvers fjölmið- ils hvort hann birtir ófögnuðinn. DV hefur til dæmis þá stefnu að auglýsa ekki alræmda nektarstaði þar sem konur eru niðurlægðar og frelsi þeirra jafnvel heft. En súlustaðirnir mega lögum samkvæmt auglýsa og aðrir fjölmiðlar mega birta þær auglýsingar ef slíkt þykir boðlegt. Athyglisvert var að heyra í spjallþættinum ísland í dag að Sigurð- ur Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, vildi alls ekki banna auglýsingar óhollustu í barnatímum. Hann benti á að erlendar sjónvarpsstöðvar mættu auglýsa slíkt og því ófært að banna þeim innlendu. Þetta er gott og gilt sjónarmið sem snýst um að auglýsa megi allar löglegar vörur hvar sem er og það sé einungis á valdi auglýsand- ans og viðkomandi miðils að birta áróður fyrir hverju sem er. En Sigurð- ur Kári er ekld endilega beittasti hníf- urinn í skúffunni þegar kemur að þvi að halda stefnunni við að verja frels- ið. Hann var í sama spjallþætti spurð- ur um ríkjandi bann í íslenskum fjöl- miðlum við auglýsingum á áfengi og tóbaki sem ríkið sér um að selja. Þingmaðurinn fann því allt til foráttu að íslenskir fjölmiðlar mættu auglýsa umrædd vímuefni sem eru þó fullkomlega lögleg. Ástæðan væri sú að fólk þyrfti að hafa náð tilteknum aldri til að neyta áfengis. Þetta er auðvitað ekkert annað en furðupólitík og hundalógik því erlendar sjónvarpsrás- ir, dagblöð og tímarit birta auglýsingar af umræddu tagi og rang- lætið er sláandi. Frelsið sem þingmaðurinn boðar er því aðeins fýrir suma. Islendingar, margir hverjir, hafa verið allt of fljótir að dæma þá þingskörunga, Guðlaug Þór Þórðarson, ráðherra heilbrigð- is, og Sigurð Kára Kristjánsson. Afturhaldssegg- ir beggja kynja, allra flokka og allra gerða hafa keppst við að efast um ágæti vilja þeirra til að selja brennivín sem víðast. Fólk hefur dæmt þá skörungana án þess að gera sér fyrst grein fyrir hvað þeir vilja, hvað þeir meina, hvað þeir geta og hvað þeir gera. Fjótfærni er vond, einkum og sér í lagi þegar ekkert er hugsað áður en er talað, áður framkvæmt. Þá kann illa að fara. Þingskörungarnir eru sem sagt meiri keppnismenn er almennt gerist. Það er kannski þess vegna sem fólk læt- ur eins og það hef- ur látið. Ekki er hlustað eftir vilja þingmannsins og vilja ráð- herra heilbrigð- ismála. Það er það sem vantar og loks kom skýring á einbeittu keppnisskapi þeirra fé laga í máiinu, þeirra Sigurðar Kár: Kristjánssonar og Guðlaugs Þórí greinar sem við höfum stórbætt okkur í, en eigum samt eftir að gera betur svo við verðum mest og best. Þar kemur að þeim Sig- urði Kára og Guðlaugi Þór, ráðherra heilbrigðis. Staðfestar heimildir eru til um að meðal íbúa heimsins séu þjóðir sem drekka meira en við. Þetta er staðreynd. Þessu vilja þeir breyta. Vissulega hefúr margt áunnist og engin þjóð í veröldinni hefur náð eins góð- um árangri á síðustu árum og við. Við höfum náð að auka drykkjuna meira en aðrar þjóðir. Úff, hvað það er gott. En betur má gera. Þórðarsonar, ráðherra heilbrigð- ismála. Þjóðir keppa í mörgu. I fótbolta, í handbolta og svo má segja að keppt sé í hvaða þjóð borði mest af sykri, þambi mest af gosi, borði mest af kandíflossi, eigi flesta bílana, stærstu húsin, eigi flesta skó og lifi lengst. Alls staðar erum við á toppnum, eða rétt við hann. Glæsileg ffammistaða. Ekkert má gefa eftir. Við erum víst meira á eftir þegar kemur að menntun og öðru ámóta. En við lifum samt og eigum mörg met. Svo eru nokkrar Þess vegna verður seint full- þakkað að íslenska þjóðin búi svo vel að eiga þá Sigurð Kára alþingismann og ráðherra heilbrigðis, Guðlaug Þór. Þeir gef- ast ekki upp, ó, nei. Það skal ekki líðast að aðrar þjóðir drekki meira en við. Besta leiðin er að hafa brenni- vin um allt. í öllum búðum, öllum sjoppum, kannski í strætó og í skólum. Ekki gefast upp, Sig- urður Kári og Guðlaugur Þór. Við skulum verða mestir allra búsara. KEPPNIS DAGGEISLI DOMSTOLL GOTUIVIVAR ER RÉTTLÆTANLEGT AÐ LÖGREGLAN NOTI RAFSTUÐBYSSUR? „Ég sé ekkl að það sé ástæöa til þess. Þó hef ég ekki kynnt mér þetta mikið." Anton Guðjónsson, lóáranemi „Nei, notkun á þessum byssum hefur komið mjög illa út erlendis. Fólk hefur hreinlega dáið af notkun þeirra." Gunnar Einarsson, 39 ára á milli starfa „Ég er alfarið á móti þessu. Ég held að þetta séu hættulegar byssur sem á alls ekki að nota." Viðar Pétursson, 70 ára ellilífeyrisþegi „Ég er ekki hlynnt því. Þessar byssur hafa haft alvarlegar afleiðingar bæði f Bretlandi og Bandaríkjunum." Sigrún Asa Sturludóttir, 53 ára líffræðingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.