Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 BÆKURDV Skáldsaga Órar miðaldra karla Hliðarspor erfyrstaskáldsagaÁgústs Borgþórs Sverrissonar en fram að þessu hefur hann verið þekktur sem smásagnahöfundur. Bókini]allarum tvo miðaldra karlmenn, hjónabönd þeirra og gráan fiðring. Hvort bókin veitir góða innsýn í hugarheim karla veit ég satt best að segja ekki og vona ekki, þeirra vegna, því þetta er held- ur dapurleg sýn. Sögur af körlunum tveimur grafa svolítið undan ágæti hjónabandsins og maður fær það á tilfinninguna að það sé bara betra að sleppa því að gifta sig. En það er auðvitað það sem vakir fýrir Agústi, að veita aðgang að órum miðaldra karla á nokkuð hispurslausan hátt. Það vantar kynlíf í hjónabönd karlanna, neistinn á milli þeirra og eiginkvenna þeirra er farinn og eftir stendur blákaldur hversdagsleikinn með tilheyr- andi skylduverkum. Þeir eru því tilkippilegir karlarnir þegar þeir fá athygli úr óvæntri átt; hvor á sinn hátt. Ágúst nær að lýsa ágætis stemningu í bók- inni og stíllinn er góður. Bókin er þó langt frá því að vera eftirminnileg og er heldur stutt í annan endann. Efnistök Ágústs eru mjög spennandi en hann missir sig um of í aðstæðum sem skipta litlu sem engu máli fyrir framvindu sögunnar og rétt þegar ég var farin að tengja við söguna - var hún búin. Hliðarspor 1 in súMiinini;, Ac;úst B. SvtMTisson {•óriiir siíll c*n iK'klursmu í íiniKin cMKlíinn. Aoúsrt oo»««5fti svtEWtosoH ★ ★ 4 Útgufandi Skrudda Berglind Hásler Krimmakvöld Lesið verður upp úr þremur nýjum krimmum á Súfistanum við Lauga- veg í kvöld. Bækurnar eru Drápin eftir Andreu Mariu Schenkel, Horf- inn eftir Robert Goddard og glæ- ný spennusaga Yrsu Sigurðardótt- ur, Aska, sem kemur út á morgun. Lesturinn hefst klukkan hálf níu og stendur í tæpa klukkusmnd. Vonir standa til að nokkur söluein- tök af Ösku verði komin í bókabúð Máls og menningar. Aska er þriðja glæpasaga Yrsu en áður hafa komið út eftir hana spennusögurnar Þriðja táknið og Sér grefur gröf en útgáfu- rétturinn á Þriðja tákninu hefur nú verið seldur á yfir 30 tungumál. Sá besti! Sá flottasti! Ný bók um undrabarnið Cristiano Ronaldo Þessa bók verða allir knattspyrnu- fíklar að eiga! /^ BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Hin unga og fagra Olga Tsékova átti ekkert nema demantshring þegar hún fór frá Moskvu 1920. Leið hennar iá til Þýska- lands og þarhún sló hún ígegn á hvíta tjaldinu og varð uppáhalds- leikkona Hitlers - en um leið starfaði hún fyrir leyniþjónustu Sovétríkjanna. Mögnuð bók eftir hinn geysivinsæla Antony Beevor /> BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Lúmskur náttúrublús Söngur steinasafnarans, fýrsta ljóðabókin sem Sjón sendir frá sér í áratug, lætur kannski ekki mildð yfir sér í fýrstu. En það gera beittir steinar á grýttri jörð ekki held- ur. Hvers kyns steinar, eins og titillinn gefur til kynna, og dýr eru fyrirferðarmikil í bókinni og er léttleikinn mikill á yfirborðinu. Hugmyndaflugið kemst á svakalegt flug og nær það vafalítið hæsm hæðum í myndunum sem rissað- ar eru upp í „Fórnargjöfum handa 22 reginöflum" eins og dautt skinn af ökkla ballerínu, visnuð páfaeistu og hjörð búlímískra uxa bera vott um (26-27). Léttleikinn verður hins vegar hvað fýndnasmr í ljóðinu „Steinar" þar sem nánast allt kvikt fær stein í höfuðið, en rétt mennmn á að koma fræðingum frá Lundúnum til bjargar. En undir yfirborðinu kraumar bimrð og beitt gagnrýni. Söngurinn hljómar glaðhlakkalega en er tregablandinn. Sjón sagði í viðtali við DV nýverið að svolítið erfitt væri að átta sig á hver heildartilfinningin í bókinni sé, og kannski sé engin heildartilfinning. En er þetta ekki blús, blús um vanvirðingu mannsins fýrir náttúrunni? Það er sungið um tímamót sem eru að eiga sér stað, kannski nýafstaðin, samanber samnefnt ljóð þar sem línur eru dregnar í jörð, eld, loft og vatn - hvar sem er. Hvers kyns línur þá hugs- anlega - rafmagnslínur, símalínur, tímalínur, línur sem lagðar eru um fr amtíðina. Engu er eirt, hvort sem það eru frumefni eða ffumgildi. Gildin eru komin á flot, mngu- málið er orðið brenglað. Á línumar er tyllt ýmsu sand- blásnu, eldfimu, laufléttu og vamsheldu: „[...] eða er það sandfimt og eldlétt? / er það laufhelt og vamsblásið?" (9) í einu einkennilegasta ljóði bókarinnar, „Allt sem við lærum í sextíuogáttaára bekk" er aftur tekinn upp þráð- urinn með brenglun mngumálsins, merkingarbreytingu þess: „[...] endurtakið eftir mér: prestar sem ferðast með neðanjarðarlestum / kallast farþegar [...] endurtakið eftír mér: tærnar á vinstri hendi em fimm; / hxmang, fretur, kattegat og bessi..." (19-20) Afýmsum ástæðum fór ég að tengja þetta ljóð við nasismann og síðari heimsstyrjöld- ina, til dæmis út af sefjuninni, þeim árafjölda sem nefnd- ur er í titíinum sem er sá sami og liðinn er síðan styrjöld- in hófst og minnst er á dóttur hakkavélaframleiðanda sem baðar sig. En svo komst ég að því að ljóðið er annar helmingur ljóðs eða texta sem Sjón og Einar Már ortu til að heiðra minningu Dieter Roth og fluttur var við opnun Listahátíðar í Reykjavík fýrir tveimur ámm. Þar með var þeirri hugmynd kollvarpað, eða hvað? Ljóðið „Streng- leikur" smttu seinna kallast á við heiðursljóðið og nátt- úrumisbeitinguna: „orð fyrir orð / nærðu augum mínum Söngur steinasafnarans I.ítil lx)k scni Sjon laMur t'kki mikit) \ lir stT 11\ rstu. Hn |)fo;tr stt'in- ututm ht'lur \ L'fi() s;tín;t() og púsl;t() saman hirtisl lc'ikilc'ga stc'rkt vc'rk. ^ Utgefandi Bjartur // ég les þau / af vörum þér // tek mér í munn / forboðn- ar hugmyndir // óska að ég sjái ekki gerða minna skil [...]" (24) Lokaljóðið rímar við hinn undirliggjandi trega, sem seytíar smám saman upp á yfirborðið í bókinni, þar sem blóð unglingsstúlku seytlar sökum grýtingar. „Tilraun til endurlífgunar Dúu Khalil Aswad" er eins konar minnis- varði um íröksku stúlkuna sem grýtt var til bana fyrr á ár- inu vegna þess að hún áttí vingott við pilt sem aðhylltist önnur trúarbrögð en Aswad og fjölskylda hennar. Upp- taka af aftökunni var komin á netið skömmu seinna. Söngur steinasafnarans hefst í gullskógum og óslegn- um silfurtúnum uppi í fjöllum en lýkur á lífvana líkama niðri við jörð þar sem ljóðmælandi býður guði trúbræðra hinnar grýttu ljóðið í skiptum fyrir líf (45). Atvinnuhættir, vísindi, listír, ffamtíðarsýn, trúarbrögð ...; stríð heimsins eru háð á mörgum sviðum. Ég háði langa og harða orusm við steinasafnarann og varð að lokum að játa mig sigraðan. Kristján Hrafn Guömundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.