Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 Síðast en ekki síst DV SANDKORN NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DVÁDV.IS DVer aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr.á mánuði Nú er tími jólabókaflóðsins genginn í garð og úrvalið af nýjum og spenn- andi bókum alveg gríðarlega mikið. Þá er algjörlega málið að taka sér góða bók í hönd á kvöldin og hvíla aðeins sjónvarpsglápið. I staðinn fyrir að Úggja uppi í rúmi og glápa á sjónvarpið fyrir svefninn er miklu uppbyggilegra að sökkva sér á kaf í spennandi bók. Og foreldrar eru líka að sjálfsögðu hvattír til að lesa fyrir bömin. Nú eru íslendingar að fara að keppa við frændur okkar Dani í fótbolt- anum í kvöld. Þá er um að gera að ijölmenna heima hjá einhveijum félaganum, panta pitsu, drekka öl og öskra og garga eins og vitleysing- ur á sjónvarpið. Bara svona rétt til að sýna íslenskan samhug og styðja strákana okkar til sigurs. Svo verður líka spennandi að sjá hvemig nýja landsliðsþjálfaranum Ólafi Jóhann- essyni gengur með liðið. Mynd sem segir á mjög raunsæjan hátt ff á kókaíninnflutningi til Mi- ami á áttímda og níunda áratugn- um. Hér er á ferðinni ff ábærlega vel unnin heimildarmynd sem sýnd var á bíódögum Græna ljóssins fyrr í haust. Nú er myndin hins vegar komin á vídeóleigur og ættu allir þeir, sem eru komnir með aldur tíl og nenna ekki að lesa eina af góðu bókunum sem í boði eru, að skella sér út á leigu og leigja myndina. Þórður Björnsson Þrír vopnaðir og grímuklæddir piltar rændu verslun Þórðar Björnssonar kaupmanns nú á dögunum. Þórður hélt að um grín væri að ræða í fyrstu en varð fyrir miklu sjokki þegar hann áttaði sig á alvöru málsins. Hver er draumurinn? „Bara að halda áfram í verslun og eiga gott líf." ■ f nógu er að snúast hjá Grími Atlasyni, bæjarstjóra í Bolung- arvík. Hann er ein aðalsprautan í umboðs- |-------------------- fyrirtækinu Austur- Þýskalandi semnú flyturinn sjálfan Kim Larsen. Umboðs- marma- I----------------------- bransinn getur verið skeinuhættur en Grímur og félagar eru að gera það gott með danska goðinu því uppselt er í sætí á tónleikana sem verða í Vodafone-höllinni á laug- ardagskvöldið. ■ Gissur Sigurðsson, morgun- fréttamaður Bylgjunnar, á óborg- anlega frasa á köflum þegar hann rúllar yfir fréttaflóruna. í gærmorg- un fór hann yfir þá áráttu Þorláks- hafnarbúa að stela hraðahindrun- um. Þegar Kolbrún Bjömsdóttir morgunhani spurði hann hvort fólk tæki þetta heim til sín svaraði Gissur að bragði að hann vissi það ekki en heima hjá honum þyrftí engar hraðahindranir. ■ Einn ræðumanna í brúðkaupi Ingibjargar Pálmadóttur og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar var æsku- vinur hans Magnús Öm Guðmars- son matreiðslumeistari. Magnús sagði frá því að þegar Ingibjörg og Jón Ásgeir vom að kynnast var hann eitt sinn kallaður heim til brúðgumans tílaðeldafor- látapastarétt þarsemvon var á Ingi- björguímat. Skömmu áður en hún birtíst laumaðist kokkurinnút en Jón Ásgeir settí upp svuntuna og sló rækilega í gegn. Það fylgdi sögunni að Jón Ásgeir kynni að búa til kokkteilsósu og skinkusam- loku. ■ í brúðkaupi sonar síns um helgina veittí Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, því athygli að veisluhöldin vom tekin upp á sjónvarpsvélar og taldi vissara að huga að því að vélamar gætu ver- iðávegum Björgólfs Guðmunds- sonar og sennilegast yrðiveislan því hápunkt- urjóladag- skrár Ríkis- sjónvarpsins. Það rataði í Sandkom að þessi orð hefðu hnotið af vörum forseta fslands. Hann mun ekki hafa gant- ast með Björgólf Guðmundsson í þetta sldptíð. baldur@dv.is Hver er maðurinn? „Maðurinn er Þórður Björnsson, kaupmaðurinn á horninu." Hver eru þín áhugamál? „Það er auðvitað búðin, skíði og fótbolti en hann smnda ég í þeim góða félagsskap Lunh United." Hvað drífur þig áfram? „Það er bara að hafa gaman af því að vera til." Fallegasti staðurinn? „Fallegasti staðurinn er Laug- arvatn en þar eyddi ég öllu síðasta sumri þar sem ég starfaði sem versl- unarstjóri." Hvernig tónlist hlustar þú á? „Ég hef alla tíð haft dálæti á Hall- birni Hjartarsyni, hann er minn mað- ur og þar á eftir kemur Domingo." Eftirminnilegasta bók sem þú hefur lesið? „Ég ligg nú aðallega yfir viðsldpta- bókum annars hafði ég mjög gaman af Djöflaeyjunni eftir Einar Kára- son." Hvernig leið þér þegar ráðist var inn í búðina? „Mér leið alls ekki vel. Fyrst hélt ég að þetta væri grín en þegar ég átt- aði mig á alvöru málsins fékk ég al- gjört sjokk." Hvernig varðist þú árásinni? „Ég gerði þá vitleysu að reyna að yfirbuga þá. Eg mæli með því fyrir þá sem lenda í svipuðum aðstæðum að gera ekJd neitt. Árásarmennirnir geta orðið hræddir eða farið í vörn ef bar- ist er á móti þeim og þá er aldrei að vita hverju þeir taka upp á." Óttaðist þú um líf þitt? „Nei, ég get ekki sagt það, ég varð nú svolítíð hræddur þegar ég sá ex- ina en þetta gerðist allt svo hratt að það gafst ekki tími til að hugsa um slíkt." Hefur þú áður lent í árás eða innbroti? „Nei, aldrei." Ingmar Steffnark, sænskur skíða- kóngur, hann var goðið mitt." Hvað erfram undan? „Það er allt opið, annars mun ég bara halda áfram og láta daginn líða." Ert þú farinn að vinna aftur? „Já, já, það þýðir ekkert annað. Einn árásarmannanna ætlar einmitt að kíkja í búðina til mín á næstunni. Hann ætlar að koma með mömmu sinni og heilsa aðeins upp á mig." Ætlar þú þér að gera frekari öryggisráðstafanir í framtíðinni? „Lögreglan hefur verið að aðstoða mig við að uppfæra og efla kerfið mitt. Ég mun verða beintengdur við 112 í framtíðinni." Hver er þín fyrirmynd? „Á skíðunum í gamla daga var það GERÐIÞÁ VITLEYSll AÐ REYNA AÐYFIRBUGA ÞÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.