Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 Sport DV VIDIC SPILAR A LAUGARDAG Manchester United ætlar að kalla NemanjaVidic varnarmannafturtil liðsins fýrir leikinn gegn Bolton á laugardag.Vidic á leik með Serbíu (undankeppni EM gegn Kasak- stan á laugardag en fyrri leikur liðanna var blásinn af vegna snjókomu. Þar sem laugardag- urinnerekki alþjóðlegur leikdagur er Manchester United (fullum rétti að kalla Vidic aftur til liðsins. Leikur Serbíu og Kasakstans gæti ekki skipt neinu máli ef Portúgal vinnur Finnland í dag. Þá er Portúgal komið á EM. Ef hins vegar Finnar ná að vinna getur lið Serbíu komist á EM leggi það Kasakstan. GÓÐDEILDEÐA GOTT LANDSLIÐ Vedran Corluka, varnarmaður Manchester City, hefur varað við of mörgum útlendingum (ensku deildinni. Corluka er Króati og því kemur þetta úr furðulegri átt. Corluka verður væntanlega (byrjunarliðinu í kvöld gegn Englandi á Wembley.„Það er erfitt fyrir Englendinga þvl margir útlendingartaka þeirra pláss (liðunum. Sum liðin eru ekki einu sinni með Englendinga. Ég sé ekki marga leikmenn eins og Micah Richards eða Michael Johnson (Englandi. Ókei, það þýðir kannski að leikmenn eins og ég geti ekki spilað hér (landi en Englend- ingar þurfa að fara ákveða sig. Hvort vilja menn frábæra deild eða gott landslið? Eftirfimm áreru leikmenn landsliðsins í dag orðnir gamlir og þreyttir, það eru engir efnilegir að koma upp. Kannski Theo Walcott og Richards, en hverjir fleiri?" MAKELELE FÆR HVÍLD Claude Makelele, leikmaður Chelsea, hefur fengið samþykki frá Avram Grant til aö fá frf I leikjum sem teljast ekki til stórleikja. Makelele, sem er 34 ára og hefur verið fastur maður ( byrjunarliöinu frá þv( hann kom til liðsins 2003 frá Real Madrid, hefur aðeins spilað fjóra leiki það sem af er móti. Makelele hætti við að hætta með franska landsliöinu og ætlar að vera ferskur þegar EM verður næsta sumar.„Hann veit hvað ég get og hvernig ég spila, við erum með gott lið með marga landsliðsmenn og ég mun spila leikina sem skipta máli," sagði Makelele.„Það hentar mér vel því þá get ég fengið nauðsynlega hvdd og það erfrábært." ROBINSON GÆTIDOTTIÐ ÚT Paul Robinson, markvörður enska landsliðsins, gæti dottið út úr byrjunarliðinu (kvöld. Robinson hefur gert miklar gloríur á æfingum landsliðsinsog hefurveriðannar besti markvörður á æfingum. Steve McClaren gæti valið Scott Carson fram yfir Robbo en hann spilaði sinn fyrsta landsleik gegn Austurr(ki.„Carson var frábær á æfingunni á mánudag á meðan Robinson gerði mikil mistök," sagði heimildarmaðurThe Sun. McClaren gæti tekið áhættu með JohnTerry og látið hann spila en það ertalið óliklegt. Þv( verður Sol Campell væntanlega í miðverðinum við hlið Rios Ferdinand. DAGUR SVEINN DAGBJARTSSON bladamadur skrifar frá Kaupmannahöfi) Islenska landsliðið í knattspyrnu mætir því danska á Parken í kvöld. Liðið boðaði til blaðamannafundar á Marriott-hótelinu í gær þar sem þeir Ólafur Jóhannesson landsliðs- þjálfari, Stefán Gíslason, leikmaður Bröndby, og Hermann Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth, sátu fyrir svörum. Ólafur mun stýra íslenska lands- liðinu í sínum fýrsta leik í kvöld. Hann sagði að ástandið á íslenska hópnum væri mjög gott. „Það eru allir heilir og ekkert vesen. Eggert var aðeins meiddur á fyrstu æfingunni en hann er í fínu standi. Það er einn og einn í farar- stjórninni sem er meiddur," sagði Ólafur og átti þar við Pétur Péturs- son aðstoðarþjálfara, sem viðbeins- brotnaði á æfingu á mánudaginn eftir tæklingu frá Hermanni Hreið- arssyni. „Undirbúningur hefur gengið vel. Við erum búnir að æfa fimm sinn- um. Það er nú til komið vegna þess að við þjálfaramir þekkjum kannski ekki alveg alla nógu vel, þannig að við vildum hafa fleiri æfingar til þess að kynnast mönnum og sjá hvemig menn akta í þessu. Það hefur gengið mjög vel," sagði Ólafur, en landsliðið kom út á laugardaginn. Stefán Gíslason sagðist ánægð- ur með þær æfingar sem Ólafur hef- ur boðið upp á. „Það er gott tempó á æfingunum, stuttar og góðar æfingar. Snarpar æfingar. Við emm búnir að æfa meira, ekki bara að hanga uppi á hóteli og hanga og sofa. Mér finnst þetta hafa verið góðar æfingar og við emm í góðu standi," sagði Stefán. Eins og áður hefur komið fram leik- ur Stefán með danska liðinu Bröndby. Hann sagði að liðsfélagar sínir hefðu ekki haft mikla ástæðu til að vera of bjartsýnir fýrir leikinn í kvöld. „Þeim hefur ekkert gengið og það hefur aðeins dregið af þeim. Þeir eru samt það ánægðir með sig að þeir reikna ekki með að þetta verði neitt alltof erfitt. Það hefur verið mik- il gagnrýni á liðið og þeir em hálf- vængbrotnir, myndi ég segja," sagði Stefán. Höfum einbeitt okkur að vörninni „Við komum til með að spila 4-5- 1 þegar við höfum ekki boltann og 4-3-3 þegar við höfum boltann. Við leggjum höfuðáherslu á varnarleik- inn og höfum reynt að fara svolítið yfir hann, kannski á kosmað sóknar- leiksins. En það er oft ágætt þegar maður kemur inn í nýjan hóp að vera ekki að koma með of mikið inn í einu. Það er þægilegra að koma með minna og einbeita sér að því, heldur en að vera að fara yfir of marga hluti því þá mgl- ast hlutirnir oft," sagði Ólafur. Ólafur var þekktur fýrir að láta FH spila sóknarbolta þegar hann þjálfari Hafnarfjarðarliðið. „Þetta er kannski aðeins öðruvísi en verið hefur, ég verð að viðurkenna það. Það er gott að hafa Pétur með sér, hann kann varnarleikinn," sagði Ólafur, en Pétur var markaskorari mikill þegar hann spilaði sjálfur. Ólafiir sagði að það væri allt öðm- vísi að þjálfa félagslið en landslið. „Það er bara eins og svart og hvítt. Ég er nýr og auðvitað þekki ég einhverja af þessum strákum en marga þeirra þekki ég ekki. Eins og ég hef opinber- að áður, þá hafði ég ekki séð marga þeirra spila áður. Auðvitað er þetta nýtt fyrir mér, ég þarf að kynnast þeim og kynnast þeirra karakter og fara yfir marga hluti með þeim. I félagsliði veistu allt um þína leikmenn, þannig að þetta er nýtt," sagði Ólafur. Ólafur sagði að það væri fáa veik- Króatar eru komnir á EM en hafa ekki unnið E-riðilinn. England og Rússland berjast um hitt sætið: AÐ DUGA EÐA DREPAST FYRIR ENSKA Þökk sé sigri Makedóna á Króöt- um og að ísrael vann Rússland get- ur England enn komist á EM. Það merkilega er að Englendingar geta enn unnið riðilinn. Fyrir leiki laug- ardagsins var búist við auðveldum sigmm hjá Rússum og Króötum en sú varð ekki reyndin. Rússar vinna Andorra í kvöld, það er nokkuð ljóst. Andorra hefur tapað 28 leikjum í röð í undankeppnum og Rússar hljóta að vilja enda keppnina með sæmd. Vinni Rússar og Króat- ar vinna Englendinga á Wembley fara Króatar og Rússar áfram, Eng- lendingar sitja eftir með sárt enn- ið. Króatarar em komnir áffam en hafa ekki unnið riðilinn, annað hvort Rússar eða Englendingar fýlgja þeim áEM. England þarf aðeins jafntefli til að komast áfram, Króatar myndu þá vinna riðilinn. Vinni hins vegar Eng- lendingar með tveggja marka mun eru það þeir sem vinna riðilinn. Það er því margt sem getur gerst í kvöld og spennan magnast með hverri mínútunni. Tapi Englendingar má telja víst að Steve McClaren verði rekinn úr stjórastól landsliðsins. Þeir hafa hins vegar fengið líf í undankeppninni og æda sér að nýta þann meðbyr. „Við erum komnir í þessa stöðu og núna er þetta undir okkur komið," sagði McClaren. „Við verðum að tryggja að það verði allir brosandi þegar leikur- inn verður flautaður af. Hins vegar er leikurinn ekki búinn og allir þurfa að flykkjast að baki liðinu, þá er ég að tala um fjölmiðla, almenning og áhorfendurna sem verða í stúkunni. Fyrir mér verða áhorfendur 12. mað- urinn þannig að við leggjum öllum málum úr fortíðinni þangað til eft- ir leik. Við viljum allir vera í Sviss og Austurríki næsta sumar. Við förum út á völl og ætlum að vinna þennan leik. Það er ekki í okkar eðli að spiia upp á jafntefli. Wembley þarf að vera virki sem gefur okkur sjálfstraust, þá koma úslitin." Stóra spurningin er því hvernig Króatar koma stemmdir til leiksins í kvöld. Verða þeir kærulausir og al- veg sama um úrslitin? Eða mæta þeir fullir sjálfstrausts og selja sig dýrt? Hvernig sem fer verður forvitnilegt að fýlgjast með leiknum og ljóst að tár, bros og takkaskór verða í aðal- hlutverki í allt kvöld. benni@dv.is Úr fyrri leik Kðanna John Terry verður ekki með Englend- ingum og er það þeim mikið áfail.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.