Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 17
PV Sport MIÐVIKUDAGUR21. NÓVEMBER 2007 17 Haukar sigruðu Fram á Ásvöllum 26-20 í Nl-deildinni í handbolta: HAUKARMUN BETRI Haukar sigruðu Framara örugg- lega á Ásvöllum 26-20. Eftir fína byrj- un Framara í leiknum sem náðu mest fjögurra marka forystu kom frá- bær kafli ffá Haukum sem náðu að komastyfir 12-10 ogþannigvarstað- an í hálfleik. Haukar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og mestallan hálfleik- inn var forysta þeirra 4-6 mörk þar til yfir lauk. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður eftir leikinn. „Þetta byrjaði frekar illa hjá okkur og Fram- ararnir komust mest fimm mörkyfir. Það var fyrst og fremst vegna þess að okkur gekk illa að nýta færin því vömin var fín hjá okkur. Sóknarleik- urinn skilaði sér eftir ákveðnar breyt- ingar sem við gerðum. Auk þess datt markvarslan vel inn hjá okkur og Gísli byijaði að verja mjög vel í mark- inu undir lok fyrri hálfleiks. Við unn- um síðasta korterið 7-0 og það var sá kafli sem skilaði þessum sigri. Mér fannst þetta nokkuð öruggt í síðari hálfleik þótt það hafi alltaf verið stutt í baslið. Það sem skóp sigurinn var virki- lega góður vamarleikur og mar- kvarsla. Þegar við fómm að nýta hraðaupphlaupin fór þetta að ganga hjá okkur. Það skilaði sér í meiri hraða í sóknunum. Framaramir reyndu alltaf að keyra á okkur en þegar við náðum yfirhöndinni misstu þeir trúna á að þeir gætu sigrað." Magnús Jónsson, aðstoðarþjálfari Fram, var ósáttur í leikslok og sagði sína menn hafa spilað illa. „Við byrjuðum vel en misstum þetta frá okkur síðustu tíu mínút- umar í fyrri hálfleik. Við komumst einhvem veginn aldrei á skrið aftur eftir það. Við vomm sjálfum okkur verstir sóknarlega. Mér fannst vam- arleikur þeirra ekkert sérstakur. Þetta Halldór Ingólfsson Eldist eins og gott rauðvín og skoraði þrjú mörk ( leiknum gegn Fram. var bara dapur sóknarleikur. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að skoða okkar mál rækilega í sókninni. Þetta er mjög jöfn deild og við erum búnir að vera inni í öllum leikj - um þar til kom að þessum. Við erum kannski langt frá okkar besta eins og er en við munum spila í Evrópu- keppninni í næstu tveimur leikjum. Við ætlum okkur stóra hluti þar og reyna að nota þá í að koma okkur aft- ur af stað," segir Magnús Jónsson að- stoðarþjálfari Fram. vidar@dv.is Olafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari íslands i knatt- spyrnu, segir að því lengur sem ísland haldi marki sinu hreinu gegn Dönum í kvöld, því meiri möguleiki sé á sigri. Martin Laursen verður ekki með danska liðinu. Hann fékk fri þar sem þessi leikur skiptir Dani engu máli. “Bn SPOSKIR OG BJARTSYNIR Þeir kumpánar Ólafur og Hermann voru leika að finna á danska liðinu, en þeir væru þó fyrir hendi. „Mér hef- ur ekki fundist varnarleikurinn hjá danska liðinu mjög öflugur. Það er kannski það eina. Enda hafa þeir verið í vandræðum með vörnina, hafa verið að skipta mönnum mikið út. En þeir eru sterkir ffarn á við og sterkir á miðjunni. Þeir spila flottan fótbolta, vilja halda boltanum," sagði Ólafur, sem býst við því að Danir spili 4-3-3. rj „Auðvitað eru þeir hundsvekktir og særðir yfir að komst ekki áffarn. Stundum er gott að mæta liði sem á engan séns og stundum er það vont, maður veit það ekkert fýrir fram. Auðvitað er það möguleiki að þeir komi með hangandi haus. Svo geta þeir auðvitað líka tekið hinn pólinn í hæðina, að verja sína æru og stolt og ætla að leggja sig fram í þessum leik," sagði Ólafur og bætti við að þó ís- lenska Iiðið væri í sömu stöðu skipti leikurinn á morgun miklu máli. Byrjunarliðið klárt Hermann Hreiðarsson verður fýrir- liði íslenska liðsins gegn Dönum. Hann sagði að leikmenn liðsins væru stað- ráðnir í að berjast eins og ljón. „Það er nú bara þannig að þú manst alltaf eftir þínum síðasta leik og síðasti leikur fór ekkert sérstaklega vel. Það er langt í næsta leik þannig að við viljum skilja við þetta ár á góðum nótum og sýna hvað í okkur býr, að það er miklu meira varið í liðið en við höfum sýnt," sagði Hermann. Ólafur er búinn að velja byrjunarlið- ið sem spilar leikinn á morgunn. Hann verður með liðsuppstillinguna 4-5-1 og segir Ólafur að þegar liðið sæki spili það 4-3-3. f markinu verðu Ami Gaut- ur Arason. Vömin verður skipuð þeim Grétari Rafiú Steinssyni, Kristjáni Sig- urðssyni, Ragnari Sigurðssyni og Her- manni Hreiðarssyni. Miðjan verður skipuð þeim Brynjari Bimi Gunnars- syni, Veigar Páli Gunnarssyni og Stef- áni Gíslasyni. Á vængjunum verða þeir Emil Hallfreðsson og Theódór Elmar Bjamason en frammi verður Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Oft er það svo að mikil barátta fær- ist í lið eftir að nýr þjálfari tekur við. íslendingar hefur aldrei unnið Dani í landsleik og Ólafur vonast til að það muni breytast í kvöld. „Mér hefur fundist mannskapurinn fínn og gott hugarfar hjá strákunum, einbeitingin góð. Ef ég á að segja al- veg eins og er þá er ég bara mjög bjart- sýnn. Auðvitað eigum við alltaf mögu- leika, það er pottþétt, og við eigum fína möguleika í þessum leik. Við göngum út frá því. Eins og mér finnst leikmenn haga sér eigum við, tel ég, góða mögu- leika á góðum úrslitum," sagði Ólafur. „Því lengur sem við getum haldið markinu okkar hreinu, þeim mun meiri möguleikar eru á því að þeir verði pirr- aðir og fari kannski að gera einhverjar vitieysur. Fyrstu 20 mínútumar verða örugglega mjög erfiðar og því lengur sem við höldum það út að fá ekki á okk- ur mark, því meiri verða möguleikam- ir,“ sagði Ólafur. Danir virðast ekki vera mjög spennt- ir fyrir leiknum í kvöld. Aðeins hafa ver- ið seldir rétt rúmlega 20 þúsund miðar og einhverjir þeirra em ársmiðar, sem ólíklegt er að allir nýti sér, en Parken tekur rúmlega 40 þúsund áhorfendur. Rúmlega þúsund miðar hafa verið seldir í gegnum KSf og líklegt verður að teljast að allnokkrir íslendingar búsett- ir í Danmörku fari á leikinn. Það er því góður möguleiki á því að einn af hveij- um tíu áhorfendum á vellinum verði íslendingur. „Ég er að sjálfsögðu ánægður með það. Það er ftíllt af fslendingum sem búa héma og þeir verða örugglega búnir að fá sér nokkra áður en þeir mæta á völlinn, ef ég þekki þá rétt. Ég held meira að segja að mafían mín góða sé með árshátíð héma og þeir mæta. Þannig að við fáum örugglega mjög góðan stuðning," sagði Ólafur að lokum. ÍÞRÓTTAM0LAR RONALDINHO EKKIÓSNERTANLEGUR Kaka trúir því að Barcelona sé tilbúið að láta Ronaldinho fara frá félaginu þar sem hann er ekki lengur hluti af þeim ósnertanlegu á Nývangi. Ronaldinho hefur verið orðaðurvið AC Milan að undanförnu og þó Barcelona hafi hafnað því að Ronaldinho gæti verið á förum frá liðinu áðuren timabilið endar, er talið að forráðamenn liðsins reyni að byggja upp liðið að nýju á næsta ári. Kaka segir Ronaldinho ekki lengur vera ósnertanlegan af öðrum liðum.„Fyrirtveimurárum hefði Barcelona aldrei selt Ronaldinho. Nú er sagan önnur," segir Kaka. FRAKKAR ERU HELSTU KEPPINAUTAR ÍTALA Andrea Pirlo segir að Frakkar muni verða helstu keppinautar ítala á EM 2008.„Frakkar eru helstu keppinautar okkar og ég er sérstaklega hrifinn af Ribery," segir Pirlo. Italir eru komnirafturá beinu brautina eftirdapurtgengi ífyrstu undir stjórn Donadonis þjálfara liðsins og Pirlo lofar þjálfarann.„Það var ekki auðvelt fyrir hann að taka við af Lippi. Hann hafði ekki mikla reynslu áöuren hann tók við en honum óx ásmegin og við erum gott lið (dag. Liðsandinn er frábær og við þekkjum styrkleika okkar," segir Pirlo. EKKIKENNA DÓMARANUM UM Alex McLeish neitar að kenna dómaranum um eftirtapgegn ftölum þrátt fyrir að öll skoska þjóðln geri það. Hann segir að menn verði að horfa fram á veginn í stað þess að svekkja sig umofáþví sem varð. Dómari leiksins dæmdi furðuiega aukaspyrnu á Skotaundirlok leiksins sem leiddi til sigurmarks Itala sem Christian Panucci skoraði. „Vissulega getum við kvartað yflr dómaranum, en ef við höldum áfram að gera það mikið lengur verðum við sakaðir um að kunna ekki að tapa. Við þurfum að gleyma þessu atviki og halda áfram að byggja upp knatt- spyrnuna hér," segir McLeish. ROONEY HEILL f BRAÐ Wayne Rooney gæti orðið fyrr á ferðinni en upphaflega varáætlað. Rooney meiddistá ökkla á æfingu með Manchester United en samkvæmt fjölmiðlumá Englandi mun hann byrja að æfa að nýju með liðinuidag.Áður vartalið að Rooney yrði frá f allt að fjórarvikur en nú eru einungis 11 dagar síðan Rooney meiddist. Manchester United spilar gegn Bolton á laugardaginn en hann mun ekki spila þann leik heldur er búist við þv( að hann spili gegn Sporting Lissabon í Meistaradeildinni. NEWCASTLE FÆR BÆTUR Newcastle United mun fá bæturfrá Enska knattspyrnusambandinu fyrir meiðsli Michaels Owen í landsleik Englandsgegn Austurríki. Newcastlefær 500 þúsund pund (vasannfýrirað þurfa vera án Owens. Hann er með 110þúsund pund á viku og gæti verið frá (5-6 vikurvegna meiðsla á læri. Newcastle hefur jaegar þegið sex milljónlr punda fyrir að Owen hafi meiðst með landsliðinu. Þetta eru miklir blóðpeningar fyrir báða aðila en Newcastle hefur lltið getað notað Owen síðan hann gekk (raðir liðsins og Enska knattspymusambandið er enn að borga laun Svelns Jörundar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.