Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 Fréttir DV EINAR ÞÓR SIGURÐSSON bladamadur skiifai einai^dv.is „Það er mikilvægt að komast að sam- komulagi um þetta því börnin eru viðkvæmur hópur," segir Hólmfríð- ur Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri nær- ingar hjá Lýðheilsustöð. Hún segir að víðtækar samfélagslegar aðgerðir þurfi til að vinna bug á offituvanda- máli barna og unglinga. Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir, alþingismaður Samfylkingar, hef- ur lagt fram þingsályktunartillögu um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru sem beint er gegn börnum. Hólmfríður segir að takmörkun aug- lýsinga á óhollri matvöru sem beint er gegn börnum sé vissulega skref í rétta átt. Hún segir að leggja mætti meiri áherslu á að fræða börn í grunnskólum landsins um hollt mat- aræði. „Það þyrfti að leggja aukna áherslu á þætti sem lúta að næring- arfræði og hvernig eigi að matreiða hollan mat. Þetta eru allt þættir sem þurfa að spila saman en þessi tillaga hennar Ástu er einn liður í barátt- unni, þó að fjöiþættari aðgerða sé þörf. Hreyfmgin skiptir einnig máli samhliða mataræðinu. Það þarf að tryggja börnum aðgengi að hollum mat og tryggja þeim góða hreyfingu," segir Hólmfríður. Tuttugu prósent of feit Ragnheiður Ósk Erlendsdótt- ir, hjúkrunarfræðingur hjá Miðstöð heilsuverndar barna, segir að of- þyngd og offita séu eitt helsta lýð- heilsuvandamál Evrópu í dag. Hún segir að ofþyngd og offita íslenskra skólabarna á höfúðborgarsvæðinu séu um tuttugu prósent að meðaltali. Þar af eru um einn fimmti hluti of feit og fjórir fimmtu hlutar of þung- ir. „Þetta vandamál hefur þrefald- ast á síðustu tuttugu árum. Núna er talað um að 10 til 36 prósent barna séu of þung eða of feit í Evrópu í dag. Þau eru hlutfallslega fæst í Rússlandi eða um tíu prósent en flest á Ítalíu eða um 36 prósent. ísland hefur fýlgt með í þessari þróun og núna eru um tuttugu prósent grunnskólabarna of þung eða of feit," segir Ragnheiður. Miðstöð Heilsuverndar barna til- heyrir Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins og hlutverk hennar er að vera faglegur bakhjarl við heilsu- gæsluna og þróa, efla og samræma heilsuvernd barna yngri en átján ára á landsvísu. Úrræðaleysi Ragnheiður segir að fslensk börn séu fyrir ofan meðaltal annarra barna á Norðurlöndunum þegar kemur að hlutfalli of þungra barna. fsland kemur næst á eftir Bretlandseyjum og er töluvert fyrir ofan nágranna- lönd okkar, Svíþjóð og Danmörku. Ragnheiður segir að offita hjá íslenskum börnum sé vanmet- ið vandamál. Hún segir að það lýsi sér ekki síst í því hversu fá úrræði eru fyrir börn sem eiga við offitu að stríða. „Það að tuttugu prósent ís- lenskra barna séu of þung eða of feit er alvarlegt vandamál. Því miður eru enn sem komið er takmörkuð úr- ræði og lausnir handa þessum hópi barna," segir Ragnheiður. Flókið fyrirbæri Aðspurð hvað sé til bragðs seg- ir Ragnheiður að ofþyngd og offita séu flókin fyrirbæri og lausnin sé því einnig flókin. „í þessum efnum er ekki hægt að búast við skjótum ár- angri. Þetta er vandamál sem krefst fjölbreyttra samfélagslegra lausna. Samstílltur vilji ráðuneyta og stofii- ana verður að vera fyrir hendi. For- eldrar þurfa einnig að vera meðvit- aðir um heilbrigðan lífsstíl barna sinna." Ragnheiður segir að styrkja verði forvarnir og heilsueflingu og nefn- ir hún sem dæmi verkefni sem nú stendur yfir á vegum Lýðheilsu- stöðvar sem heitir Allt hefur áhrif. Auk þess er starfandi vinnuhópur á vegum Landlæknisembættisins sem hefur það hlutverk að koma með til- lögur að skipulagi forvama og úr- ræða á vegum heilbrigðisstofnana fýrir of þung og of feit börn. Skólaheilsugæslan hefur auk- ið skipulagða heilbrigðisfræðslu Á VÍÐTÆKUM AÐGERÐUM HLUTFALL OFÞYNGDAR OG OFFITU HJA SKÓLABÖRNUM í ÞRJA VETUR FRÁ HAUSTI 2004TIL VORS 2007 l.bekkur 4. bekkur 7. bekkur 9. bekkur 26 ----------------------------------------------- 14 12 10 2004- 2005 2005- 2006 2006- 2007 HLUTFALL OFÞYNGDAR OG OFFITU HJÁ SKÓLABÖRNUM EFTIR KYNI OG ALDRI HLUTFALL OFÞYNGDAR OG OFFITU HJÁ ÍSLENSKUM BÖRNUM ÁRIN 1958 - 2006 H Stúlkur - ofþyngd 1958 1968 1978 1988 1998 2004 Offita barna og unglinga á íslandi er mikið vandamál. Á síðustu tuttugu árum hefur offituvandamál barna og unglinga þrefald- ast en á íslandi eru tuttugu prósent barna of þung eða of feit. Hólmfríður Þorgeirs- dóttir, verkefnastjóri næringar hjá Lýð- heilsustöð, segir að að víðtækar samfélags- legar aðgerðir þurfi til að vinna bug á offituvandamálinu. Ragnheiður Ósk Er- lendsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Mið- stöð heilsuverndar barna, segir að offita hjá íslenskum börnum sé vanmetið vandamál. Feitur matur Liður í því að vinna bug á heilsufarsvandamálinu er að bæta mataræði barna. innan skólanna og ber hún yf- irskriftína 6H heilsunnar. Þau eru hollusta, hvíld, hreyfing, hreinlætí, hamingja og hug- rekki. Ragnheiður segir mark- mið fræðslunnar að auka þekkingu barnanna á heilsu og þáttum sem hafa áhrif á hana. „Það er von okkar að þessi fræðsla verði tíl þess að börnin öðlist betri færni í að tíleinka sér heilbrigðan lífsstíl," segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk „Þetta ervandamál sem krefst fjölbreyttra samfélags- legra lausna."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.