Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Síða 2
Fréttir DV 2 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 Reyndi að stela buxum Tvær fjórtán ára stúlkur voru teknar fyrir þjófnað í verslun í Smáralind fyrir helgi. Önnur stal snyrtivörum en hin stal galla- buxum. f tilkynningu frá lög- reglunni á höfúðborgarsvæðinu segir að slíkar uppákomur séu orðnar nokkuð algengar. Stúlkan sem reyndi að stela gallabuxun- um fékk að máta tvennar slík- ar í verslun í Smáralind. Þegar starfsmaður verslunarinnar kom inn í mátunarklefann eftir að stúlkan var farin, sá hann að hún hafði skilið eftir gamlar buxur en stungið þeim nýju ofan í poka. Stúlkan náðist í næstu verslun og var hún flutt á lögreglustöð. Stal bensíni ogfékk dóm Kristinn Friðbjöm Birgisson, 25 ára, var á föstudag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Kristinn var sakfelldur fyrir að hafa dælt bensíni á bifreið sína fyrir upphæð að verðmæti 6.261 krónu 14. mars í fyrra án þess að greiða fyrir það. Kristinn hefúr áður verið dæmdur fyrir hegningarlagabrot. Honum var gert að greiða upphæðina afúir til baka til Olíufélagsins. Fangavistin er skilorðsbundin til tveggja ára. Sýknaður afölvunarakstri Hæstiréttur sýknaði fyrir helgi mann af ákæru þess efnis að hafa verið ölvaður undir stýri þegar lögregla hafði afskipta af honum 20. ágúst 2006. Honum var gefið að sök að hafa ekið ölvaður á bifreiðastæði við Frakkastíg í Reykjavík. Hann neitaði að hafa ekið bifr eiðinni og kvaðst aðeins hafa ætlað að sofa og spara sér hótelkostnað. Vimi bám að þau hefðu séð bifreiðina hreyfast úr stað þegar henni var lagt í stæðið. Þegar iögregla kom á vettvang var kveikt á útvarpi bifreiðarinnar og vél og púströr vom heit Dóminum þóttí ósannað að hann hafði ekið bifr eiðinni. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í Héraðsdómi til greiðslu hundrað þúsund króna sektar. Frídagur neytenda Hinn alþjóðlegi Kauptu ekk- ert dagur var haldinn hátíðlegur á laugardaginn, en hugmyndin að deginum er að hann sé nokk- urs konar frídagur neytenda. Það vom aðgerðasinnar í Kanada sem komu Kauptu ekkert deg- inum á fót, en þeir mótmæltu neysluvæðingunni með því að hvetja fólk til þess að kaupa ekkert þenn- an dag. 1 Evr- ópu er venjan að síðasti laugardagur- inn í nóvem- ber sé nokk- urs konar upphafsdagur jólavertíðarinnar í verslunum. Neytendasamtökin hvöttu neytendur til að taka frí frá innkaupum í tilefni dagsins. Jólahlaðborð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum vekur spurningar hjá veitingafólki í einkarekstri sem telur samkeppnina óeðlilega. Bolli Thoroddsen er fylgjandi því að slik þjónusta sé boðin út. Forstöðumaður garðsins segir jólahlaðborð garðsins ekki niðurgreitt af borgarbúum. Jólamaturinn Reykjavíkurborg keppir við veitingastaði borgarinnar um viðskiptavini með því að bjóða upp á jólahlaðborð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. B0RGINISAMKEPPNI UM JÓLAHLAÐBORÐIN ERLA HLYNSDOTTIR blaðamaður skrifar: erlawdv.is „Okkur finnst ekki eðlilegt að borgin sé í samkeppni við einstaklinga í veit- ingarekstri," segir Helga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Geysis Bistro & Bar í Aðalstræti. Á veitingastaðnum verður boðið upp á jólahlaðborð frá 30. nóvember. Undanfarin ár hefur Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn boðið upp á jólahlaðborð í veitingahúsi sínu og er engin undantekning á því í ár. Veislan hefur verið auglýst undanfarið þar sem fram kemur að Grýla og Leppalúði séu veislugestir. Ýmsir veitíngamenn hafa sett spurningamerki við það vegna þess að garðurinn er algjörlega í eigu Reykjavíkurborgar og er borgin því sögð í beinni samkeppni við einkaaðila í veitingarekstri um gesti ájólahlaðborð. Hluti af almennri þjónustu Tómas Úskar Guðjónsson, forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, segist ekki hafa heyrt af gagnrýni á að í garðinum bjóði borgin upp á jólahlaðborð í samkeppni við einkaaðila. „Við lítum á þetta sem þjónustu við okkar gestí. Sumir settu spurningamerki við það þegar almenn veitíngasala byrjaði hér í garðinum en það var stuttu eftir að hann var opnaður fyrir sautján árum," segir hann. Þá var farið að selja þar kaffl og léttan mat fyrir gestí og gangandi. „Þetta var ekki bein gagnrýni. Fólk velti því einfaldlega upp hvort eðlilegra væri að við byðum þetta út eða seldum veitingarnar sjálf. Við lítum á veitíngasölu sem þjónustu við okkar gesti," segir Óskar. Fylgjandi útboði Bolli Thoroddsen, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, situr í stjórn íþrótta- og tómstundaráðs sem Fjöl- skyldugarðurinn heyrir undir. Hann er fylgjandi því að þjónusta sem þessi sé boðin út og finnst almennt ekki gott að opinberir aðilar séu í samkeppni við einkaaðila. „Þegar opinberir aðilar bjóða þjónustu í samkeppni við einkaaðila verða þeir að gæta þess að allur tilkosmaður, bæði fastur og „Við höfum prófað báðar leiðir og það er áberandi ódýrara fyr- irkomulag að sjá um þettasjálf." breytilegur, sé settur inn í verðið. Að öðrum kostí er verið að niðurgreiða þjónustuna með opinberu fé. Ef, að uppfylltu þessu skilyrði, verð einkaaðila er hærra, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að opinberir aðilar sjái sjálfir um verkið," segir Bolli. Ekki niðurgreiddar veitingar Aðspurður segir Tómas að reynt hafi verið að bjóða veitingaþjónustu garðsins út. „Við höfum prófað báðar leiðir og það er áberandi ódýrara fyrirkomulag að sjá um þetta sjálf. Markmiðið er ekki annað en að þetta standi undir sér. Hugmyndin er ekki að veitingar séu niðurgreiddar af borgarbúum. Það gengi aldrei upp," segir hann. Jólahlaðborð hjá Geysi Bistro & Hlynntur útboði BolliThoroddsen er almennt á móti því að opinberir aðilar séu í samkeppni við einkaaðila. Bar kostar 4.900 krónur sem er með því ódýrara sem gerist fyrir þessi jólin en jólahlaðborð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum kostar 3.600 krónur fyrir fullorðna. Thomas Malakauskas, einn þriggja sem hlutu dóm í líkfundarmálinu, er í gæsluvarðhaldi: Lambhúshettumaðurinn ífangelsi Malakauskas í dómsal Þegar réttað varyfir þremenningunum í líkfundarmálinu gætti Malakauskas þess alltaf að andlit hans sæist ekki og bar meðal annars lambhúshettu (þeim tilgangi. Litháinn Thomas Malakauskas, einn þriggja manna sem fengu hver um sig tveggja ára og sex mánaða fangelsisdóm í líkfundarmálinu svokallaða, hefur aftur verið hnepptur í fangelsi hér á landi. „Við höfðum grun um að hann væri hér og hófum að honum leit. Hann var í félagi með öðrum þegar hann fannst en á þeim fundust um hundrað grömm af ætluðu amfet- amíni, "segir Jón Bjartmarz, yfirlög- regluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Lögreglan hneppti Thomas í kjöl- farið í gæsluvarðhald. Með komu sinni til landsins braut Thomas endurkomubann, sem hann var dæmdur í fyrir hálfu þriðja ári. Thomas var í Iok apríl 2005 dæmdur til til fangelsisvistar fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni, brot gegn lífi og lfkama og fyrir ósæmilega meðferð á líki. Thomas var einn þeirra sem sökkti líki Vaidasar Jucivivius í höfnina í Neskaupstað í byrjun árs 2005. Grétar Sigurðarson og Jónas Ingi Ragnarsson voru einnig dæmdir til fangelsisvistar fyrir athæfið. Þegar Thomas var handtekinn á dögunum reyndi hann að villa á sér heimildir. Þegar réttað var í máli mannanna þriggja gætti Thom- as þess alltaf að ekki sæist í andlit hans. Hann huldi andlit sitt ávallt með lambhúshettu og bar jafn- vel fyrir sig möppur eða skjöl til að tryggja að enginn þekkti hann í sjón. Jón segir málið í höndum rannsóknarlögreglunnar. „Fyrst hann var með fíkniefni á sér fór málið til rannsóknarlögreglu en að öðrum kosti hefði alþjóðalögreglan komið að málinu," segir Jón. Hann útilokar ekki að Thomas þurfi að sitja af sér dóm hér á landi áður en hann heldur til síns heima. baldur@

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.