Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Side 10
10 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 Sport DV Sport íslenska landsliðið í knattspyrnu lenti í níunda riðli þegar dregið var í undankeppni HM. íslenska liðið mun því aðeins leika átta leiki á rúmum tveimur árum. Æfingarleikir eru því enn mikilvægari fyrir landsliðið. Vel hægt að gera góða hluti ef rétt er haldið á spöðunum. ÍÞRÓTTAMOLAR HAGLABYSSAN GUNNAR Gunnar Nelson gerði sér lltiö fyrir og gjörsigraði Hollendinginn Niek Tromp 11. lotu í Cage of Truth: Battle of the Bay- mótinu. Þetta var aöalbardagi kvöldsins ( blönduðum bardagalistum en Hollendingurinn hafði ekki tapað bardaga í tvö og hálft ár. Tromp er að fara að berjast um Evrópumeistaratitil Shooto 15. desember og þvl Ijóst að afrek Gunnars er mikið. Gunnar skellti andstæðingi slnum I gólfið strax I byrjun bardagans, náði þar yfirburðastöðu, svokölluðu„mount“, og lét höggunum rigna yfir Tromp. Að sögn þeirra sem á horfðu virtist Hollendingurinn detta út rétt augnablik undan höggum Gunnars en gaf slðan merki um uppgjöf I sama mund og dómarlnn stöövaði bardagann. Það sem vakti ekki slst athygli er að NiekTromp er sérfræðingur I gólfgllmu og hafði unnið14af15 sigrum slnum á ferlinum á I gólfinu, langflesta I fyrstu lotu, en einu tvö töpin hans á ferlinum koma til eftir dómaraúrskurð. Hann hafði því aldrei áður verið sleginn út eða þurft að gefast upp I bardaga. Gunnar hefur því eflaust komið Hollendingnum vel á óvart með þvl aö fara beint með bardagann I gólfið þarsemTromperbesturen hann hefur sennllega ekki gert sér grein fyrir því aö (slendingurinn er einfaldlega bestur þar llka. Einn af þjálfurum keppanda lýsti bardaganum þannig á veraldarvefnum að það hefðl verið llkt og (slendingurinn ungi hefði verið að hlaða haglabyssu I hvert skipti sem hann lét höggin dynja á andstæðingi slnum svo nákvæm og kraftmikil heföu höggin verið. ISLENDINGAR ERLENDIS Eiöur Smári Guðjohnsen var I byrjunarliöi Barcelona sem vann Recreativo Huelva 3-0. Eiður Smári léká miðjunni og átti nokkra góða spretti en var slðan tekinn út af eftir klukkutíma leikog kom ungstirnið Bojan Krkic inn á og skoraði annað mark Barcelona I leiknum. Eggert Gunnþór Jónsson var I byrjunarliði Hearts sem gerði 1-1 jafntefli við Gretna á útivelli I skosku úrvaldsdeildinni (gær. Eggertvará miðjunni, nældi sér I gult spjald I leiknum og var slöan skipt út af á lokamínútu leiksins. Grétar Rafn Steinsson var I byrjunarliöi AZ Alkmar sem vann Willem II 2-0 á laugardag. Alkmarer nú láttunda sæti deildarinnar meö 18 stlg eftlr tólf leiki. Emil Hallfreðsson lékallan leiklnn ijafntefli Reggina gegn Fiorentian i Seriu A (gær. Nýr stjóri tók við liðinu og hefur stjórnað þvi ( siðustu þremur leikjum og hefur Reggina unnið einn og gert tvö jafntefli. fslenska landsliðið í knattspyrnu lenti í fimm liða riðli þegar dregið var í riðla fyrir undankeppni HM. Liðið getur vel staðið sig vel ef rétt er haldið á spöðunum. Ekki þarf að huga að löngum, erfiðum og leið- inlegum ferðalögum til landa sem sum hver eru á hjara veraldar. Með íslenska liðinu í riðli eru Hollendingar, Skotar, frændur vorir Norðmenn og Makedónar. Fylli fs- lendingar Laugardalsvöllinn gegn Hollendingum er vel hægt að ná í stig. Eins og Hermann Hreiðars- son sagði í helgarviðtali DV síðasta föstudag: „Þegar er virkilega góð stemning í Laugardalnum skilar það sér afltaf. Þá labbar maður inn á völlinn og veit að maður er ekkert að fara að tapa. Ég get nefnt ftalíu þar sem mættu 20 þúsund manns og einnig Frakkana og Spánverja. Það stendur alltaf upp úr þegar það er frábær stemning á Laugardals- velli og við stöndum okkur á móti stærri liðunum," sagði Hermann. Ef KSÍ sér sóma sinn í því að stilla miðaverði í hóf má búast við fullum Laugardalsvelli enda í hollenska lið- inu margar stórstjörnur. Það verður frábært að fá Skota aftur til Reykjavíkur. Síðast þegar liðið spilaði hér á landi var rífandi stemning, sér í lagi kvöldið fyrir leik þar sem Skotar máluðu miðborgina rauða. Þá sungu Skotarnir að stuðningsmenn íslands kynnu aðeins eitt lag, en með komu tólfunnar verður gaman að sjá hvað þeir syngja nú. Verði fullur Lagardalsvöllur er aldrei að vita nema úrslitin falli okkar mönnum í hag. Okkar menn eiga við ramman reip að draga á Hampden og ekki líklegt að stig komi í hús þar. Norðmenn eru óþolandi í fót- bolta. Beita löngum boltum allan tímann þar sem John Arne Riise fer fremstur meðal jafningja. Liðið leik- ur einfalda taktík, boltinn fer aldrei í gegnum miðjuna og því ætti að vera góður möguleiki á að ná góðum úr- slitum heima og að heiman. Makedónar eru það lið sem við verðum að vinna hér á Fróni og að ná stigi á útivelli. Gerist þetta, er allt hægt. Hins vegar hefur íslenska landsliðið reglulega valdið þjóðinni vonbrigðum og ekki á vísan að róa um árangur þegar landsliðið í knatt- spyrnu er annars vegar. Með nýjum þjálfara er hins vegar allt hægt og raunhæft að vera bjartsýnn á fram- haldið. Landsliðið mun aðeins spila átta landsleiki á tveimur árum, því verð- ur KSf að útvega liðinu sem flesta æfingarleiki. ólafi líst vel á riðlana „Égerbaranokkuð ánægður, mér finnst þetta fínn riðill en ég hefði nú reyndar viljað fá sex liða riðil en mér Ólafur á bak við stórlaxana Ólafur Jóhannesson er hér á bak við Marco Van Basten og Alex McLeish. Emirafp líst ljómandi vel á þetta," sagði Ól- afur Jóhannesson landsliðsþjálfari þegar DV náði í skottið á honum í Durban í Suður-Afríku. „Hollendingar eru náttúrulega stórþjóð í fótbolta og við höfum ekki riðið feitum hesti frá leikjum gegn þeim en það er gaman að fá að mæta svona stórþjóð. Svo eru það hinar þjóðimar, Noregur og Skotland, sem hafa verið svona upp og niður. Norðmenn og Skotar vom reyndar nálægt því að komast áfram núna á EM en ég held að leikstíll þeirra henti okkur ágætlega. Makedómumenn þekki ég ekki þannig að ég get lítið sagt um þá en það hefúr oft reynst okkur erfitt að spila gegn þessum þjóðum sem koma frá Austur- Evrópu og þeir em eflaust engin undantekning þar frá." Ólafúr var sáttur við að sleppa við löng ferðalög. „Þetta em mjög þægileg ferðalög fyrir alla okkar Ieikmenn þannig að það er mjög jákvætt." Varðandi æfingarleiki sem landsliðið hefúr þurft sagði Ólafúr að reynt yrði að fá leiki á þeim leikdögum sem í boði em. „Við munum reyna að fá leiki á öllum þeim dögum sem möguleiki er, þaðeralvegljóst." Marco van Basten, landsliðsþjálfari Hollands, sagðist glaður að geta farið til Skotlands. „Ég fer til Skotlands til að spila golf, það verður magnað að fara til Skotíands að spila fótbolta. Skotamir em sterkir, þeir hafa sýnt það að undanfömu og þetta verður ekkert auðvelt" Riðlar í forkeppni HM 2010 Riðilll: Pólland Armenía Riðill 8 Norður-Irland Eistland Slóvakia, Slóvenia San Marínó Portúgal Sviþjóð Danmörk Ungverjaland Albanía Malta Riðill 2: Grikkland Israel Sviss Moldovía Lettland Lúxemborg Riðill 3: Tékkland Riðill 4: Þýskaland Rússland Finnland Wales Aserbaidsjan Liechtenstein Riðill 5: Spánn Tyrkland Belgia Bosnía Riðill 6: Króatia England Úkraina Hvíta-Rússland Kasakstan Andorra Riðill 7: Frakkland Rúmenia Serbia Litháen Austurriki Færeyjar ftalia Búlgaria Irland Kýpur Georgia Svartfjallaland Riðill 9: Holland Skotland Noregur Makedónia Island HK er úr leik í Evrópukeppni félagsliða í handknattleik eftir 36-24 ósigur gegn FCK: Steinar Ege aflífaði HK Steinar Ege, markvörður FCK Hándbold, varði á þriðja tug skota þegar FCK sigraði HK 36-24 í seinni leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða í handknattleik í gær. HK er þar með úr leik í keppninni en FCK vann líka fyrri leik liðanna 24- 26. Leikurinn var jafn framan af en í lokin brotnaði HK-liðið saman og Danirnirunnuöruggansigur.Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari HK, sagði lokatölurnar ekki gefa rétta mynd af gangi leiksins. „Steinar Ege var ótrúlegur. Staðan í hálfleik var 14-11 og þá hafði hann varið þrjú vítaköst. Hann varði sex víti í röð, annað eins af dauðafærum, alls um þrjátíu skot og hreinlega tók okkur af lífi. Leikurinn var í járnum fýrstu 40 mínúturnar en leikmenn okkar höndluðu ekki mótlætið nógu vel og brotnuðu saman. Það eru okkur vonbrigði að tapa með tólf marka mun því við spiluðum betur en úrslitin gefa til kynna. Við vorum sex eða sjö mörkum undir þegar korter var eftir en í stað þess að við minnkuðum muninn juku Danirnir hann um helming. Við förum samt heim reynslunni ríkari." Það gladdi Gunnar að sjá um eitt hundrað stuðningsmenn HK í höllinni í Kaupmannahöfn. „Ég hef aldrei upplifað annan eins stuðning á útivelli. HK-stuðningsmennirnir voru syngjandi og trallandi í rúmlega sextíu mínútur. Þetta var eins og við værum á heimavelli. FCK var með miklu betra handboltalið en við með miklu betra stuðningslið." -CG Eins og að spila á heimavelli Um eltt hundrað stuðningsmenn HK studdu liðið I Kaupmannahöfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.