Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 Umræða DV WMlffnofcJoKtltaUt' v ^ 1V \J wultlmorgenthtíler.corr By Mlkael Wulff & Anders Morgenthaler Þú ert dæmdur til 2 ára dvalar í steininum. Nýttu tímann til að hugsa þinn gang. Við hin njótum frelsins á meðan. Fangelsi fyrir páfagauka HVAÐ BAR HÆSTIVIKUNNI? Rithöfundar í svörtum jakkafötum „{ vikunni sem leið las ég eina fyndnustu bók ársins, Konur eru ekki hamingjusamar því þær eru með svo litlan heila - og karlar rosalega pirrandi. Þetta eru að mínu mati spútnikhöfimdar þessarar vertíðar, ekki bara orðheppnir og fyndnir heldur iíka vel klæddir (komu til mín í svörtum jakkafötum sem er afar óvenjulegt á meðal rithöfunda) og gátu sjálfir skammlaust skrifað reikninga fyrir bókinni. Úr pólitíkinni ber hæst frekari lækkun Seltjarnarnesbæjar á útsvari og fasteignagjöldum sem nú eru þau lægstu á höfuðborgarsvæðinu.Ef ég læt eitthvað persónulegt flakka, þá var maðurinn minn að ljúka síðustu prófunum í HR núna í vikunni og er á lokaspretti í ritgerðarsmíð. Það sérþví fyrir endann á viðskiptafræðinámi því sem hann hefur sinnt með fullri vinnu og sístækkandi fjölskyldu undanfarin þrjú og hálft ár." Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri Slysið á Vesturgötu „Að mínu mati er það þetta sorglega banaslys sem átti sér stað um síðustu helgi. Ég bý í Reykjanesbæ og bjó meðal annars um tíma þarna á Vesturgötunni þar sem slysið varð. Tengdafaðir minn bjó einnig þarna í nokkur ár. Það fyrsta sem hann sagði þegar slysið varð var að honum þætti það með ólíkindum að þarna hefði eldd orðið alvarlegt slys fyrr. Honum krossbrá þegar hann flutti þangað því keyrslan er ofboðsleg. Þetta var alveg hörmulegt slys. Svo vöktu líka athygli forstjóraskiptin í FL Group og að Baugur skuli vera orðinn stærsti hluthafinn. Maður fylgist með þessu úr fjarlægð og reynir að átta sig á því hvað er að eiga sér stað. Svo voru niðurstöðurnar úr PISA-könnuninni athyglisverðar þar sem staða íslenskra barna virðist ekki vera allt of góð. Ég held að fslendingar ættu ekki að ör- vænta því ég held að íslensk böm séu mjög klár. Annars hef ég fulla trú á Þorgerði Katr- ínu til að laga það sem aflaga hefur farið." Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Stóra femínistamálið „f mínum huga er það náttúrulega stóra femínistamálið sem stendur upp úr í vikunni. Ég hef staðið í ströngu vegna ummæla í fréttum lidu fféttastofunnar minnar sem ég held úti á vefnum," segir Egill Einarsson. Ummælin sem Egill ræðir hér um lutu að nokkrum nafngreindum konum sem barist hafa fyrir réttindum kvenna á ýmsum sviðum. Drífa Snædal, ffamkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, kærði ummælin til lögreglu. „Steininn tók svo úr þegar sagt var í blöðum að ég hefði sagt að þessar konur ættu skilið kynferðislegt ofbeldi. Hér var verið að tala um kynlíf en ekki ofbeldi og það er mikilvægt að gera greinarmun á þessu." Egill segir að lögregla hafi ekki enn haft samband við hann vegna ummælanna og hann hyggst halda ró sinni. „Nú erÁsgeir Kolbeinsson líka orðinn brjálaður út af þessu og ég þarf að róa hann niður einhvern veginn." Egill Einarsson, vaxtarræktarfrömuður Viðburðarík fjármálavika „Maður á það til að horfa til þess sem stendur manni næst. Enn ffekaii niðursveifla og neikvæð þróun fjánnálamarkaðarins hefur haldið athygli minni þessa vikuna. Þó svo að breytingar á FL Group hafi verið famar að spyrjast út var uppstokkun fyrirtækisins án efa tíðindi vikunnar. Ég get líka nefnt lækkun á lánshæfismati FITCH á fyrirtækinu NIBC, fyrirtæki sem Kaupþing keyptí ekki alls fyrir löngu. Aðrar neikvæðar fféttir snúa að því að íslensk fyrirtæki geta ekki byrjað að skrá hlutabréf sín í evrum fyrr en um mitt næsta ár og slæmar fféttir af þorskstofninum glöddu ekki mikið. Mér finnst gaman að sjá að hagtölur benda til þess að hagkerfið hafi náð betra jafnvægi en verið hefur og að viðskiptahalli sé að skreppa hratt saman. Hröð aukning gjaldeyristekna af erlendum ferðamönnum voru einnig góðar fréttír í vikunni en á fyrstu 9 mánuðum ársins voru tekjur okkar 45 milljarðar króna." Ingólfur Bender, forstöðumaður mRmim Verðdæmi Leðursófasett éður 239,000 kr Nú 119,900 kr Hornsofar tau áður 198,000 kr Nú 103,000 kr Hornsófar leður áður 249,000 kr Nv Nú frá 159,000 kr Leðursófasett LnJLUJ&ví Hornsófasett Sófasett með ínnbyggðum skemli Borðstofuborð og stólar n Sófaborð [\ JjJj ffSjf ^ Eldhúsborð V, Rúmgaflar Rúm í ýmsum stærðum og gerðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.