Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Side 26
Matjurtir ./-Vc * X „Abgenglleg, falleg, fróbleg og sfbast en ekkl síst skemmtileg bók - alvöru hvatning fyrlr hörbustu innipúka til ab laumast út á svalir eba f garblnn slnn og prófa ab rækta eigib graenmetl!" Bryntlís Loftsdóttir Vtíntstlúrl Eymurutsson lkiknbúo Miils ox mennlnxar SUMAR HÚSIÐ RSGardurinn Síbumúla 15,108 Reykjavík Sími 586 800}, www.rit.is úmsrunofíHúsia Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is HPI Savage X 4,6 fjarstýrður torfœru trukkur. Öflugasta útgáfan til þessa. saHftEC lýsa allt að 30 daga samfleytt. CJ Á leiði í garðinn Reykjalundur sími 5301700 / www.rp.is Dælurehf. lífjHjll lím 26 FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2007 Helgarblað PV HIN HLIÐIN v f SIGRÍÐUR THORLACIUS ER SÖNGKONA ( HLJÓMSVEITINNI HJALTALÍN EN SVEITIN SENDI Á DÖGUNUM FRÁ SÉR SÍNA FYRSTU BREIÐSKÍFU SEM NEFNIST SLEEPDRUNK SEASONS. Nafn og kyn? „Sigríður Thorlacius, kven- kyn." Atvinna? „Söngkona og tónlistarnemi." Hjúskaparstaða? „Á í fullu fangi með sjálfa mig." Fjöldi bama? „Ætli ég sé ekki sjálf mesta barnið í mínu lífi?" Átt þú gæludýr? „Ég á tvo gullfiska. Þeir heita Addi Palli og Bergþóra og þeir eru úr plasti." Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Tónleika Sinfómuhljóm- sveitar Islands þar sem flutt voru verk eftir Stravinsky og Thomas Adés." Hefur þú komist í kast við lögin? „Nei, ég er mjög löghlýðin og hlýðin almennt." Hver er uppáhaldsflíkin þín ogafhveiju? „Svört ullarslá, því hún er bæði hlý og falleg." Hefur þú farið í megrun? „Já, já, það hefur verið reynt á það. Ég er bara of góð við sjálfa mig dl að nenna því al- mennilega." Grætur þú yfir minningar- greinum um ókunnuga? „Já, já, oft. Ég er rosalega mik- ill skælari og það þarf oft ansi lítíðtíl." Trúir þú á ffamhaldslíf? „Já, í einhverri mynd." Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Ég skammast mín bara ekki neitt fyrir tónlistarsmekk minn, hvorki fyrr né nú. Við- urkenni samt að hann hefur tekið allnokkrum breyting- um í áranna rás. Er til dæmis löngu hætt að hlusta á Ace of Base og Haddaway." Hvers hlakkar þú mest til? „Að komast í jólafrí með öllu tilheyrandi." Spilar þú á hljóðfæri? „Ég spila á hálsinn minn, röddina og svo mættí segja að ég glamri á píanó, en spilað get ég ekki." Styður þú ríkisstjórnina? „I sumu, ekki öllu." Hvað er mikilvægast í lífinu? „Að eiga gott fólk í kringum sig og að geta látíð sér og öðrum líða vel." Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Ég veit það bara ekki. En það hefði nú kannski verið gaman að spjalla aðeins við Elvis." Hvaðabókviltu fáí jólagjöf? „Bíbí, eftirVigdísi Grímsdóttur." Ertu með tattú? „Nei, mér hefur oft dottið það í hug en aldrei látíð verða af því. Ég hugsa að ég fengi nóg af því á fyrsta degi." Hefur þú ort ljóð? „Já, bara svona mjög vandræðaleg unglingaljóð sem ég myndi aldrei sýna nokkrum manni." Ert þú með einhverja leynda hæfileika? „Ég er rosalega góð í tetris." Af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Ja, allavega ekki af mér." Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Mér líður rosalega vel heima hjá méryfirleitt, en sakna þess oft að búa ekki niðri í bæ. Það er eitthvað við miðbæinn sem mér þykir svo rosalega vænt um. Það er líka svo gaman að skoða allt hitt fólkið. Ég held ég verði að segja miðbær Reykjavíkur." Afrekvikunnar? „Nýútkomin, gullfalleg plata hljómsveitarinnar Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons." Hefur þú látið spá fyrir þér? „Stjörnuspáin bregst aldrei."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.