Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Qupperneq 43
DV ÆttfræBi
FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 43
IFRETTUM VAR ÞETTA HELST...
tESEMBER 1937
HILLI
Á blaðamannafundinum boðaði
borgarstjórinn því þau gleðitíðindi
að hafist yrði handa með hitaveitu-
firamkvæmdir í marsmánuði árið
1938. Reykvíkingar sáu því fram á
aukna atvinnu og ódýran húshitun-
arkost.
Fyrst Ljósafossvirkjun...
Þrátt fyrir kreppu, atvinnuleysi
og lamandi haftastefnu ríkisins var
ótrúlegur framkvæmdahugur í þeim
sjálfstæðismönnum sem mynduðu
meirihlutabæjarstjórnarReykjavíkur
á fjórða áratugnum. Reykjavíkurbær
hóf framkvæmdir við langstærstu
virkjun landsins, Ljósafossvirkjun í
Soginu, árið 1935, og veturinn 1937
fjórfaldaðist rafmagnsframleiðsla
Reykvíkinga er virkjunin var tekin í
notkun. Virkjunarframkvæmdimar
höfðu veitt fjölda manns atvinnu
á þessum atvinnuleysistímum og
aukin rafmagnsnotkun heimila og
fyrirtækj a var þj óðhagslega hagkvæm
þar sem hún dró mjög úr eftirspurn
eftir kolum og minnkaði þar með
loftmengun.
...síðan hitaveita
Aðeins örfáum vikum eftir að
Ljósafossvirkjun tók til starfa, blés
borgarstjórinn í Reykjavík, Pétur
Halldórsson, til nýrrar sóknar á
blaðamannafundinum sem getið er
um hér að framan. Nú skyldi ráðist
í hitaveitu - þá fýrstu í heiminum.
Framkvæmdir við hana myndu
veita fjölda manns atvinnu, íslensk
orka leystí þá kolin enn frekar af
hólmi, drægi auk þess ennfremur
úr loftmengun yfir Reykjavík, færði
Reykvíkingum húshitunarkost sem
yrði miklu ódýrari en áður þekktist
en yrði jafnframt traustur tekjustofn
fyrir sveitarfélagið.
Allar boranir og rannsóknir að
Reykjum í Mosfellsdal lofuðu góðu,
Helgi Sigurðsson, verkfræðingur og
síðan fyrsti hitaveitustjórinn, hafði
lokið við áætlunargerð fyrir fram-
kvæmdirnar og Reykvíkingum var
ekkert að vanbúnaði að hefja stór-
kostlegustu og sérstæðustu opin-
beru framkvæmdir fslandssögunnar.
Fram til þessa hafði einungis skort
lánsfé til framkvæmdanna. En nú
virtist það í höfn.
Lánssamningur pólitískt afrek
Á þessum atvinnuleysis- og
krepputímum var sérstaklega erfitt að
fá erlent lánsfé til stórframkvæmda.
Ekki bætti úr skák að hér var um að
ræða framkvæmdir sem ekki áttu
sinn líka né nein fordæmi í veröldinni
- hitaveitu fýrir heilt bæjarfélag.
Ríkisstjórnin gat ekki gengið í
ábyrgð fyrir láninu enda hafði ver-
ið lokað fyrir allt erlent lánstraust
hennar í þrjú ár. Með þetta allt í huga
virtíst lánssamningur borgarstjórans
vera pólitískt afrek.
NDIRHITAVE
EITU
Hitaveituskurður á horni Hverfisgötu
og Ingólfsstrætis Á striðsárunum voru
götur og gangstéttir í Reykjavik sundur-
grafnar af sllkum skurður um allan bæ.
mm.f . -.
Knud Zimsen Verkfræðingur var
borgarstjóri 1914-1933.
Verkfræðiborgarstjórar
Pétur Halldórsson var fjórði
borgarstjóri Reykjavíkur, frá 1935 til
dauðadags 1940. Á undan honum
hafði Jón Þorláksson verið borgar-
stjóri frá 1933 og til dauðadags 1935.
Hann var verkfræðingur, hafði lengi
verið landsverkffæðingur, forsæt-
isráðherra 1926-1927 og var fýrstí for-
maður Sjálfstæðisflokksins. Á undan
Framkvæmdir við Hitaveitu Reykjavíkur á árunum 1939 eða 1940 Hitaveitu-
stokkur lagður upp í Mosfellssveit. Vinnubrögðin þættu fornfáleg í dag.
Jón Þorláksson Verkfræðingur var
borgarstjóri 1933-1935.
Jóni var Knud Zimsen borgarstjóri á
árunum 1914-1933. Hann var einn-
ig verkfræðingur og kom, ásamt Jóni,
mikið við sögu allra stórffamkvæmda
Reykjavíkur, s.s. vamsveitunnar, hafn-
argerðarinnar, virkjunar Elliðaánna
og Sogsins og loks að málefnum
hitaveitunnar. Það er í raun ótrúleg
slembilukka að annar og þriðji borg-
arstjóri Reykjavíkur skuli báðir hafa
verið í ffernsm röð fyrstu kynslóðar
verkffæðinga hér á landi. Líklega er
ekki á neinn hallað þótt því sé hald-
ið ffam að Guðmundur Björnsson
landlæknir og verkff æðingarnir Knud
Zimsen og Jón Þorláksson hafi öllum
öðrum ffemur lagt grunninn að for-
ystuhlutverki Reykjavíkur á 20. öld.
Pétur Halldórsson borgarstjóri
Pétur Halldórsson var ekki verk-
fræðingur eins og forverar hans. En
hann var mikill fjármála- og fram-
kvæmdamaður og feikilega áhuga-
samur um opinberar framkvæmdir
bæjarins á þessum árum. Hann var
Reykvíkingur í húð og hár, fæddur í
Reykjavík 1887 en lést á besta aldri
1940.
Pétur lauk stúdentsprófi 1907,
hóf síðan lögfræðinám við Kaup-
mannahafnarháskóla en hvarf frá
námi eftir einn vetur, festi kaup á
Bókaverslun Sigfúsar Eymunds-
sonar og starfrækti hana til æviloka.
Þá var hann alþingismaður á árun-
um 1932-1940.
Pétur Halldórsson Forstjóri var
borgarstjóri 1935-1940.
Faðir Péturs var Halldór Jónsson,
bróðir Valgerðar, konu Þórhalls Bjarn-
arsonar, biskups og alþingismanns.
Systkinabörn við Pémr voru því
Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra
og Dóra Þórhallsdóttir, forsetaffú og
tengdamóðir Gunnars Thoroddsen,
borgarstjóra og forsætisráðherra.
Móðir Pémrs var Kristjana, dóttir
Péturs Guðjohnsen alþingismanns,
af ætt Guðjohnsen- og Knudsenætt
Þórólfs Ámasonar, fyrrv. borgarstjóra.
Meðal barna Pémrs var Halldór teikn-
ari.
Lánið sem aldrei var tekið
Skemmst er ffá að segja að ekki
gekk eftír með enska iánið sem Pétur
borgarstjóri taldi sig hafa samið um
fyrir hitaveimna, enda unnu ffammá-
menn í Framsóknarflokknum á þess-
um árum með oddi og egg gegn því
að Reykvíkingar gætu hafið sínar hita-
veituffamkvæmdir. Af því er löng og
ljót saga sem ekki verður tíunduð hér.
Það var því ekki fyrr en í ársbyrj-
un 1939 sem danska fyrirtækið Höj-
gaard & Schultz tók að sér hitaveitu-
framkvæmdimar og lánaði auk þess
fé tíl verksins, ásamt Handelsbanken
í Kaupmannahöfri.
Danskt lán og heimsstyrjöld
Skrifað var undir láns- og verk-
takasamninginn í júní 1939 en þá var
orðið stutt í síðari heimsstyrjöldina
sem einnig settí strik í reikninginn.
OM(
MánudagslcvöldiðO 6.
desember 1937 hélt
Pétur Halldórsson
borgarstjóri blaða-
mannafund til að flytja
Reylcvíkingum gleði-
tíðindi: Hann hafði
náð samlcomulagi við
breskt fjármálafyrir-
tælci um hagstætt fram-
lcvæmdalán vegna fyr-
irhugaðrar hitaveitu
fyrir Reykjavík. Lánið
hljóðaði upp á 215.000
sterlingspund sem
þá jafngilti 4.760.000
íslenslcum lcrónum. Það
var fyrirtækið Power
Securities Corporation
sem hugðist veita lánið
eftir að ráðgefandi verlc-
fræðingafyrirtælci, Meik
& Halcrow, hafði lcynnt
sér gerð hitaveitunnar
og lolcið milclu lofsorði
á störf reykvískra
verlcfræðinga sem að
áætluninni lcomu.
Helgi Sigurðsson Verkfræðingur gerði
áætlun um hitaveituna að Reykjum og
hitaveitulögnina til bæjarins 1937 og var
fyrsti hitaveitustjórinn til 1962.
Einungis einn skipsfarmur af efni til
ffamkvæmdanna náði tíl landsins frá
Evrópu áður en styrjöldin skall á og
ekki fékkst undanþága fyrir frekari
slíkum flumingum.
Hitaveimframkvæmdirnar hóf-
ust í ágústmánuði 1939 en styrjöldin
skall á 1. september. Árið 1941 stöðv-
aðist verkið vegna efnisskorts. Að lok-
um fékkst það efni sem á vantaði frá
Bandaríkjunum en þó ekki átakalaust
því tveimur skipum með hitaveitu-
farm hingað til lands var sökkt á leið-
inni. Verkinu miðaði þó áffarn, þrátt
fyrir öll ljónin í veginum og 1. desem-
ber 1943 var hleypt heim vami á fyrsta
húsið sem fékk vatn ff á þessum ff am-
kvæmdum. Það var Hnitbjörg, lista-
safn Einars Jónssonar á Skólavörðu-
hæð.
Hitaveita Reykjavíkur var frá
upphafi þjóðþrifafyrirtæki sem vís-
aði fjölda annarra sveitarfélaga veg-
inn í húshitun. Hún hefur sparað
viðsldptavinum sínum mgi, ef ekki
hundmð milljarða í himnarkosmað,
losaði Reykvíkinga við kolareykinn og
lagði grunninn að mannauði Orku-
veim Reykjavíkur. Enn í dag eigum við
því mikið að þakka kempum á borð
við Knud Zimsen, Jón Þorláksson og
Pémr Halldórsson, - mönnum sem
tóku almannahagsmuni Reykvíkinga
ffam yfir eiginhagsmunapot og vom
óhræddir við áhættu og erfiðleika.