Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 Helgarblað PV ía stjörnurnar til fyrirmyndar i, það er ekki hægt að keppa við þvi saman helstu æfingaleiðir jafnar. Pilates Geysivinsælt hjá stjörnunum. Jessica Alba púlar (leikjatölvunni Leikkonan unga Jessica Alba segist nota Wii-leikjatölvuna til þess að halda sér í formi. Þar getur hún spilað íþróttir á borð við hafnabolta, tennis og keilu, með tilheyrandi svita og púli. Hópur lækna í Bretlandi komst að þvi á dögunum að þeir krakkar sem spiluðu Wii brenndu margfalt fleiri hitaeinginum en þeir sem nota aðrar leikjatölvur. Kúrinn kallast Wii-kúrinn, en yrði sjálfsagt ekki samþykktur af hvaða heimilislækni sem er. Alvöru herþjálfun fyrir Jessicu Jessica Simpson hefur ávallt verið í góðu llkamlegu formi. Hins vegar þurfti hún að gera enn beturfyrir hlutverk sitt í myndinni Major Movie Star sem er væntanleg á næsta ári. Jessica fór í herþjálfun, þar sem hún þurfti að klifra i gegnum dekk og yfir veggi í fullum herklæðum. Þá segist hún passa sig að borða nóg af hollum kolvetnum. Mikið af hýðishrisgrjónum, kjúklingi og fiski.Til þess að seðja sætustu langanirfær hún sér sykurlaust hlaup. 2000 ára gamalt leyndarmál Margar stjörnur hafa tekið upp á því að nota rússneskar ketilbjöllurtil þess að að hjálpa sér að komast (form. Bjöllurnar eru aldagömul tækni, níðþung og hálffrumstæð lóð sem hjálpa öllum líkamanum að styrkjast. Meðal þeirra sem notaö hafa ketilbjöllurtil þess að koma sér í form eru Jennifer Lopez, Penelope Cruz og Kryddstúlkan Geri Halliwell. Þeim sem hafa áhuga á ketilbjöllum er bent á heimaslðuna kettlebells.is, sem býður upp á hóptíma og einnig bjöllurtil sölu. Hleypur 19 kílómetra á dag Leikarinn og rapparinn LL Cool J var þekktur fyrir að vera nokkuð þéttur á velli. Rapparinn lét sig svo hverfa fyrir nokkrum árum og kom til baka í vaxtarræktarformi. LL hleypur 12 mílur á dag, sem eru rúmir 19 kílómetrar. Þá leggur hann einnig stund á hnefaleika samhliða rosalegum lyftingaæfingum. Ketilbjöllur, frjáls lóð, armbeygjur og upphífingar eru það sem virkarfyrir rapparann. Angelina Jolie fer i öfgarnar Þrátt fyrir að Angelina Jolle eigi í fullu fangi með börn sín, móðurmissinn og nýjan kærasta (dag, hefur hún löngum verið þekkt fyrir að vera (góðu formi. Áður en leikkonan lék (Tomb Raider- kvikmyndunum fór hún á sérsakt próteinmataræði, þar sem hún borðaði næstum eingöngu kjöt og sardínur. Hún æfði sparkbox af mikilli hörku, kafaði, æfði aðrar bardagalistir og hljóp eins og vindurinn um allar trissur. Jóga, lyftingar og jafnvel ballett. Angelina kallar ekki allt ömmu s(na. Budokon virkar fyrir Aniston Jennifer Aniston stundar nú af kappi sjálfstyrkingaræfingar að hætti budokon, sem er úr smiðju Kkamsræktarfrömuðar- ins Cameron Shayne. Budokon er sambland af íhugun, teygjuæfingum,, jóga, bardagalistum og öðrum kúnstum, sem mynda svo kerfi sem á að færa iðkendum þessa vellíðan á diski. ( budokon á fólk bæði að geta lært að verja sig og einnig hreinsað hugann eftir amstur dagsins. Margir efast um virkni og gildi Budokons, en fáir efast um þokkann sem Aniston gefur frá sér þessa dagana. Usher heldur því náttúrulegu R&b-söngvarinn Usherer líklega með stinnustu magavöðva sem sést hafa í Hollywood. Usher Kkar ekki að nota nýjustu tæki og tól til þess að halda sér í formi, heldur gerir hann æfingarnar heimafyrir. Usher gerir um 1000 magaæfingar á dag og þar að auki tekur hann 40 mínútna æfingu á hverjum degi sem hann kallar„fjörutíu mínúturaf fönki." Þar teygir hann, sippar og gerir aðrar eróbikkæfingar. Þá gætir hann sin á því að borða nóg af fiski, kjúklingi ávöxtum og grænmeti. Á meðan hann stillir neyslunni á hrísgrjónum, pasta og kartöflum í hóf. Damon boxar Leikarinn Matt Damon þurfti að koma sér (gott líkamlegt form fyrir Bourne- myndirnar. Matt ákvað í stað þess að svitna í tækjasalnum að æfa hnefaleika. Margir hafa sagt iþróttina vera eina þá erfiðustu (heimi, en í hnefaleikaæfing- um er púlað alveg rosalega. Matt er ( besta formi lífs síns, nóg er af stöðum sem kenna hnefaleika á Islandi. Geysivinsælt pilates Pilates-jóga hefurfarið sigurför um heiminn, en ferðalagið hófst einhvers staðar í Hollywood. Meðal þeirra sem stunda pilates eru Sharon Stone og Julia Roberts. Julia er sögð hafa misst öll sín aukakíló sem komu eftir óléttuna með aðstoð pilates-tækninnar. Heilsufríkið Madonna Madonna er kannski nógu gömul til þess að vera amma, en það sést ekki á henni að hún sé að nálgast fimmtugt. Söngkonan stundar mikið af ashtanga- jóga, sem er einstaklega erfitt. Hún fer í líkamsræktina og segja menn að hún hjóli þangað, sem sagt tvær æfingar i einni. Hún snertir ekki við ruslmat og borðar aðeins náttúrulegar og óunnar vörur. Mikið heilhveiti og mikið af grænmeti. Með þess háttar klókindum er hægt að sigrast á tímanum. Púlaði til þess að líta út eins og morðingi Daniel Craig þurfti að gangast undir djöfullegt æfingaprógram fyrir hlutverk sitt sem James Bond í myndinni Casino Royal.„Ég hætti að reykja og æfði fimm daga vikunnar, um helgar át ég og drakk að vild. Æfingarnar foru flestar aðeins 45 minútur, en afar vægðarlausar. Við notuðum stöðvaþjálfun, frjáls lóð og mikið af upþhífingum. Nú get ég tekið mína eigin líkamsþyngd (bekkpressu. Ég sagði við einkaþjálfarann minn, ég verð að líta út fyrir að geta drepið einhvern þegar ég fer úr skyrtunni," segir Craig. Gwyneth heldur því fjölbreyttu Leikkonan Gwyneth Paltrow æfir jóga eða pilates á hverjum degi. Hún segist púla nóg við að eltast við börn sín Apple og Moses, en skellir sér stöku sinnum í ræktina vilji hún svitna almennilega. Áður fyrr borðaði Gwyneth eingöngu makróbíótískan mat, en hefur hætt því síðan hún varð móðir. Nú reynir hún að sneiða framhjá öllum óþarfa sykri og mjólkurvörum. Borðar lífrænt ræktað grænmeti, mikið heilhveiti og mikið af linsubaunum og þess háttar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.