Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 Fréttir DV TRAUSTI HAFSTEINSSON MIY0K0 HJUSKA Japanska sendiráðið hefur hafnað Miyoko Watai, japanskri ekkju skákmeistarans Bobbys Fischer, um hjúskaparvottorð. Hún hefur aðeins í höndunum afrit af japönskum skráningar- pappírum og því getur sendiráðið ekkert aðhafst frekar fyrr en frumrit fást. Leit stendur yfir á Filippseyjum að Jinky Ong, meintri dóttur Fischers, og i undirbúningi er að stofna hóp henni til stuðnings hér á landi. Miyoko Watai, japanskri ekkju Roberts James Fischer, Bobbys Fischer, hefur verið neitað um hjúskaparvottorð hjá japanska sendiráðinu hér landi. Ástæðan er sú að hún hefur ekki í hönd- um frumrit af japönskum skrán- ingarpappírum sínum. Á með- an svo er getur sendiráðið ekki aðhafast frekar í því að stað- festa, af eða á, hjúskap Watai og Fischers. Nokkrir vinir hins láma skákmeistara efast enn um að Fischer og Watai hafi ver- ið lögmæt hjón. Þessir sömu vinir eru enn sárir yfir því að útförin hafi verið haldin í kyrrþey og án samráðs. Hið sama á við um ætt- ingja hans í Bandaríkj- unum sem bíða einnig staðfestingar á því hvort um lögmætan hjúskap hafi verið að ræða líkt og Miyoko Watai vill meina. Á meðan staðfesting hjúskap- ar liggur ekki fyrir er óljóst hver erfir nær 200 milljónir króna sem Fischer lætur eftir sig. Fischer, sem varð heimsmeist- ari í skák, lést af völdum nýrnabil- unar á Landspít- alanum fimmtu- daginn 17. janúar og var jarðsunginn í kyrrþey í Laug- ardælakirkjugarði, rétt fyrir utan Sel- foss. Útförin fór fram í kyrrþey og án vitneskju flestra vina Fischers hér á landi. um Watai að sanna hjúskap þeirra og vinnur hún í því að fá þær sannanir. Á meðan líta japönsk yfirvöld ekki á þau sem hjón. Hins vegar hefur ver- ið bent á misræmi í frásögn ekkjunn- ar varðandi hjúskapinn. í dag held- ur hún því fram að þau hafi gift sig í Japan áður en Fischer kom til íslands í mars 2005. Það stangast Jiins vegar á við það sem hún lét hafa eftir sér skömmu fyrir komu hans Jiingað, í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hún var titluð heitkona Fischers. „Við munum skoða síðar hvort við giftum okkur á Islandi en því ferli hefur ver- ið frestað," sagði Watai þá. Er Garðar Sverrisson, náinn vin- ur Fischers, frétti af vangaveltum fé- laga sinna í stuðningshópi Fischers, RFJ, þess efnis að fá dómsúrskurð vegna forræðis yfir jarðneskum leif- um skákmeistarans, fór hann á fullt í útfararundirbúning í samráði við Watai en án samráðs við félaga sína f hópnum. Hann hefur sjálfur lýst því yfir að útfærslan hafi verið eftir hug- myndum hins látna. Að næturlagi, aðfaranótt mánudagsins 21. janúar, sótti Garðar ekkjuna út á flugvöll og árla morguns var Fischer jarðaður. LÖG UM DÁNARVOTTORÐ, KRUFNINGAR OG FLEIRA ■ 10. gr. Dánarvottorð skal afhent venslamanni hins látna. ■ Venslamaður afhendir dánarvott- orðið sýslumanni (því umdæmi þar sem hinn látni átti lögheimili á dánardægri eða ætla má að dánarbúi verði skipt samkvæmt ákvæðum laga um skipti á dánarbúum o.fl. ■ Sýslumaðurafhendirvensla- manni staðfestingu þess að andlát hafi verið tilkynnt og má ekki gera útför nema sá sem hana annast hafi fengið slíka staðfestingu. Skilur sárindin „Ég get ekki spurt í hvert sinn hvort viðkomandi hafi leyfi tilaðjarða/'sagðiSverr- f v , 1 Grafinn í flýti Svo virðist sem útförinni hafi ver- ið flýtt einum of því þess var ekki gætt að fá lögbundnar heimildir fyr- ir greftruninni. Lögum samkvæmt ber aðstandendum að tilkynna and- lát til þess sýsiumannsembættis þar sem hinn látni átti lögheimili. I kjöl- farið gefur sýslumaður út staðfest- ingu þess efrtis að andlát hafi verið tilkynnt og það er ekki fýrr en að því loknu sem útför má fara fram. Hvorki hafði sýslumanni verið afhent dánar- tiikynning né hafði sýslumaður gefið út staðfestingu er útförin fór fram. ir Einarsson, útfar- arstjóri Útfarar- stofri Islands, í samtali við DV þegar hann var spurður hvort rétt hefði ver- ið staðið að útför Fischers og þess gætt að öll til- skilin leyfi hafi Viðmælendur DV, bæði úr hópi Kom kistunni undan Yosihiko Yura, ráðgjafi hjá japanska sendiráðinu, staðfest- ir að það geti ekki staðfest hjú- skapinn. Það sé vegna þess að sendiráðið hafi enga löggilta pappíra fengið sem sýni ffarn á að Fischer og Watai hafi verið löglega gift. Það er því í hönd- vina og ættingja Fischers, velta fyr- ir sér hvort útfararstofan og prestur- inn hafi mátt framkvæma útförina. Jafnvel hafa vaknað spurningar þess efnis hvort útfararstofan, í þessu til- viki Útfararstofa fslands, hafi haft heimild til að fá afhentar jarðneskar leifar skákmeistarans. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala þurfti engar sérstakar heimildir fyrir því að fá þær afhentar, einu lagaskilyrð- in eru þau að ekki megi jarða fyrr en sýslumaður hefur veitt heimild til þess. Sú heimild hafði hins vegar ekki verið gefin áður en Fischer var jarðaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.