Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 27
DV Bló MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 27 íslenski myndskreytirinn Siggi Eggertsson sem búsettur er í London var fenginn til að hanna plötuumslágið fyrir aðra breiðskífu sveitarinnar Gnarls Barkley en platan kemur út í apríl. Siggj EggertssonTeiknaði piötuumslag fyrir hljómsveitina Gnarls Barkley. GERÐI UMSLAG FYRIR BARKLEY „Ég er búinn að búa í London síð- an í janúar í fyrra og vinn sem mynd- skreytir hérna," segir Siggi Eggerts- son en hann teiknaði á dögunum plötuumslagið fyrir aðra breiðskífu hinnar geysivinsælu sveitar Gnarls Barkley. Platan sem ber heitið The Odd Couple kemur út í apríl en Siggi var beðinn fyrir verkefnið af hönnuði plötuumslagsins, Tom Hingston. „Ég kynntist Tom fyrir svolitlu síð- an og sendi honum verkin mín. Eft- ir það höfum við alltaf verið í góðu sambandi og hann vildi fá mig til að teikna plötuumslagið, það var nú eiginlega ekkert flóknara en það." Gnarls Barkley sendi frá sér sína fyrstu plötu, St.Elsewhere, árið 2006 en fyrsta smáskífulag plötunnar, Crazy, rataði í spilun árið 2005 og toppaði vinsældalista um heim all- an. Hljómsveitin naut ekki síður vin- sælda hérlendis og var vart hægt að stíga fæti inn á skemmtístað í upp- hafi árs 2006 án þess að heyra lagið Crazy spilað svo sveitin ætti að vera vel kunnug fslendingum. Vann verkfyrir Nike í NewYork „Ég talaði nú aldrei við þá sjálfa, ég var ailtaf bara í sambandi við Tom, þetta fór alit í gegnum hann. Rétt fyr- ir jólin sendi ég honum svo nokkr- ar teikningar og þetta þróaðist bara einhvern veginn út í umslagið eins og það lítur út í dag," segir Siggi en skömmu fyrir jólin vann hann einnig að öðru ekki síður spennandi verki. „Ég gerði mósaíkverk sem er þrír sinnum fjórir metrar fyrir Nike- versiun í New York, það var mynd af körfuboltamanninum Patrick Ewing," segir Siggi sem þó virðist ein- staklega afslappaður yfir því að hafa unnið verkefrii fyrir bæði eitt þekkt- asta fatamerki heims sem og eina heitustu hljómsveit samtímans. „Ég spái ótrúlega h'tið í það. IrÍÍdfiÍftlK > APRIL2008 CSf Teikningin sem Siggi gerði The Odd Couple, önnur breiðskífa Gnarls Barkley, kemur út í apríl Þetta er einhvern veginn ekkert eins merkilegt og það hljómar, þetta er bara vinna rétt eins og það að vinna sem sjómaður." Kominn með ógeð á stórborginni Siggi útskrifaðist sem grafi'skur hönnuður frá Listaháskóia fslands árið 2006 en ákvað að fókusera meira á myndskreytingar fremur en grafíska vinnu en hann segir mark- aðinn fyrir þá iðju mun opnari í London en á íslandi. „Ég er samt komin með ógeð á því í bili að búa í þessari gráu borg og er að fara að flytja aftur heim til fslands í þrjá mánuði í mars. Ég flyst örugglega til Hríseyjar því það er svo mikill kraftur þar og góð nátt- úra og ég þarf oft á því að halda inn á milli." Fram undan hjá Sigga er svo gerð annars plötuumslags fyrir bresku hljómsveitina Delays. „Ég er að vinna að því með hönnunarstúdíói sem heitir Big Active. Þetta er hljóm- sveit sem gaf víst út plötu sem varð frekar stór hér í Bretlandi en gaf svo út aðra sem var mjög léleg og mér skilst að nú ætli þeir að reyna aftur að gefa út eina góða," segir hann að lokum. krista@dv.is Hjartaknúsarinn Matthew McConaughey heldur áfram að leika í rómantískum gaman- myndum og er myndin The Ghosts of Girlfriends Past næst á dagskrá. (henni leikur McCon- aughey mikinn glaumgosa sem lendir í þó nokkrum fyrrverandi kærustum þegar hann fer í brúðkaup litla bróður síns. Einnig leika í myndinni Jennifer Garner, Breckin Meyer, Lacey Chabert, Anne Archer og Amanda Walsh. Tökur hefjast 19. febrúar í Boston. mm,u Guillermo Del Toro, leikstjóri Pan's Labyrinth, sem hefur verið orðaður við Hobbitann að undanförnu, segir enn mikla óvissu ríkja um verkefnið. Del Toro segir að enn hafi ekkert verið staðfest og því ekki einu sinni víst hvort af gerð myndar- innar verði. Del Toro segist þó mjög áhugasamur um verkefnið og vildi glaður leikstýra myndinni.„Ég hef ekki ennþá fengið staðfestingu og ekkert er víst fyrr en hún kemur," segir glaðlegi, spænski leikstjórinn. TOHIyne Tökur á myndinni Max Payne hefjast í byrjun mars og þeim lýkur um miðjan maí. Myndin er byggð á samnefndum tölvuleik sem var gríðarlega vinsæll fyrir nokkrum árum en það er Mark Wahlberg sem leikur Max sjálfan. Myndin segir sögu lögregluþjóns sem nær að koma sér i raðir mafíunnar. Þegar hann er ranglega sakaður um að drepa samstarfsmann sinn þarf hann að berjast gegn glæpum einn síns liðs með mafíuna og lögregluna á hælunum. Sirkushopurinn Oki Haiku Dan syna 1 Borgarleikhusmu: LJÓÐRÆN BEINAGRIND Vetrarhátíð fer af stað á fimmtudaginn kem- ur og stendur yfir helgina. Eitt atriðið í kræsi- legri dagskránni er sýning framsækna sirkus- hópsins Oki Haiku Dan í Borgarleilkhúsinu. Sýningin heitir Beinagrindin og er sögð stór- kostlegt, ljóðrænt ferðalag um möguleika mannslíkamans þar sem tónlist, ljós, dans- og sirkusatriði bráðna saman á krassandi hátt. Árið 2004 kom hópurinn til Islands með verk- ið „Hreyfa ekki hreyfa" sem síðan hefur verið sýnt hundrað og sextíu sinnum víðs vegar um heiminn. Japanski listamaðurinn Keisuke Kanai flétt- ar ljós í skugga, tónlistarmaðurinn Rui Owada sér um tónlistina og leikstjóri er Sébastien Lal- anne. Beinagrindin verður sýnd tvisvar á Nýja sviði Borgarleikhússins, klukkan 20.00 dag- ana 6. og 8. febrúar. Nýsirkusinn, eins og hann er kallaður, tekur einnig þátt í opnunaratriði Vetrarhátíðar fimmtudagskvöldið 7. febrúar og stýrir auk þess sirkussmiðju fyrir börn og unglinga í Gerðubergi laugardaginn 9. febrúar frá klukkan 13.00 til 16.00. SIRKUS Úrframsaeknu sirkussýningunni Beinagrind.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.