Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 9
DV Neytendur MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 9 Þorláksh. Bæjarlind &NEYTENDUR I I DSMiVUSVI lU) 5)5 OKTA\ OISILOLLI olis Selfossi verö*i litra 132,70 KR. verðálitra 135,KO KR verðálítra 134,40 KR. verö á Iftra 136,30 KR. Ezmaa veröálítra 131,1 OKR. verðálítra 133,80 KR. N1 Lækjargötu verðalitra 134,70 KR. neytendur@dv.is Umsjón: Ásdís Björg Jóhannesdóttir ^ rellsmúla verðalitra 133,10 KR. verðalitra 135,80 KR. s Borgamesi verðalitra 131,1 0 KR. veröalitra 133,80 KR. LASTIÐ i f tilefni öskudagsins auglýsti I leikfangaversluninToys"R"Us fjölbreytilega grímubúninga fyrir börn. Ung kona hafði samband við blaðið sem lagði leið sína þangað ásamt syni sínum sem hafði valið sér búning í auglýs- ingabæklingnum. Þeim til mik- illar mæðu var hins vegar ekkert til af þeim búningum sem kynntir höfðu verið vegna þess að sending þeirra misfórst. DV kannaði verð á GSM-þjónustu þeirra fjögurra aðila sem eru á markaði: plfcK III ;W BPIk ttk ||pllt ISíf! HH EpfÉfc J® „Heilar 28 krónur kostar að 'V hringja frá Símanum í Nova og er það dýrasta mögulega leid ■ ■ mammr ■ ■ mmFm semhægteraðfara." SÍMANUM í N0VA LOFIÐ i Afgreiðslukonurnar í undirfata- I versluninni Systurfá lofiðfyrir alúðlega og persónulega þjónustu. Verslunin var opnuð fyrirskömmu og viðskiptavinur sem keypti sér nærföt þar lýsti yfir mikilli ánægju með að nú megi fá alvöru gamaldags og glæsileg nærföt hér á landi. Punkturinn yfir i-ið er síðan handgerðu nærfötin sem einnig fást þar. BALDUR GUÐMUNDSSON bladcimaður skrifar balcluri-pdv.is Neytenda- samtökinfá óvæntan styrk Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur ákveðið að veita Neytendasamtökunum 1,5 milljónir króna í viðbótar- styrk úr ríkissjóði. Þetta fé bætist ofan á það sem kveðið er á um I þjónustusamningi Neytenda- samtakanna og rlkisins um að samtökin sjái um leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu. Styrkurinn kom starfsmönnum Neytendasamtakanna í opna skjöldu þar sem ekki hafði verið farið fram á viðbótarstyrk. Hjá Neytendasamtökunum fengust þær upplýsingar að þetta væri í fyrsta skipti sem samtökin fengju óumbeðinn styrk á þennan hátt. Beint ásjóinn „Besta og eina sparnaðarráðgjöf- in sem ég kann er að fara á sjóinn," segir Helgi Seljan, fréttamaður (Kastljósi Ríkissjón- varpsins.„Á sjónum vinnur maðurfyrir laununum sínum og hefur nákvæmlega engin tækifæri til þess að láta þau gufa upp eins og maður gerir í landi," bætir hann við. Helgi segir að enn einn kosturinn við sjómennskuna sé að löngu og góðu fríi megi einfaldlega eyða erlendis, þar sem verðlag sé hagstæðara en gengur og gerist hér heima á íslandi. Heilar 28 krónur kostar að hringja úr Símanum í Nova og er það dýrasta mögulega leið sem hægt er að fara þegar hringt er á milli GSM-kerfa. Gildir þá einu hvort viðskiptavinur Símans er í áskrift eða með frelsi. Viðskiptavinur Vodafone (með frelsi) greiðir 27,30 krónur ef hann hringir í GSM í Nova, en þeir sem eru í áskrift greiða 26,10 krónur. Ódýrast er að hringja innan kerf- is hjá Vodafone; 10,90 krónur ef miðað er við frelsisáskrift. 11 krón- ur kostar að hringja innan kerfis hjá Símanum, 15 krónur hjá Nova og 14,90 krónur hjá SKO. Nova kærir Ekki eru allir aðilar sammála um ástæður þess að svo dýrt sé að hringja í Nova ífá Vodafone og Sím- anum. Forsvarsmenn Símans segja að Nova hafi ákveðið að krefja við- skiptavini Símans um 63 prósent hærra verð þegar þeir hringja í viðskiptavini Nova en sem nemur því gjaldi sem viðskiptavinir Nova greiða þegar þeir hringja í viðskipta- vini Símans. Þá hafi Síminn reynt að semja við forsvarsmenn Nova um samtengiverð á milli farsímaneta fýrirtækjanna en þær viðræður hafi verið árangurslausar. Nova hefur lagt fram kæru til Samkeppniseftirlitsins á hendur Símanum hf. fýrir ólögmæta mis- notkun á markaðsráðandi stöðu. Telur Nova að með því að hækka verð á símtölum til eins samkeppn- isaðila brjóti Síminn samkeppnis- lög. „Síminn telur sér augljóslega ógnað með innkomu Nova á mark- að og beitir markaðsráðandi stöðu sinni á ólögmætan hátt til að hindra nýja samkeppni," segir Liv Berg- þórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova. Mishátt heildsöluverð Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að Nova krefjist hærri heildsölugjalda en Síminn og Vodafone. „Við höf- um undanfarin ár unnið að því að lækka heildsölukostnað. Vodafone fékk nokkurra ára aðlögun áður en við lækkuðum verð á heildsöluþátt- um farsímaverðs hjá þeim. Nova er nýr aðili á markaði og hefur því farið fram á að fá að njóta aðlögunar áður en því verður gert að lækka verðið," segir hann. Verðið sem Nóva kref- ur önnur félög um þegar hringt er í þeirra farsímanet er 12,50 krónur. Hjá Vodafone er verðið 8,64 krónur en hjá Símanum 7,85 krónur. Hrafnkell segir að þrátt fýrir að nokkurra króna munur sé á heild- söluverði, þurfi hann ekki að útskýra hvers vegna dýrara sé að hringja í Nova en í önnur símafyrirtæki. „Það er þeim í sjálfvald sett hvernig þau verðleggja þjónustuna. Þegar hringt GSM IGSM SÍMINN (FRELSI); 11 kr. ÍSImann 23 kr. I Vodafone og SKO 28 kr. I Nova - SMS 10 krónur - MMS 29 krónur VODAFONE (FRELSI): 10,90 kr. í Vodafone og SKO 20.30 kr. í Símann 27.30 kr. í Nova -SMS 10,70 krónur - MMS 29 krónur NOVA (FRELSI): 15 kr. í Nova 15 kr. (Símann, Vodafone og SKO - SMS lOkrónur - MMS 15 krónur SKO 14,90 kr. í SKO 14,90 kr. í Sfmann, Vodafone og Nova - SMS 4,90 krónur - MMS 14,90 krónur þeir ekki eftir ne'ma um 90 aurum á hverri mínútu en þegar hringt er utan kerfisins er hagnaðurinn mun meiri. Það er ekki sjálfgefið að mín- útuverð hækki í smásölu þrátt fyrir að heildsöluverðið sé mishátt milli símafýrirtækja," segir Hrafnkell. SMS ódýrast hjá SKO Einfaldara er að bera saman verðskrá SMS-skilaboða. Hjá Sím- anum og Nova kosta SMS-skilaboð lOkrónur en 10,70 krónurhjáVoda- fone. SMS-skilaboð eru langódýrust hjá SKO, 4,90 krónur. MMS-myndskilaboð kosta 29 krónur hjá Vodafone og Símanum. Hjá SKO kostar slík þjónusta 14,90 krónur en 15 krónur kostar að senda MMS-myndskilaboð hjá Nova. Ýmsar sparnaðarleiðir Þess ber að geta að notendur geta valið ýmsar sparnaðarleiðir og tilboð hjá fjarskiptafýrirtækj- unum tíl að draga úr kostnaði vegna símtala, SMS-skilaboða og myndskilaboða. Til dæmis er frítt að hringja innan kerfis hjá Nova ef viðkomandi er í áskrift, auk þess sem 500 SMS-skilaboð eru inni- falin í áskrift hjá Nova. Hjá Sím- anum er meðal annars hægt að velja fjölskylduáskrift og vin með GSM eða heimasíma og draga þannig úr kostnaði. Hjá Vodafone er hægt að velja Ogl og vin með GSM-síma og draga þannig úr kostnaði. Þá er hægt er að hringja án endurgjalds í 60 mínútur á dag í eitt eða tvö vinanúmer og senda 30 SMS á dag án endurgjalds í áskriftarleiðunum GSM 1 vinur og 2 vinir. #1 mM »11 Hjá SKO er hægt er að hringja frítt í fimm SKO-vini í 2 klukku- stundir á dag. Fleiri símafyrirtæki væntanleg Á fyrri hluta þessa árs er auk- innar samkeppni að vænta á fjar- skiptamarkaði því tvö fyrirtæki fengu í júlí á síðasta ári úthlutað tíðni fýrir fjarskiptaþjónustu. Þeim ber, samningum samkvæmt, að hefja starfsemi innan árs frá þeim tíma sem tíðninni er úthlutað. Fyr- irtækin heita IMC fsland ehf. og Amitelo AG. Það lítur því út fyr- ir harðari samkeppni á fjarskipta- markaði og er það af hinu góða fýr- ir neytendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.