Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 Umræða DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson og ReynirTraustason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins á stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Oll viðtöl blaðsins eru hljóörituö. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRlFTARSlMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. SANDKORN ■ Leikkonan og lögfræðineminn Helga Vala Hclgadóttir hefur nú snúið baki við Bolungarvík þar sem hún hefur búið undanfarin ármeð eiginmanni sínum, Grúni Atíasyni bæjarstjóra. HelgaVala bloggaði um nýtt líf sitt: „Ég ætla að láta þennan dagvera góðan dag. Ég tók ákvörðun um það í gærkvöldi. Og í morgun, þá stóð ég við ákvörðunina. Ég hef tekið ákvörðun um að standa með mér - og bömunum mínum í mínu nýja lífi," segir Helga Vala sem nú einbeitir sér að náminu og börnum sínum. ■ Einhver geggjaðasta hug- mynd síðari tíma leit dagsins ljós þegar Árni luhnscn alþing- ismaður vakti máls á því að Alþingi yrði að hefja dagskrár- gerð vegna misviturra álitsgjafa í umræðuþáttum. „Ég held að það væri mjög spennandi að hugsa þessa leið og taka svo- lítið völdin af sjálfskipuðum pistlahöfundum sem eru að leika sér með fjöreggið á marg- an hátt við meðferð mála eins og þeim sýnist en ekki á for- sendum þeirra sem koma með þau og kynna þau," sagði Árni. Einhver taldi að með þessu væri sjálfstæðismaðurinn að leggja til Pravda á íslandi. ■ Fjölmiðlamenn eru á nál- um vegna frumvarps Björns Bjarnasonar dómsmálaráð- herra um meðferð sakamála, sem nú er í allsherjarnefnd. Persónuvernd segir í umsögn sinni um frumvarpið að rétt sé að afmá ýmsar per- sónulegar upplýsingar úr dómum áður en þeir eru gerðir opinberir. Upplýsingar um andlegt ástand, vímuefnanotkun og áverka teljast einnig viðkvæmar persónuupplýsingar í þessum skilningi. Ljóst er að glæpa- menn fagna sérstöku skjóli sem þessu en fylgismenn þess að leyfa upplýsingum að njóta vaf- ans óttast um áhrif þessa þegar kemur að fjölmiðlun. ■ Dagblaðið 24 stundir er meira lesið en Morgunblaðið, sam- kvæmt nýjustu skoðanakönnun Capacent-Gallups. Það sem verra er fyrir Morgunblaðið er að aldur lesenda þess er mun hærri en á öðrum blöðum og því mistekst að ná tengsl- um við yngri kynslóð- ina. Eykur þetta enn á vangaveltur manna um að Ólafur Stephen- sen, ritstjóri 24 stunda, taki við ritstjórastól Morgunblaðsins af Styrmi Gunnarssyni sem brátt kemst á aldur. Forsetinn fái völd LEIÐARI REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Frjálsliyggjuböni hafa ákaftgert lirój) ad embœttinu. Það yrði jákvætt fyrir íslenskt lýðræði að færa meiri völd til forseta íslands og gera þannig embættið að öðru og meiru en það er í dag. Forseta íslands er ætl- að að vera sameiningartákn þjóðar sinnar en í raun eru völd hans sáralít- il. Meira að segja er deilt um það hvort hann hafi það vald að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson tók eftirminnilega af skarið varðandi illræmd fjölmiðla- lög og neitaði að skrifa undir hrökkl- uðust að visu gjörningsmenn til baka en undir þeim formerkjum að forset- inn hefði í raun ekki þetta vald. Hluti Sjálfstæðisflokksins hefur í gegnum tíðina haft óbeit á embætti forseta fs- lands og frjálshyggjubörn hafa ákaft gert hróp að embættinu. Flokkurinn á sér þá sögu að hafa reynt að koma sínum mönnum á Bessa- staði en það hefur ævinlega mistekist. Þjóðin hefur viljað að á forsetastóli væri að finna mótvægi við þann flokk sem er stærst- ur og valdamestur í landinu. Hatrið á forsetaembættinu gaus upp fyrir alvöru þegar Ólafur Ragnar Gríms- son, fyrrverandi formaður Alþýðu- bandalagsins, var kjörinn. Allar göt- ur síðan hefiir leynt og ljóst verið reynt að klekkja á embættinu með það fyrir augum að leggja það nið- ur. Það er að vísu rétt hjá sjálfstæð- ismönnum að embættið hefur lítinn tilgang á meðan völdin eru eng- in. Það er því skynsamlegt hjá Jóni Magnússyni, alþingismanni Frjáls- lynda flokksins, að leggja til að for- setinn fái stóraukin völd líkt og ger- ist í Bandaríkjunum og Frakklandi með því að hann yrði samhliða for- sætisráðherra. Á íslandi hafa þing- menn og ráðherrar gjarnan farið sínu fram, enda óttast þeir ekki al- menning. í landi þar sem þjóðin óttast þingmenn og ríkisstjórn er nauðsynlegt að hafa mótvægi. Þar kæmi forsetinn vissulega sterkur inn. Stundum þarf að hugsa stórt „Foreldrar fínna heldur betur fyrir mikilvægi þess að leiðrétta þurfí laun kennara enda er viðvarandi mannekla í leikskólum orðin stað- reynd." ÞORBJORG HELGA VIGFUSDÓTTIR borgarfulltnii skrifar: í menntamálanefnd liggja nú fýrir fjögur memaðarfull frumvörp menntamálaráðherra um skólastarf. Undanfama daga hafa birst í fjölmiðl- um ólík sjónarmið umsagnaraðila vegna frumvarpanna. Áberandi eru sjónarmið sveitarfélaga landsins sem gagnrýna sérstaklega nýja og stóra hugsun í ffumvörpunum um mennt- un kennara sem fela í sér auknar kröf- ur um menntun kennara á leikskóla- stigi og gmnnskólastigi. Sérstaklega gagnrýna sveitarfélög, þar með talin Reykjavíkurborg, þá stefnubreytingu að leikskólakennarar eigi að uppfylla sömu menntunarkröfur og grunn- skólakennarar. Gagnrýnin tekur sér- staklega mið af rekstrarsjónarmiðum störf kennara og framlag þeirra mærð, ítrekað er að meta þurfi störf þeirra að verðleikum með bættum kjömm og þeim þakkað fyrir fórnfýsi þeirra og metnað fyrir hönd þeirra kynslóða sem vaxa nú úr grasi. Um þessar mundir er sérstaklega rætt um að kennarar þurfi að fá leiðréttingu á launum og í raun virðist verða þjóðarsátt í þeim efnum. Foreldrar finna heldur betur fyrir mikilvægi þess að leiðrétta þurfi laun kennara enda er viðvarEmdi mannekla í leikskólum orðin staðreynd og vandinn að færast inn í grunnskóla landsins þar sem ekki er hægt að skerða þjónustu með því að senda börn heim. Allir em sammála um að í dag em launin ekki samkeppnishæf við laun í öðrum störfum þar sem krafist er háskólamenntunar. Þessu þarf að breyta en að auki þarf að breyta umhverfi kjaramála kennara þannig að hægt sé að umbuna starfsfólki eftir gæðum starfa þeirra og atorku. Það verður að hugsa stórt í skóla- málum. Það þarf að taka stór skref í átt að sveigjanlegra skólahaldi sem gerir kröfur til nemenda og starfsmanna. Það var stórt skref að gera leikskólann að fyrsta skólastiginu. Það þarf stórt skref til að krefjast mikillar mennt- unar af kennurum barna okkar. En stærsta og mikilvægasta skrefið er að breyta launaumhverfi kennara. Það skref þarf að fara að stíga. skóla en eðlilega er að ýmsu að huga til að mæta nýjum kröfum. Stórum orðum um mikilvægi góðrar kenn- aramenntunar til að gott skólakerfi verði betra verða hins vegar að fylgja efndir. Við hvert hátíðartækifæri eru DÓMSTÓLL GÖTUIVIVAR A AÐ TAKA UPP EVRU I STAÐ KRÓXUNNAR? „Nei. Þjóðverjar tóku upp evruna á sínum tíma og hafa haft slæma reynslu af því. Verðlag hefurfarið hækkandi í landinu undanfarin ár og ég vil hvorki að Islendingar né Danir geri þau mistök.Við munum sjá eftir þvi ef af verður." Torben Primdal Janerka, 21 árs rafvirki „Ég veit það ekki. Ég hef velt þessu töluvert fyrir mér en ekki enn komist að niðurstöðu." Steinar Gíslason, 40 ára sjúkraliði „Ég er frá Danmörku og þar var henni hafnað. Ég er samt á þeirri skoðun að við munum á endanum taka upp evruna, svo það er allt eins gott að Ijúka þvi af." Jesper Lovstad Kristinsen, 23 ára rafvirki „Ég held að upptaka svona útbreidds gjaldmiðils myndi verða þjóðfélaginu til hagsbóta. Mér finnst að við eigum að taka upp evruna." Erla Björk Gísladóttir, 24 ára móttökustjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.