Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 Fréttir DV Eftir aö DV fjallaði um barnaniðinginn Anthony Lee Bellere komst tólf ára stúlka að því að hún var í samskiptum við hann. Hún hélt sjálf að hún væri að tala við átján ára pilt. Áður en Anthony hóf samskipti við stúlkuna hafði hann nauðgað tveimur unglingsstúlkum á hrottalegan hátt Anthony Lee Bellere Var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga tveimur unglingsstúlkum og særa blygðunarkennd tólf ára barns. Þú verður að sætta þig við að ég sé að gera þér svona því þú ert ástin mín og ég á þig og ég er virkilega ástfanginn afþér." Umfjöllun bjargaði Forsíða DV í nóvember 2006 bjargaði tólf ára stúlku frá hugsanlegri nauðgun. í 1 VALUR GRETTISSON i i VJ blaðamaðursktifar: valurm'dv.is ! U Tólf ára stúlka hafði ekki hugmynd um að unglingspilturinn Maggi, sem hún var í SMS-sambandi við, væri í raun fertugi barnaníð- ingurinn Anthony Lee Bellere. Anthony var í gær dæmdur fyrir að nauðga tveimur stúlkum, en þessi sleit samskiptum við hann eftir að hafa lesið um hann í DV. Anthony hefur nú verið dæmdur ífjögurra ára fangelsi fyrir ógeðfelldar nauðganir á tveimur unglingsstúlkum og að hafa sært blygðunarkennd stúlkunnar sem DV bjargaði. Málið var ekki kært fyrr en eftir umfjöllun blaðsins. Þá var Anthony búinn að nauðga fjórtán ára stúlku og annarri sextán ára. Tólf ára stúlkan hefði getað orðið næsta fórnalamb hans, en hún tilkynnti samskipti sín við Anthony til námsráðgjafa í skólanum eftir að hafa lesið umfjöllunina. Níðingur myndbirtur Það var í nóvember árið 2006 sem blaðamaður DV fékk farsíma Anthonys í hendurnar. í ljós kom að síminn hýsti myndir af nöktum unglingsstúlkum aukmynda afkyn- færum Anthonys. Myndirnar hafði hann sent ólögráða unglingsstúlk- um í þeim tilgangi að fá að hitta þær. Blaðið greindi frá samskiptum Anthonys við stúlkurnar en hann laug að þeim að hann væri átján ára gamall og héti Maggi. Ljóstrað var upp um Anthony og hann mynd- birtur á forsíðu blaðsins. Þá var blaðið einnig með undir höndum netfang Anthonys og símanúmer sem hann notaði til þess að tæla stúlkurnar með MSN-spjallforritinu. Netfangið kom upp um Anthony. Umfjöllun bjargaði Eftir að grein DV um Anthony birtist sýndi móðir tólf ára stúlk- unnar henni greinina. Móðirin sagði dóttur sinni að gæta sín á slíkum mönnum. Það sem móð- irin vissi ekki þá var að dóttir hennar var þegar í samskiptum við Anthony. f dómsorði Héraðsdóms Reykjavíkur stendur: „Strax eftir að opinber umfjöllun hófst um meint kynferðisbrot ákærða á síðum DV skýrði B [tólf ára stúlkanj námsráðgjafa í skóla sínum frá klúru og klámfengnu tali manns í hennar garð sem notað hefði sama netfang og símanúmer og lýst var í DV að ákærði hefði notað. Var málið þá strax kært til lögreglu." Margnauðgað Önnur unglingsstúlka slapp ekki jafn vel og tólf ára stúlkan. f júlí árið 2005 komst hann í samband við fjórtán ára stúlku. Aðferð hans var svipuð og þegar hann reyndi að tæla tólf ára stúlkuna. Hann sendi klúr textaskilaboð og myndir af kynfærum sínum undir nafninu Magnús sem átti að vera átján ára gamall piltur. Að lokum tókst Anthony að sannfæra stúlkuna um að koma heim til hans. Þar átti hann eftir að nauðga henni margsinnis. f dómsorði segir að í eitt skiptið hafi stúlkunni blætt mjög illa. Lögreglunni tókst að sanna athæfið með því að taka lífsýni úr storknuðu blóði á dýnu Anthonys. Ógeðfelld skilaboð Eftir að Anthony hafði nauðgað stúlkunni sendi hann henni textasidlaboð sem lögreglan fékk í hendumar. Þar stóð: „Þú verður að sætta þig við að ég sé að gera þér svona því þú ert ástin mín og ég á þig og ég er virkilega ástfanginn af þér." Ari efdr að Anthony nauðgaði fjórtán ára stúlkunni réðst hann á aðra unglingsstúlku. Hún var sextán ára þegar Anthony nauðgaði henni. Hún kærði atvikið strax. Anthony var dæmdur í gær í fjög- urra ára fangelsi fyrir brot sín gagn- vart stúlkunum þremur. Honum var gert að greiða þeim átján hundruð þúsund krónur í miskabætur og all- an málskostnað. Örvæntingarfullur faðir í eldsvoða í Þýskalandi: af efstu hæð Henti unqbarni sínu Það var hrein örvænting sem dreif föður til að henda ungu barni sínu niður af efstu hæð íbúðarblokkar sem stóð í ljósum logum í Ludwigshafen í Þýskalandi í fyrrakvöld. Barnið féll fjórar hæðir en var á endanum gripið af slökkviliðsmanni sem staddur var fyrir neðan og heils- ast því að sögn vel. Ekki sluppu allir jafn vel frá eldinum sem upp kom í Ludwigshafen í suðvesturhluta Þýskalands, því níu manns biðu bana í eldsvoðanum, þar á meðal fimm börn og ólétt kona. Ekki er enn komið í ljós hvort foreldrar barnsins sem kastað var í örvæntingu niður af efstu hæð hafi lifað af. Yfir 50 manns bjuggu í byggingunni, flestir Tyrkir og Þjóð- verjar, í þessu iðnaðarhverfi bæjar- ins og voru íbúarnir fluttir á mis- munandi sjúkrahús í nærliggjandi bæjum til að tryggja öllum aðstoð. Fjölskyldur voru aðskildar og ringulreiðin varð til þess að enn í dagvissi fólk ekki um afdrif fjöl- skyldumeðlima sinna. Að sögn lögreglunnar í Ludwigs- hafen er talið að kveikt hafi verið í húsinu af ásettu ráði. Grunur leik- ur á að nýnasistar hafi þar verið að verki. Hér að ofan má sjá myndir af því þegar faðirinn kastar barninu niður til björgunaraðila. Gríðarleg reiði hefur brotist út meðal tyrkneskra innflytjenda vegna málsins. Samkvæmt fréttavef A1 Jazeera í gærkvöldi hafa tyrknesk stjórnvöld krafist rannsóknar á brunanum við þýsk yfirvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.