Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 32
Litlar samlokur 399 kr. + lítið gosglas 100 kr. = 499 u, FRETTASKOT 51 2 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrirfréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónurfyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 ■ DAGBLAÐIÐ VlSIR STOFNAÐ 1910 Kristínerforstjóri Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur skipað Kristínu Lindu Árnadóttur í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar til fimm ára. Kfistín hefur starfað sem lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun í vetur. Hún er menntuð í umhverfisfræðum og lögfræði og starfaði áður í umhverfisráðuneytinu. Aðeins tíu mánuðir eru síðan Ellý Katrín Guðmundsdóttir tók til starfa sem forstjóri Umhverfisstofnunar. Jónína Bjartmarz, þáverandi umhverfisráðherra, skipaði Ellý í starfið. 23 sóttu um stöðuna að þessu sinni. *: Hvar er Rakel? Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Rakel Ómarsdóttur, fæddri 1986, til heimilis á Kálfhólum 3 á Sel- fossi. Rakel er 171sentímetri á hæð, grannvaxin, með svart sítt hár og brún augu. Síðast er sást til Rakelar var hún klædd í gallabuxur, ljósgráa gönguskó og ljósgræna mittisúlpu. Síðast er vitað um ferðir Rakelar seinnipart föstudagsins 1. febrúar síðastíiðins. Þeir sem vita hvar Rakel er eða hafa upplýsingar um ferðir hennar eru beðnir um að hafa sam- band við lögregluna á Selfossi í síma 480-1010. Furðufærslur á greiðslukort fándsbankanum hafa borist kvartanir vegna tokennilegra færslna á kreditkortareikninga nokkurra viðskiptavina um síðustu mánaðamót. Um er að ræða eitt þúsund króna færslur frá fyrirtæki sem heitir Digital Company og er til húsa í Húsalind. Ekki var hægt að nálgast upplýs- ingar um fjölda slíkra færslna hjá Valitor, umboðsaðila VISA, en upplýsingafulltrúi segir að allar kvartanir séu rannsakaðar í kjölinn. Ekki náðist tal af eigendum Digital Company, en þau eru hin sömu og reka íslensk-spænsku fasteignasöluna Gloria Casa. Voru þetta rangfærslur? / Risakónguló klöngraöist út úr búri sínu hjá Heilbrigðiseftirlitinu: TARANTÚLA REYNDIAÐ FLÝJA ÚR HALDILÖGREGLU lögreglumaðurinn hafi gert honum viðvart þegar tarantúlan reyndi að klöngrast á milli rimlanna út í frelsið. Henni varð ekki að ósk sinni heldur kom Magnús henni aftur inn í búrið. Aðspurður segir Magnús að Heilbrigðiseftirlitið á Suðurnesjum hefði ágæta reynslu af svona kvik- indum. Einu sinni fengu þeir krókó- díl í hendurnar sem óprúttinn aðili reyndi að smygla í gegnum toll Keflavíkurflugvallar. Ráðgert var í gær að koma kóngulónni í hendur Náttúrufræðistofnunar sem mun rannsaka hana. Raunstærð Tarantúla sem lögreglan lagði hald á reyndi að flýja út í frelsið. DV-mynd Víkurfréttir vALUR GRETTISSON „Hún reyndi að koma sér út úr búrinu þegar ég var að tala í sím- ann," segir Magnús Guðjónsson, heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja, um djarfa flóttatilraun tarantúlu-kóngu- lóar sem fannst á mánudagskvöld- inu þegar lögreglan gerði húsleit á heimili í Reykjanesbæ. Tarantúl- an var nokkuð stór og var vistuð í hvítu búri. Hún var vöktuð af lög- reglumanni ásamt fréttamanni Vík- urfrétta, Hilmari Braga Bárðarsyni, sem tók myndir af henn þegar flótta- tilraunin átti sér stað. Lögreglu- maðurinn þorði ekki að koma nærri kóngulónni og var Magnús því kall- aður aftur inn í herbegið og kom hann kóngulónni aftur inn í búrið. Játar nauðgunina en ekki morðið Mark Dixie, 37 ára kokk- ur, hefur viðurkennt fyrir rétti í London að hafa stundað kynmök við lflc hinnar myrtu 18 ára fyrirsætu Sally Anne Bowman, en þvertekur fýrir að hafa orðið henni að bana. Dix- ie er ákærður fyrir morðið á stúlkunni, en samkvæmt vitnisburði hans fyrir rétti var hann undir áhrif- um lyfja og áfengis þegar hann „notfærði sér aðstæðurnar" þar sem stúlkan lá í eigin blóði við sundlaugarbakka. Saksóknarinn í málinu, Bri- an Altman, sagði hreint með ólíkindum að þetta væri mál- svörnin hans. „Það er ekki eitt sannleikskorn í þessari þvælu. Þetta er hrein örvænting af hans hálfu." Það var á mánudags- kvöldið sem lögreglan á Suðurnesjum gerði húsleit á heimili í Reykjanesbæ, Við leitina fundust þrjú grömm af hassi. Við nánari leit, og lögreglu- mönnum til mikillar furðu, fundu þeir tarantúlu í búri á heimilinu. Kóngulóin var geymd í glerbúri og hafði verið fóðruð á músum. Mennirnir sem þarna bjuggu voru færðir á lögreglustöðina og kóngulóin með. Eftiryfirheyrslurvar mönnunum sleppt lausum og mega þeir búast við ákæru vegna fíkniefnanna. Aftur á móti fékk kóngulóin ekki að fara út í frelsið því henni var komið í hendur Magnúsar, heilbrigðisfulltrúa á Suðurnesjum. „Lögreglan vaktaði hana á meðan hún reyndi að komast út," segir Magnús og bætir við að HÉíÉ , ... Tignarlegur vetur Napurt hefur verið í veðri undanfarna daga. (dag er gert ráð fyrir éljagangi og hita um eða undir frostmarki. Jón Trausti Lúthersson ákærður fyrir líkamsárás: Sakaður um að lemja unga konu Leiðtogi mótorhjólaklúbbsins Fáfnis, Jón Trausti Lúthersson, hef- ur verið ákærður fyrir að hafa lamið konu á bar í Reykjanesbæ. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa lamið mann sama kvöld en aðalmeðferð málsins átti að fara fram í Héraðs- dómi Reyjaness í gær. Málinu var hins vegar frestað í mánuð þar sem Jón Trausti er staddur erlendis. Það var í september árið 2006 sem Jón Trausti hitti fyrir karlmann á barnum H-punktinum í Keflavík. Svo virðist sem ósætti hafi kom- ið upp en Jón Trausti er ákærður fyrir að skalla manninn í andlit- ið. Hann á að hafa nefbrotnað við aðförina og fallið svo niður stiga á skemmtistaðnum. Þá er Jón Trausti einnig ákærður fyrir að henda konu í gólfið á samá stað. Þar á hann að hafa sparkað ítrekað í hana þannig að hún hlaut skurð við eyra. Þá hlaut hún mar á brjóstkassa eftir að- förina. Þegar aðalmeð- ferð málsins átti að fara fram mætti Jón Trausti ekki í dómsal. Hann mun vera er- lendis og því var málinu frestað í mánuð. Jón Trausti hef- ur margsinnis verið ákærður og dæmdur j fyrir ofbeldisglæpi en Fáfnir hefur oftar en ekki verið tengd- ur við skandinavísku glæpasamtök- in Hells Angels. I haust tók hann á móti liðsmönnum Vítisenglanna en þeir voru allir handteknir þegar þeir komu til landins. Eftir yfirheyrslur var mönn- unum svo vísað úr landi. Það var í annað sinn sem Vítis- englarnir reyndu að kom- ast inn í landið. Áætíuð aðalmeð- ferð málsins mun fara fram í byrjun mars. valur@dv.is Jón Trausti Luthersson Erákærður fyrir að lemja unga konu og karlmann á skemmtistað í Reykjanesbæ. 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.