Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2008 Ferðir DV Ylfa Ýr Steinsdóttir skellti sér í ferðalag til Suður- Afríku ásamt kærasta sínum þar sem þau meðal annars fóru í safaríferðir á fílsbaki og leigðu sér bíl og keyrðu um svæðið. Hún segir að mest hafi sér komið á óvart hversu ríkjandi aðskilnaðar- stefnan er enn í Jóhannesarborg. Ylfa í safaríferð I þjóðgarðinum Kapama í Suður-Afríku. „Við flugum til Jóhannesarborgar í janúar þegar það var sumar þar en hávetur hér. Frænka mín býr þar og mig hafði bara alltaf langað til að heimsækja hana," segir Ylfa Ýr Steinsdóttir sem hélt í tveggja vikna ferðalag til Suður-Afríku ásamt kærastanum sínum í byrjun síðasta árs. „Við flugum fyrst til Parísar og vorum þar í nokkra daga og flugum svo þaðan til Jóhannesarborgar. Við fórum ekkert í gegnum neina ferðaskrifstofu eða neitt slíkt og það var í rauninni alls ekkert svo dýrt að fljúga þangað. Við borguðum fimmtíu og flmm þúsund krónur fyrir flugið til Jóhannesarborgar og svo er náttúrulega alveg rosalega ódýrt að lifa þarna." Tvær safaríferðir á dag Ylfa og Bjarni flugu sem áður segir til Jóhannesarborgar en ferðuðust þó mikið um svæðið í kring. „Við vorum búin að ákveða að fara í safaríferðalag í einum stærsta og flottasta þjóðgarðinum þarna og gista þar í nokkra daga en okkur var ráðlagt að fara í einhvern annan garð því það væri svo mikil malaría sem geisaði í þessum garði," segir Ylfa en þau Bjarni fóru því í staðinn í einkarekinn þjóðgarð sem nefnist Kapama þar sem þau gistu í þrjár nætur. „Kapama-garðurinn er alveg risastór og af því að hann er í einka- eigu kaupa eigendurnir í rauninni bara dýrin í garðinn og svo lifa þau villt þar. Við gistum á stórglæsilegu hóteli með sundlaug og rosalega flottri svefnaðstöðu og fórum alltaf í tvær safaríferðir á dag." Á fætur klukkan fimm á morgnana Til að gera safaríferðirnar sem mest spennandi og til að sjá sem flest þurftu ferðalangarnir að vakna klukkan fimm á hverjum morgni og leggja af stað í jeppaferð um skóginn. „Við fórum alltaf í fyrri ferðina klukkan fimm um morguninn og þá seinni klukkan fimm um daginn. Þetta var gert til að fara ekki á heitasta tíma dags- ins því þá eru dýrin flest í felum einhversstaðar í skugganum. Það var mjög fagmannlegur fararstjóri í öllum jeppunum og annar sem sá um að leita uppi dýrin því þetta er svo stórt svæði að dýrin eru oft í felum og það þarf oft að hafa mikið fyrir því að finna þau," segir Ylfa. í návígi við fílinn En það er að sjálfsögðu ýmislegt sem þarf að huga vel að þegar maður keyrir um skóginn í opnum jeppa innan um villt dýr. „Við máttum alls ekki hreyfa okkur neitt í bílnum því meðan við sitjum alveg kyrr og erum ekkert að standa mikið upp sjá dýrin okkur bar sem eina stóra heiíd og halda að við séum bara eitthvað stórt dýr þarna á veginum Ylfa segir farastjórann hafa sagt þeim sögur af fólki sem ekki hefði fylgt réttum fyrirmælum og þar af leiðandi hefði safaríferðin þeirra ekki endað sem skyldi. „Það kemur alveg fyrir að dýrunum hefur brugðið og hafa ráðist á farþegana í bílnum en þá eru fílarnir einna verstir. Þeir eru svo risastórir að þeir trampa bara ofan á bílunum. En annars eru buffalóamir víst hættulegustu dýrin í skóginum því þeir vara mann ekkert

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.