Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 17
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 17 BENEDIKT BÖAS HINRIKSSON bladamadur skrifar: benni@dv.is Manchester United er eitt þekktasta lið í heiminum. Fyrir 50 árum þegar liðið var að koma heim úr Evrópukeppni klekktist flugvélinni, sem flaug með liðið heim, á í Miinchen með þeim afleiðingum að 8 leikmenn liðsins létust. Manchester var á leið heim eftir leik við Rauðu stjörnuna sem endaði 3-3. Flugið til Englands tafðist um klukkustund vegna þess að einn leikmaður liðsins, Johnny Berry, hafði týnt vegabréfinu. Frá Júgóslavíu átti að stoppa í Munchen til að taka bensín. Eftir áfyllinguna átti að halda af stað. Tvisvar sinnum var reynt að taka á loft en hætt við. I þriðja sinn var allt gefið í botn en vélin náði ekki nægum hraða eða hæð og féll til jarðar. Rann á hús sem stóð tómt náíægt flugvellinum og eldur braust út. Sjö leikmenn liðsins létust samstundis og Duncan Edwards fór sömu leið skömmu síðar. Johnny Berry og Jackie Blanchflower meiddust það alvarlega að' þeir spiluðu aldrei aftur fótbolta. Stjórinn, Matt Busby, meiddist einnig alvarlega og dvaldist á sjúkrahúsi í tvo mánuði. Margir héldu að Manchester United myndi ekki ná sér eftir slysið en Jimmy Murphy þjálfari tók við og stýrði liðinu til loka tímabilsins. Liðið vann aðeins einn leik eftir slysið og það endaði í níunda sæti. Það komst hins vegar í bikarúrslit en beið lægri hlut fyrir Bolton. Sir Alex Ferguson, núverandi stjóri liðsins, sagði að leikmenn liðs- ins hefðu orðið ákaflega hissa þegar þeim var sýnt myndbrot frá slysinu. „Við sýndum þeim myndina og það mátti heyra saumnál detta inni í vídeóherberginu. Það var ótrúlegt andrúmsloftið sem myndaðist. Yfir- leitt eru brandarar og ýmis skot látin flakka en ekki þarna." Næsti leikur Manchester United er gegn grönnunum í Manchester City. Liðið mun leika í eftirlíkingu við búninginn sem liðið lék í 1958 í þeim leik, með engar merkingar styrktaraðila og númerin verða frá 1-11. Engin nöfn verða heldur á bakinu. Enska landsliðið leikur í lcvöld við Sviss á Wembley og verða leikmenn landsliðsins með svart armband. Fyrir leik munu síðan birtast myndir af þeim sem létust í slysinu. Mínútuþögn á að vera íyrir leik en margir óttast að hún verði ekki virt. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn. Geoff Bent Roger Byrne Eddie Colman Duncan Edwards Mark Jones David Pegg TommyTaylor Liam'Billy'Whelan SAGAN KYNNT Sir Alex Ferguson sýndi leikmönnum sínum myndband af sögu Manchester-liðsins. 50 ár eru liðin frá einum svartasta degi í sögu Manchester United. Þegar Miinchen-slysið átti sér stað voru 44 farþegar um borð. 23 létust, þar af 8 leikmenn liðsins. FIFA er við það að samþykkja umdeild lög sem koma mörgum liðum í koll: 6 + 5-REGLAN NÁNAST KOMIN Á FIFA hittist á fundi í gær og var margt um manninn. Þar var rædd 5 + 6-reglan sem Sepp Blatter, forseti FIFA, vill koma á laggirnar. Auk reglunnar voru gervigras, marklínu- tæknin frá Hawk eye og dómaramál rædd á fúndinum. 5 + 6-reglan er þannig að lið verður að stilla upp að minnsta kosti sex leikmönnum sem eiga möguleika á því að komast í landslið viðkomandi lands. Þannig myndi Arsenal nánast lognast út af enda ekki mikið um enska leikmenn í því liði. „Undanfarið ár hafa margir erlendir leikmenn gert innrás í mörg stórlið og þau þannig tapað einkennum sínum. Sum lið stilla stundum upp byrjunarliði með engan heimamann í liðinu. Ungir strákar sem alast upp hjá þessum liðum missa fljótt áhugann því þeir sjá að þeir fá ekki sénsinn," sagði Blatter og bætti við að hann hefði einnig áhyggjur af peningunum sem eru í fótboltanum í dag. „Bilið á milli rflcra og fátækra liða er alltaf að aukast og það hef- ur myndast gjá á milli sumra liða. Sumar deildir eru þannig að tvö til þrjú lið keppa um titilinn og hin eru í raun að berjast um fallið." Blatter mun leggja þetta fyrir FIFA-þingið sem fer fram í Ástralíu 29. maí næstkomandi. Franz Beckenbauer styður for- seta FIFA. „Við lifum í heimi sem er alltaf að minnka. Hins vegar er það ekki rétt fyrir framtíð fótboltans. Það er hægt að vera sigursæll með heim- alninga og peningar færa liði ekki alltaf árangur og titla." Sumir hafa hins vegar lýst yfir áhyggjum af þessari þróun. Þannig hefur Arsene Wenger verið mótfall- inn tillögunni og sagt að hann velji í lið eftir getu, ekki vegabréfi. Mörg lið í dag stilla upp fleiri údending- um en heimalningum og einskorð- ast það ekki bara við England. benni@dv.is FYRIRLIÐAR ENSKA LANDSLIÐSINS Fabio Capello stýrir enska landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið mætir Sviss á Wembley. Steven Gerrard verður væntanlega fyrirliði (leiknum í fjarveru Johns Terry en (talinn á enn eftir að ákveða hvaða leikmaður verður hans fyrirliði númer 1. Að vera fyrirliði enska landsliðsins þykir mikill heiður en ekki allir hafa staðið sig. The Sun setti saman topp 10 lista yfir þá leikmenn sem hafa staðið sig best sem fýrirliðar enska landsliðsins. 10. PAULINCE Varð fyrsti þeldökki leikmað- urinn sem varð fyrirliði Englands. Varfyrirliði aðeins í sjö leiki en naut mikillar virðingar. FáirEnglendingar geta gleymt því þegar blóðið fossaði úr hausnum á honum gegn ítaliu í undankeppni EIM 1998 þar sem Englendingar tryggðu sérfarseðilinn inn í keppnina. 9. KEVIN KEEGAN Helsta stjarna Englands en það kom mjög á óvart þegar hann var gerður að fyrirliða árið 1980. Leiddi enska landsliðið út á völl 31 sinni og var aldrei hræddur við að segja sfna skoðun. 8.GARY í LINEKER Tókvið armband- Bl inu f kringum HM I 1990 og leiddi liðið f EM árið W 1992. Þótti mikill herramaðurog framkoma hans við fjölmiðlamenn góð 7. JOHNNY HAYNES Pele sagði eitt sinn að Haynes væri maðurinn sem gæfi bestu sending- arnar. Hann var fyrirliði Englands 22 sinnum, meðal annars á HM 1962 þar sem England tapaði fýrir Brasilíu. 6.TONY ADAMS Mikill leiðtogi og gafsig allan í leikinn.Tókvið sem fyrirliði árið 1994 og leiddi liðið á EM 1996 en skilaði armbandinu þegar hann viðurkenndi að hann væri alki. 5. DAVID BECKHAM Breytti fyrirliðastöðunni og hefur verið fyrirliði í 58 leikjum af þeim 99 sem hann hefur spilað. Frábær leiðtogi hvort sem mönnum líkar betur eða verr. 4. BRYAN ROBSO KallaðurCaptain Marvel, það segir meira en mörg orð.Varfýrirliði 65 sinnum, meðal annars á þremur stórmótum. EM 88 ogHM 1986 og 1990. Meiðsli komu f veg fyrir að hann spilaði fleiri landsleiki. 3. BILLY WRIGHT Var fyrirliði 90 sinnum, sem er met enn þann dag í dag. Var fyrsti leikmaðurinn sem lék 100 lelki fýrir England og fyrsti maðurinn til að vera fyrirliði þrjú stórmót í röð. HM 1950- 1958. Fékk aldrei spjald allan sinn feril. 2.ALAN SHEARER Stórbrotinn framherji sem tók við armbandinu afTony Adams. Leiddi England til HM1998 og EM árið 2000. Skoraði mikið sem leikmaður Englands og lagði sig alltaf allan fram. 1. BOBBY MOORE Eini fyrirliði Englands sem hefur unnið eitthvað. Lyfti Jules Rimet-styttunni frægu á Wembley 1966 þegar Englendingar unnu HM. Frábær leiðtogi sem spilaði með West Ham.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.