Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 21
DV FerSir MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 21 * Á munaðarleysingjahælinu. Stjórnvöld hirða alla peninga sem safnað er fyrir uppbyggingu á munaðarleysingjahælinu. við áður en þeir leggja til atlögu, öíugt við fílana." En varð Ylfa aldrei neitt skelkuð á ferðalaginu? „Nei, nei, í rauninni ekki. Við reyndar vorum í svona opnum safaríjeppum og í eitt skiptið kom ffll alveg upp að andlitinu á kærastanum mínum, það var frekar skondið. Það var reyndar búið að vara okkur mikið við því áður en við færum út að glæpatíðnin væri svo rosalega há þama en við urðum svo sem ekki vör við neitt slíkt." Ferðast um á fílsbaki Eitt af því sem Ylfa segir að standi upp úr úr í safaríferðinni er það þegar hún sat á fílsbaki og ferðaðist þannig innan um villt dýrin í skóginum. „Þá fór safaríferðin í rauninni bara ffam á fflsbakinu í staðinn fyrir á jeppanum. Það var mjög skemmtilegt því þá fékk maður betra tækifæri til að sjá dýr- in því ffllinn rölti auðvitað bara um í skóginum eins og ekkert væri og hin dýrin voru auðvitað ekkert að kippa sér neitt upp við það." Ylfa þurfti þó ekki sjálf að stýra ffln- um um skóginn. „Nei, nei, það var leiðsögumaður sem sá um að stýra og ég þurfti ekkert annað að gera en að sitja bara fýrir aftan hann og fylgjast með umhverfinu. Fflamir eru nú ekk- ert mikið að æsa sig neitt og fara yfir- leitt mjög hægt en þeir geta hinsvegar tekið á sprettinn ef því er að skipta." Aðskilnaðarstefnan ríkjandi Ylfa segir að það hafi komið sér mikið á óvart hversu mikill munur virðist ríkja á milli svartra og hvítra í suður-Afríku en eftir safaríferðina leigðu þau Bjarni sér bíl og óku um svæðið í grennd við Jóhannesar- borg. „Mér fannst merkilega skrít- ið að sjá það að það eru til dæmis sérstakar verslunarmiðstöðvar fyr- ir hvíta fólkið og sérverslunarmið- stöðvar fyrir svarta fólkið og svo sáum við bara eina sem virtist vera frekar blönduð." Þar sem aðskilnaðarstefnan er enn svo ríkjandi er stéttaskipt- ingin einnig mikil milli svartra og hvítra. „Eina smndina var maður staddur í algjörri fátækt þar sem fólkið býr í einhverjum hræjum úr gömlum gámum þar sem var ekk- ert rennandi vatn. Fimm mínút- um síðar var maður svo kominn yfir í hverfi hvíta ríka fólksins þar sem húsin voru bara eins og hallir. Mér fannst líka mjög sjokkerandi að fara í heimsókn á munaðarleys- ingjahæli en öll börnin sem þar voru höfðu misst foreldra sína úr alnæmi. Svo er spillingin í landinu svo mikil að alltaf þegar búið var að safna upp einhverjum smá pen- ingum til að byggja vegg á munað- arleysingjahælinu komu stjórnvöld og heimtuðu hluta af peningunum eða brutu niður vegginn." Taíland næst á dagskrá Eins og gefur að skflja var ferðin til Suður-Afríku alveg heilmikið ævintýri en Ylfa og Bjarni em þó hvergi hætt og er á stefnunni að skella sér tfl Taílands í vor. „Ég er að fara þangað í útskriftarferð með skólanum mínum," segir Ylfa en hún er að ljúka námi í viðsldptafræði við Háskólann í Reykjavík. „Það er aldrei að vita nema maður skelli sér bara á bak á asískum ffl þar og beri hann saman við afrískafflinn!" kristaQdyJs Sviðamessa dags. 23/02 2008 Arshátíðir Heill dagur á Strandarvelli. Gisting í tveggja manna herbergi. 4 rétta hátíðarmatseðill. Árshátíðir. Brúðkaupsveislur. Afmælisveislur. Fermingaveislur. Gerum tilboð í veislur og veitingar. Aðalréttir Svið, reykt og ný; sviðasulta, sviðalappir og aðrir réttir. Gisting í tveggja manna herbergi. Dinnertónlist og dansleikur. 3 rétta kvöldverður. Brunch. Morgunverður. Kvöldið byrjar kl. 19:00 með fordrykk I Sögusetrinu þar sem verður messað yfir fólki. kl. 20:00 byrjar borðhald með ýmsum skemmtiatriðum. Pinnamatur/brauðtertur/snittur/hlað- borð/a la carte/kökuhlaðborð/hádegis- verður/kvöldverður og fleira. Salur fyrir allt að 240 manns. Föstudag til laugardags. kr. 8.400.- Laugardag til sunnudags. kr. 9.400. Á leiðini heim: Komið við á Strandavelli og tekinn einn hringur. Bjóðum upp á fordrykk í Sögusetrinu. kr. 950.- Óvissuferðir/Jeppaferðir/Njáluferðir/ strandferð með hertrukk/fjórhjólaferðir/ hestaferðir Eftir borðhald og skemmtiatriði er dansleikur. Verð án gistingar kr. 3.900.- Verð með gistingu kr. 8.400.- Verð án gistingar kr. 4.900. Ath: Öll verð miðast við gistingu í tveggja manna herbergi á mann. Auka fyrir einsmanns herbergi kr. 3.500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.