Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 Fréttir DV Ráðherrafær launaseðla Ungir hjúkrunarfræðingar eru ósáttir við laun sín og stefna á að afhenda Guðlaugi Þór Þórðar- syni heilbrigðisráðherra launa- seðla sína á næstunni til að varpa Ijósi á lág byrjunarlaun hjúkr- unarfræðinga sem eru um 215 þúsund krónur á mánuði. Eftir eitt starfsár hækka iaunin um fimm þúsund krónur. Guðlaug I. Einar&dóttir hjúkmnarffæðing- ur segir marga því vinna mikla yfirvinnu til að geta séð fyrir fjöl- skyldu og vill að bragarbót verði gerð þar á. í K?‘ éi ?i- ■' V J v (;j ki Þrjátíu milljóna jólasöfnun Rúm 31 milljón króna hefur safnast í jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar. Nærri þriðjungurinn safnaðist með gjafabréfum sem fólk getur ennþá nálgast á vefsíð- unni gjofsemgefur.is. Tilgangur söfnunarinnar að þessu sinni er að bæta aðgang fólks að hreinu vatni í Malaví, Mósambík, Úganda og Eþíópíu. Söfnunarfé hefur þegar verið nýtt til þess að bora eftir vatni og reisa safntanka. 1 tilkynningu þakkar Hjálparstarf kirkjunnar frábærar móttökur almennings. Iceland Express slær met Frá stofhun lággjaldaflugfé- lagsins Iceland Express er árið í fyrra það langbesta í sögu fé- lagsins. Flugfarþegum félags- ins fjölgaði um 20 prósent írá árinu 2006 og áfangastaðir Ice- land Express hafa heldur aldrei verið fleiri. Félagið hyggst auka sætaframboð sitt í ár og bæta við áfangastöðum, til að mynda reglulegt áætiunarflug til Varsjár í Póllandi. „Það er ótrúlegt að flugfélag sem hefur ekki starfað nema í tæp fimm ár sé orðið eins öflugt og raun ber vimi. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að samkeppni f farþegaflugi er ekki bara möguleg á okkar markaði, heldur bráðnauðsynleg," segir Matthías Imsiand, forstjóri Ice- land Express. Leiðrétting Vitlaust svar birtist undir nafni og mynd Kristínar Pálsdótt- ur í dómstól götunnar í síðasta helgarblaði. Hér er rétta svarið: „Ég reyki ekki sjálf, en ég hef þá lífsskoðun að fólk megi gera það sem það vill, svo framar- lega sem það skaðar ekki aðra. Fólk í reykherbergi skaðar ekki aðra en sjálft sig, en það er þess val að vera þar, vel vitandi um skaðsemina. Það er ofstæki og ómannúðlegt-að banna reykher- bergi." Eskja á Eskifirði hefur leigt frá sér 3.300 tonn af kvóta frá því að togari félagsins, Hólma- tindur, var seldur og vinnslu var hætt. Fjörutíu manns misstu vinnuna á Eskifirði. Grétar Mar Jónsson segir að í dag sé vart hægt að selja frá sér kvóta vegna hás verðs og óvissu um framtíð kvótakerfisins. HÆTTU FISKVINNSLU 0G GRÆDA Á KVÓTfl SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON bladamadur skrifar: sigtrygguní»dv.is Hraðfrystihúsið Eskja á Eskifirði hefur leigt frá sér tæplega 3.300 tonn af kvóta frá því að bolfisktogari félagsins, Hólmatindur SU-1, hætti veiðum og var seldur til Rússlands. Leiguverð fyrir þennan kvóta er tæpar 279 milljónir króna, ef miðað er við verðið eins og það er í andránni. „Þegar maður hefur ekki skip til þess að veiða fiskinn liggur náttúr- lega beinast við að leigjaút kvótann," segir Þorsteinn Kristjánsson, einn aðaleigenda Eskju. „Er þetta ekki bara eins og ef maður ætti nokkrar íbúðir. Maður myndi ekki láta þær standa auðar," bætir hann við. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls starfsgreinafélags á Austfjörðum, segir að lengi hafi ver- ið vitað að fiskveiðikerfið væri kom- ið á þær slóðir að hagkvæmara væri að leigja frá sér kvóta fremur en að veiða hann sjálfur. Þetta verður stríð „Nú er hreinlega sú staða uppi á teningnum að það er ekkert víst að þeir geti einu sinni selt þennan kvóta," segir Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og þingmaður Frjálslynda flokksins. Hann segir kvótaeigendur vera komna í klípu vegna hás verðs og óvissu um framtíð kvótakerfisins. „Menn urðu varir við það strax í haust að bankar fóru að halda að sér höndum þegar kom að því að lána fyrir kvótakaupum. Það eru líka bara brjálaðir menn sem kaupa kílóið af þorskkvóta á 4.200 krónur í dag," heldur hann áfram. Grétar segir að við þetta hafi bæst álit mannréttindanefndar Saméin- uðu þjóðanna. „Nú bíður fólk bara eftir því hvað ríkisstjórnin tekur til bragðs." Ekki tjói að hundsa álit nefndarinnar því þá verði bara far- ið með málið fyrir Mannréttinda- dómstól. „í dag hefur ríkið 125 daga til þess að bregðast við áliti nefnd- arinnar og ég veit um sjómenn sem æda að hefja róðra 12. júní ef ekk- ert hefur verið gert. Þetta verður al- vörustríð," segir Grétar. Eigendur Eskju Hjónin Björk Aðalsteinsdóttirog Þorsteinn Kristjánsson keyptu hlut bræðra Bjarkar í Eskju á síðasta ári. Faðir hennar, Alli ríki, byggði upp fyrirtækið ævinni og gátu ekki gengið inn t störf í álvinnslu," segir hún. Síðasta ár var viðburðaríkt hjá Eskju, sem áður hét Hraðfrystihús Eskifjarðar. í byrjun árs ákvað Krist- inn Aðalsteinsson að selja allan hlut sinn í félaginu og snúa sér að öðrum störfum. Hjónin Björk Aðalsteinsdóttir og Þorsteinn Krist- jánsson keyptu hlutinn og hafa barist af hörku íýrir félaginu. Það var faðir Bjarkar, Aðalsteinn Jónsson, jafnan nefndur Alli ríki, sem byggði upp Hraðfrystihús Eskiíjarðar frá árinu 1944 og gerði það að mildu veldi. Hólmatindur Eskja hætti bolfiskvinnslu og seldi Hólmatind með þeim afleiðingum að 40 misstu vinnuna. Fyrirtækið leigir nú 3.300 tonna kvóta úr byggðarlaginu. GrétarMar Jónsson Grétarsegir að erfitt sé að selja kvóta í dag, eina leiðin sé að leigja hann frá sér. Of mikil óvissa ríki um framtíð kerfisins. „Þegar maður hef- ur ekki skip til þess að veiða fiskinn liggur náttúrlega beinast við að leigja út kvótann" Kenndu kvótanum um DV sagði fréttir af því í septem- berlok að forsvarsmenn Eskju hygð- ust hætta bolfiskvinnslu og segja upp fólki. Skömmu seinna hófust uppsagnir og vinnslu var endanlega hætt um áramót. Eskja veiðir áfram og vinnur uppsjávartegundir, en sú vinnsla skapar mun færri störf. Stjórnendur félagsins sögðu nið- urskurð á þorsklcvóta vega þyngst í ákvörðun sinni og sú ákvörðun stjórnvalda hefði pánast kippt fótun- um undan bolfiskvinnslunni. Togari Eskju, Hólmatindur, var svo seldur til Rússlands í lok október. Áform voru uppi um að kaupa minni tog- ara sem auðveldari væri í relcstri, en af þeim hefur ekki orðið. Áfall fyrir byggðarlag Nærri fjörutíu mapns misstu vinnuna á Eskifirði. „Þetta var auð- vitað talsvert áfall fyrir starfsfólkið og byggðarlagið þegar vinnslunni var hætt," segir Hjördís Þóra hjá Afli. „Það má auðvitað segja að Eskfirð- ingar eigi auðveldar en margir aðr- ir Austfirðingar með að sækja sér vinnu í álverið, en þarna voru líka margir sem áttu stutt eftír af starfs- Bankarán að fullu upplýst hjá lögreglunni: Játaði bankarán og situr nú inni Ásgeir Hrafn Ólafsson, tvítugur piltur, hefur viðurkennt vopnað rán í útibúi Glitnis í Lækjargötu í fyrradag. Þá hefur hann einnig viðurkennt vopnað rán í verslun Select í Hraun- bæ í síðustu viku og vopnað rán í verslun 10-11 síðasta sumar. Þá var hann vopnaður annars vegar hm'fi og hins vegar járnstöng í stað öxarinnar. Jafnframt hefur hann hlotið dóm fyr- ir lyfjastuld eftir innbrot í apótek. Ásgeir ruddist inn í Glitni vopn- aður öxi og hafði á brott með sér nærri milljón króna í bakpoka sín- um. Hann var handtekinn rúmum tveimur tímum síðar eftir snör hand- töklögreglu. Skýr andlitsmynd náðist af ræningjanum á eftirlitsmyndavél- ar bankans og var Ásgeir handtekinn ásamt félaga sínum í Garðabæ með ránsfenginn meðferðis. Þá voru aðr- ir grunaðir vitorðsmenn telcnir til yf- irheyrslu hjá lögreglu en þeim hefur verið sleppt. Ljóst er að Ásgeiri og félaga hans er annt um útlit sitt því að loknu ráni tóku þeir félagarnir leigubíl frá gisti- heimili Hjálpræðishersins, þar sem þeir leigðu herbergi, vestur á Garða- torg í Garðabæ. Þar fóru þeir sallaró- legir í andlitsbað og brúnkumeðferð án þess að láta nolckuð á því bera að þeir væru nýbúnir að ræna banka. f síðasta helgarblaði DV var við- tal við tvær ungar hetjur, Daníel Ægi Kristjánsson og Kristin Valgeir fsaks- son, sem veittu Ásgeiri og félaga eft- irför þegar þeir rændu Select-versl- unina í síðustu viku. Þeir hikuðu elcki við að elta ræningjana sem varð til þess að þeir slepptu ránsfengn- um á hlaupunum. Það var alveg því- líkt skemmtilegt að lenda í þessu og adrenalínflæðið var alveg í botni," sagði Daníel Ægir í samtali viðDV. Ásgeir hefur nú hafið afplánun á fyrri dómi eftir að hafa viðurkennt brot sín greiðlega við yfirheyrslur og félagi hans hefur verið vist- aður á stofnun. Málið er að fullu talið upplýst og fer sína leið í réttarkerfinu. Uausti@dv.is OV 1. febrúar Rætt var við unga pilta sem eltu Ásgeir og félaga hans uppi þegar þeir rændu Select í slðustu viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.