Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2008 Ferðir DV Hrafnhildur Lilja Georgdóttir hafði gengið með þann draum lengi maganum að fara í bakpokaferðalag. Einn daginn sagði hún upp vinnunni, fór að skipuleggja og lét drauminn rætast. ÞRIGGJA MANAÐA BAKPOKAFERÐALAG í lok september árið 2006 lagði Hrafnhildur af stað í mikla ævintýraferð. 1. október hitti Hrafn- hildur svo ferðafélaga sinn, hana Helenu í Amsterdam. „Þar byrjuðu ævintýri okkar strax því við fórum út að borða og enduðum á að hlaupa í burtu frá „latino"-þjónunum okkar, báðar með rós í hendi, skellihlæjandi í rigningunni," segir Hrafnhildur þegar hún byrjar að rifja upp ævintýrið. Frá Amsterdam héldu þær stöllur til Buenos Aires í Argentínu. Örlagaríkt spænskunám „Ég fór til Granada á Spáni til þess að læra spænsku árið 2001. Var þar í 3 mánuði og náði nokkuð góðum tökum á tungumálinu, var allavega farin að tjá mig um allt á milli himins og jarðar. Síðan þá hef ég reglulega fundið fyrir þeirri löngun að ferðast með bakpoka. Eftir sumarfrí til Mexíkó árið 2005 var ég enn ákveðnaðri að ég þyrfti að láta drauminn rætast og fara í bakpokaferðalag." Einn daginn ákvað Hrafnhildur að segja upp vinnunni, þó með þriggja mánaða fyrirvara ogfór að skipuleggja ferða- lagið. „Ég var svo einstaklega heppin að vinkona mín spurði mig hvort hún mætti koma með, eftir að hafa heyrt mig tala um ferðina fram og til baka. Það var eins og skrifað í stjörnurnar, hún var hinn full- komni ferðafélagi." Góðir ferðafélagar Ferðafélagarnir Hrafnhildur og Helena hittust eins og fyrr segir í Amsterdam. Þaðan flugu þær til Washington og svo áfram til Buenos Aires í Argentínu. „Við ferðuðumst síðan upp álfuna í rútuferðum, ferjum og flugvélum. Ferðin hélt áfram til Úrúgvæ, þaðan til Brasilíu, Paragvæ, Bólivíu, Perú, Kólumbíu, Panama, Kúbu, Jamaíku og loks Mexíkó sem var loka áfangastaður. 19. desember lentu ferðalangarnir svo á íslandinu góða. „Við millilentum í London en þar skildust leiðir þar sem ég fór frá Heathrow yfir til Stansted og heim en Helena fór aftur til Amsterdam og þaðan til Keflavíkur. Ég var komin heim um klukkutíma á undan henni og fékk Salteyðimörkin Slegið á létta strengi i Salteyði- mörkinni í Bólivíu ég leyfi til að bíða við landganginn og hljóp upp á móti henni þegar hún kom, svo mikið var ég strax farin að sakna hennar." Vikulegir fundir Ferð sem þessi þarfnast mikils undirbúnings að sögn Hrafnhildar. „Við eyddum miklum tíma í undir- búning. Við höfðum vikulega fundi sem snerust eingöngu um ferðina og hvað þyrfti að gera ffam að næsta fundi. Þetta voru þeir skemmtilegustu fundir sem ég hef upplifað. Við settum niður óskalista með löndunum sem okkur langaði til að heimsækja, stöðum sem við vildum sjá og síðast en ekki síst, „fun stuff to-do"-lista með öllu því sem okkur langaði að prufa." Á lista draumórastúlknanna var að finna eitt og annað eins og brimbretti, köfun, sæþotur, flúðasigling, fallhlíf- astökk, læra salsa og fara á stóran fótboltaleik. „Það eina sem við náðum ekki að gera var að fara í fallhlífastökk og á hestbak, en við fórum í alvöruhestvagnaferð um gömlu Havana á Kúbu í staðinn, " segir Hrafnhildur. Það er bara eitthvað við Ríó Eftir þriggja mánaða ferðalag leikur blaðamanni forvimi á að vita hvort hægt sé að gera upp á milli viðkomustaðanna. „Það eru tveir staðir sem koma stráx upp í hugann og ég get hreinlega ekki valið á milli," segir Hrafnhildur hugsi. „Havana á Kúbu og Rio de Janero. í Havana er svo friðsælt og fallegt, fólkið svo glaðlynt, nægjusamt og orkan samt svo ffumstæð. „Slow down, you're in Cuba," sagði maður við okkur þar sem við flýttum okkur niður verslunargöm í miðri gömlu Havana. Hvert sem maður kom var einhver dansandi, syngjandi eða spilandi á hljóðfæri. Ríó er borg öfganna. Það er satt sem sagan segir að konumar séu með sílikon- brjóstogkarlamirkunna allir að dansa. Langríkasta hverfið er INTERNE1 íoauoiui ríxiCOiif/c'iv alveg ofan í fátækasta hverfinu þar sem eiturlyfjabarónarnir ráða ríkjum en það er bara eitthvað við Ríó! Ekki ákveða heimkomuna Að lokum nefnir Hrafnhildur hvað ber að hafa huga áður en lagt er af stað í svona ferð. „í fýrsta lagi skiptir máli að vera búinn að safna peningum og fara án þess að ákveða hvenær maður kemur tilbaka. Ástæðan fyrir því er sú að ef maður kynnist fólki, sem veit af einhverju skemmtilegu sem maður ákveður að prófa er ferðin þar með gjörbreytt ffá því sem planað var. Svona óvæntar ákvarðanir hafa orðið af stærstu ævin- týmm ferðarinnar. Eins er mjög lítið mál að stoppa á einum stað í smátíma og vinna fýrir gistingu og jafnvel fæði. Dæmi em um að fólk hafi stoppað í einhverja mánuði á sama staðnum," segir Hrafnhildur sem jafnffamt seg- ir mikilvægast að dæma ekki aðstæð- ur fyrirfram, treysta eigin innsæi og njóta ferðarinnar. „Hún er allt of stutt, alveg sama hversu löng hún er." Á SLÓÐIR HOBBITA OG DVERGA í Nýja-Sjálandi er hægt að ferðast um slóðir Hringadróttinssögu: Kvikmyndirnar um Hringadrótt- inssögu sem gerðar vom eftir sam- nefndum bókum Tolkiens skörtuðu stórbrotinni náttúm og einstöku landslagi sem vakti víðast hvar at- hygli. Myndirnar vom teknar upp í heimalandi leikstjórans Peters Jack- son í Nýja-Sjálandi og hefur landið notið töluverðrar hylli ferðamanna síðan þá. Ferðaskrifstofur víðs veg- ar um heiminn hafa tekið upp á því að að selja ferðir á slóðir Hringa- dróttinssögu. Ef lagt yrði í slíka ferð frá Islandi þyrfti að ferðast yfir hálf- an hnöttinn. Ferðast þyrfti fýrst til Evrópu en bæði London og París eru aðgengilegar stórborgir frá íslandi og bjóða upp á flugferðir til Nýja- Sjálands. Þaðan þyrfti að fljúga með Thai Air en það er eitt af fáum flug- félögum sém fljúga til Nýja-Sjálands. Millilent yrði í Bangkok og verið þar yfir eina nótt en svo yrði haldið áfram til Auckland en það er næsts- tærsta borg Nýja-Sjálands. Ferða- lagið á milli íslands og Nýja-Sjá- lands tekur næstum því sólarhring í flugi. Á Nýja-Sjálandi eru svo margir staðir sem bjóða upp á útsýnisferð- ir og göngutúra um náttúru Hringa- dróttinssögu. Ferðast þyrfti suður eftir landinu frá Auckland og þá em staðir á borð við Matamata, Tongar- iro National Park, Wellington sem er höfuðborg Nýja-Sjálands, Geraldine, Christchurch, Queentown og Wan- aka sem allir bjóða upp á ferðir um mismunandi landsvæðT sem krist- ölluðust í kvikmyndunum. Ferð til Nýja-Sjálands væri kostnaðarsöm en ódýrt verðlag er á Nýja-Sjálandi og er einn nýsjálenskur dalur um 54 ís- lenskar krónur. Ferð frá meginlandi Evrópu til Nýja-Sjálands myndi kosta um 100 þúsund krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.